Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 92

Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 92
 Í takt við tÍmann Hrefna Björg gylfadóttir Dansar á Prikinu og jóðlar í frístundum Hrefna Björg Gylfadóttir er tvítug Reykjavíkurmær sem vinnur í Kron á Laugavegi á daginn og lærir vefsíðugerð og kvöldin. Þess á milli tekur hún flottar myndir og spilar tennis. Staðalbúnaður Ég hef mjög gaman af tísku og finnst gaman að klæða mig upp. Ég lendi stundum í því að vera „overdressed“ en það er bara fyndið. Mér finnst gaman að vera á hælum en þar sem ég bý hér á klakanum þarf ég að vera í kuldaskóm hluta ársins. Ég hef reynt að vera umhverfisvæn í fata- kaupum og kaupa annaðhvort notaðar eða vand- aðar flíkur. Susie Bubble og Tavi Gevinson eru fyrirmyndir mínar – bæði í tísku og lífinu. Hugbúnaður Þegar ég er ekki í vinnu eða skóla fer ég stundum á kaffihús með vinkonum mínum. Drekk Americ- ano á Te og kaffi en kaffið á Reykjavík Roasters er líka mjög gott. Við vinkonurnar reynum að vera duglegar að fara á tónleika eða listasýningar en erum líka duglegar að fara á Prikið að dansa. Ég gef mér ekki nægan tíma til þess að horfa á þætti en er núna að klára Mad Men. Mér finnst Hæpið reyndar snilld og missi aldrei af því. Ég fer í rækt- ina í Reebok þegar ég man eftir því en skemmti- legast finnst mér að spila tennis. Í vetur hlakka ég svo til að fara á skíði. Vélbúnaður Ég föndra mikið í tölvunni og nota þá forrit eins og Photoshop og Indesign. Sketch er samt nýja uppáhaldið mitt. Ég er að læra að hanna vefsíður í kvöldskóla og forritun á netinu. Ég reyni samt stundum að loka tölvunni og taka upp bók en tek þó oftar upp símann og fer þá á Instagram, Twitter og Vine. Aukabúnaður Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og er sífellt otandi myndavélum framan í fólk. Mér finnst mjög gaman að ferðast, sérstaklega á Íslandi en Hólmavík er uppáhaldsstaðurinn minn. Ég borða mjög einhæfan mat, eiginlega bara flatkökur og morgunkorn. Ég er samt að læra mikið í eldamennsku frá mömmu því hún kann allt. Ég ferðast nánast allt með strætó. Ég kann vel við það því þá get ég hlustað á tónlist. Mér finnst gaman að spila á píanó og syngja í kór og svo jóðla ég frístundum með Die Jodlerinnen. Ljósmynd/Hari Kristjana Stefáns og Svavar Knútur eru meðal þeirra sem koma fram í útgáfuhófi Dimmu útgáfu á laugardaginn.  Útgáfa menningar- og skemmtidagskrá Dimma útgáfa stendur fyrir sinni árlegu menningar- og skemmti- dagskrá í Bryggjunni brugghúsi við Reykjavíkurhöfn á morgun, laugardaginn 14. nóvember, milli klukkan 14 og 17. Dagskráin er fjölbreytt blanda af bókmenntum og lifandi tónlist, ásamt hress- andi kynningum og notalegu kaffispjalli. Fram koma: Gyrðir Elíasson sem gefur út um þessar mundir ljóðaúrval áranna 1983 til 2012, tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sem sendi nýverið frá sér plötuna Brot, djasstónlistarmenn- irnir Sigurður Flosason, Agnar Már Magnússon, Gunnar Gunn- arsson og Andrés Þór, söngkon- urnar Guðrún Gunnars og Krist- jana Stefáns, leikarinn Sigurður Skúlason sem sendir frá sér ljóða- bókina Heim aftur, sem og þau Ása Aðalsteinsdóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu útgáfu. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gengið er inn Grandagarðs- megin. -hf Dimma fagnar útgáfu 92 dægurmál Helgin 13.-15. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.