Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 8
Andri Þór Guðmundsson. M esta skákveisla ársins í heiminum hefst í Reykjavík í dag, föstudag, og stærsti skák-viðburður á Íslandi síðan 1972 er Fischer og Spassky mættust í heimsmeistaraeinvíginu fræga. Evr- ópumót landsliða í skák fer fram í Laugardalshöllinni og stendur til 22. nóvember. Heimsmeistarinn í skák, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, fer fyrir landsliði Norðmanna. Magnað er einnig, að sögn Hrafns Jökuls- sonar upplýsingafulltrúa, að Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, skuli tefla á mótinu í íslensku gullaldarliði. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, hefur unnið þrotlaust að þessum stórviðburði í mörg ár, segir Hrafn. Auk Carlsen heimsmeistara og Mariya Muzychuk, heimsmeistara kvenna, keppa margar stórstjörnur skáklistarinnar á mótinu og má þar nefna Anish Giri, Levon Aronian, Alexander Grischuk, Vassily Ivanchuk, Peter Svidler, Alexei Shirov, Nigel Short, Ivan Sokolov og Luke McShane. Íslendingar mega tefla fram tveimur liðum í opnum flokki og er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Ís- lands, í „gullaldarliðinu“ ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Pét- urssyni. Hin íslenska sveitin er skipuð Hannesi Hlífari Stefánssyni, Héðni Steingrímssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Henrik Danielsen og Guðmundi Kjartanssyni. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki og 30 í kvennaflokki, og er helm- ingur af tuttugu stigahæstu skákmönnum heims skráður til leiks. Af 178 keppendum í opnum flokki eru 133 stórmeistarar, og í kvennaflokki eru 13 stórmeistarar meðal 146 keppenda. Á Evrópumótinu eru tefldar 9 umferðir og er hvert lið skipað fjórum liðsmönnum, auk varamanns. Rússar mæta með sterkustu sveitina á pappírnum, en meðal- stig liðsmanna eru 2743. Næstir koma grannar þeirra í Úkraínu (2725) og Aserbaídsjan (2707). Íslenska sveitin er í 24. sæti af 36 á stigalistanum með 2557 meðalstig og gullaldarliðið hefur 2525. Evrópumót landsliða var fyrst haldið í Vínarborg árið 1957 og fer nú fram í 20. skipti. Sovétmenn urðu Evrópumeistarar 9 skipti í röð og Rússar hafa unnið titilinn þrisvar. Rússnesku stórstjörnunum hefur þó mistekist að sigra á EM á síðustu þremur mótum, að sögn Hrafns, en Aserar eru ríkjandi Evrópumeistarar, sigruðu í Varsjá 2013. Í kvennaflokki eru sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu langstigahæstar. Úkraína sigraði á Evrópu- mótinu fyrir 2 árum, en áður höfðu rússnesku stúlk- urnar sigrað þrjú ár í röð. Heimsmeistari kvenna, Mar- iya Muzychuk, teflir með úkraínska liðinu, og munu, að sögn Hrafns, langflestar af sterkustu skákmönnum heims leika listir sínar í Laugardalshöllinni. Íslenska kvennaliðið er númer 29 af 30 í styrk- leikaröð EM kvenna. Lenka Ptacnikova fer fyrir ís- lensku sveitinni sem jafnframt er skipuð Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur. Jónas Haraldsson jonas@fréttatiminn.is  Viðskipti 59% Meiri rekstrarhagnaður Besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi Rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar fyrir fjár- magnskostnað var 59% meiri árið 2014 en árið áður, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. EBITDA (afkoma áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna, vaxtatekna, skatt- greiðslna og afskrifta) var 1.642 milljónir króna en var 1.204 millj- ónir árið 2013. Velta á rekstrar- árinu, sem lauk 28.2. 2015, var 19,6 milljarðar króna og jókst um 6,5% milli ára, að því er fram kemur í til- kynningu. „Þetta er besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi og við erum afskaplega stolt af þessum frábæra árangri,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar- innar. Launagreiðslur til starfsmanna námu 2,5 milljörðum króna en alls störfuðu 334 starfsmenn hjá fyrir- tækinu og fjölgaði störfum um 14. Hagnaður fyrirtækisins fyrir tekju- skatt reyndist 600 milljónir króna. Tekjuskattur var tæpar 400 millj- ónir króna en hann var að mestu tilkominn vegna ákvörðunar ríkis- skattstjóra um öfuga samruna. Heildareignir Ölgerðarinnar voru 13 milljarðar króna og vaxtaber- andi langtímaskuldir 7,4 milljarðar.  eVrópuMót skáksVeitir frá 35 lönduM keppa hér Stærsti skákviðburður á Íslandi síðan 1972 Magnús Carlsen heimsmeistari leiðir lið Norðmanna og heimsmeistari kvenna er í sveit Úkraínu. Friðrik Ólafsson er í gullaldarliði Íslendinga sem senda tvær sveitir. Magnús Carlsen heims- meistari leiðir lið Norð- manna. Friðrik Ólafsson er í „gullaldarliði“ Íslendinga ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturs- syni. Hér stendur Friðrik hjá Hannesi Hlífari Stefánssyni sem teflir í hinni íslensku sveitinni. Mariya Muzychuk, heims- meistari kvenna, teflir með úkraínska liðinu. Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur www.cargobilar.is 8 fréttir Helgin 13.-15. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.