Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 92
Í takt við tÍmann Hrefna Björg gylfadóttir
Dansar á Prikinu og jóðlar í frístundum
Hrefna Björg Gylfadóttir er tvítug Reykjavíkurmær sem vinnur í Kron á Laugavegi á daginn og
lærir vefsíðugerð og kvöldin. Þess á milli tekur hún flottar myndir og spilar tennis.
Staðalbúnaður
Ég hef mjög gaman af tísku og finnst gaman að
klæða mig upp. Ég lendi stundum í því að vera
„overdressed“ en það er bara fyndið. Mér finnst
gaman að vera á hælum en þar sem ég bý hér
á klakanum þarf ég að vera í kuldaskóm hluta
ársins. Ég hef reynt að vera umhverfisvæn í fata-
kaupum og kaupa annaðhvort notaðar eða vand-
aðar flíkur. Susie Bubble og Tavi Gevinson eru
fyrirmyndir mínar – bæði í tísku og lífinu.
Hugbúnaður
Þegar ég er ekki í vinnu eða skóla fer ég stundum
á kaffihús með vinkonum mínum. Drekk Americ-
ano á Te og kaffi en kaffið á Reykjavík Roasters er
líka mjög gott. Við vinkonurnar reynum að vera
duglegar að fara á tónleika eða listasýningar en
erum líka duglegar að fara á Prikið að dansa. Ég
gef mér ekki nægan tíma til þess að horfa á þætti
en er núna að klára Mad Men. Mér finnst Hæpið
reyndar snilld og missi aldrei af því. Ég fer í rækt-
ina í Reebok þegar ég man eftir því en skemmti-
legast finnst mér að spila tennis. Í vetur hlakka ég
svo til að fara á skíði.
Vélbúnaður
Ég föndra mikið í tölvunni og nota þá forrit
eins og Photoshop og Indesign. Sketch er samt
nýja uppáhaldið mitt. Ég er að læra að hanna
vefsíður í kvöldskóla og forritun á netinu. Ég
reyni samt stundum að loka tölvunni og taka
upp bók en tek þó oftar upp símann og fer þá á
Instagram, Twitter og Vine.
Aukabúnaður
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun
og er sífellt otandi myndavélum framan í fólk.
Mér finnst mjög gaman að ferðast, sérstaklega
á Íslandi en Hólmavík er uppáhaldsstaðurinn
minn. Ég borða mjög einhæfan mat, eiginlega
bara flatkökur og morgunkorn. Ég er samt að
læra mikið í eldamennsku frá mömmu því hún
kann allt. Ég ferðast nánast allt með strætó.
Ég kann vel við það því þá get ég hlustað á
tónlist. Mér finnst gaman að spila á píanó og
syngja í kór og svo jóðla ég frístundum með
Die Jodlerinnen.
Ljósmynd/Hari
Kristjana Stefáns og Svavar Knútur eru meðal þeirra sem koma fram í útgáfuhófi
Dimmu útgáfu á laugardaginn.
Útgáfa menningar- og skemmtidagskrá
Dimma útgáfa stendur fyrir sinni
árlegu menningar- og skemmti-
dagskrá í Bryggjunni brugghúsi
við Reykjavíkurhöfn á morgun,
laugardaginn 14. nóvember, milli
klukkan 14 og 17. Dagskráin er
fjölbreytt blanda af bókmenntum
og lifandi tónlist, ásamt hress-
andi kynningum og notalegu
kaffispjalli. Fram koma: Gyrðir
Elíasson sem gefur út um þessar
mundir ljóðaúrval áranna 1983 til
2012, tónlistarmaðurinn Svavar
Knútur sem sendi nýverið frá sér
plötuna Brot, djasstónlistarmenn-
irnir Sigurður Flosason, Agnar
Már Magnússon, Gunnar Gunn-
arsson og Andrés Þór, söngkon-
urnar Guðrún Gunnars og Krist-
jana Stefáns, leikarinn Sigurður
Skúlason sem sendir frá sér ljóða-
bókina Heim aftur, sem og þau
Ása Aðalsteinsdóttir og Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu
útgáfu. Aðgangur er ókeypis og
eru allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Gengið er inn Grandagarðs-
megin. -hf
Dimma fagnar útgáfu
92 dægurmál Helgin 13.-15. nóvember 2015