Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 8

Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 8
Andri Þór Guðmundsson. M esta skákveisla ársins í heiminum hefst í Reykjavík í dag, föstudag, og stærsti skák-viðburður á Íslandi síðan 1972 er Fischer og Spassky mættust í heimsmeistaraeinvíginu fræga. Evr- ópumót landsliða í skák fer fram í Laugardalshöllinni og stendur til 22. nóvember. Heimsmeistarinn í skák, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, fer fyrir landsliði Norðmanna. Magnað er einnig, að sögn Hrafns Jökuls- sonar upplýsingafulltrúa, að Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, skuli tefla á mótinu í íslensku gullaldarliði. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, hefur unnið þrotlaust að þessum stórviðburði í mörg ár, segir Hrafn. Auk Carlsen heimsmeistara og Mariya Muzychuk, heimsmeistara kvenna, keppa margar stórstjörnur skáklistarinnar á mótinu og má þar nefna Anish Giri, Levon Aronian, Alexander Grischuk, Vassily Ivanchuk, Peter Svidler, Alexei Shirov, Nigel Short, Ivan Sokolov og Luke McShane. Íslendingar mega tefla fram tveimur liðum í opnum flokki og er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Ís- lands, í „gullaldarliðinu“ ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Pét- urssyni. Hin íslenska sveitin er skipuð Hannesi Hlífari Stefánssyni, Héðni Steingrímssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Henrik Danielsen og Guðmundi Kjartanssyni. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki og 30 í kvennaflokki, og er helm- ingur af tuttugu stigahæstu skákmönnum heims skráður til leiks. Af 178 keppendum í opnum flokki eru 133 stórmeistarar, og í kvennaflokki eru 13 stórmeistarar meðal 146 keppenda. Á Evrópumótinu eru tefldar 9 umferðir og er hvert lið skipað fjórum liðsmönnum, auk varamanns. Rússar mæta með sterkustu sveitina á pappírnum, en meðal- stig liðsmanna eru 2743. Næstir koma grannar þeirra í Úkraínu (2725) og Aserbaídsjan (2707). Íslenska sveitin er í 24. sæti af 36 á stigalistanum með 2557 meðalstig og gullaldarliðið hefur 2525. Evrópumót landsliða var fyrst haldið í Vínarborg árið 1957 og fer nú fram í 20. skipti. Sovétmenn urðu Evrópumeistarar 9 skipti í röð og Rússar hafa unnið titilinn þrisvar. Rússnesku stórstjörnunum hefur þó mistekist að sigra á EM á síðustu þremur mótum, að sögn Hrafns, en Aserar eru ríkjandi Evrópumeistarar, sigruðu í Varsjá 2013. Í kvennaflokki eru sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu langstigahæstar. Úkraína sigraði á Evrópu- mótinu fyrir 2 árum, en áður höfðu rússnesku stúlk- urnar sigrað þrjú ár í röð. Heimsmeistari kvenna, Mar- iya Muzychuk, teflir með úkraínska liðinu, og munu, að sögn Hrafns, langflestar af sterkustu skákmönnum heims leika listir sínar í Laugardalshöllinni. Íslenska kvennaliðið er númer 29 af 30 í styrk- leikaröð EM kvenna. Lenka Ptacnikova fer fyrir ís- lensku sveitinni sem jafnframt er skipuð Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur. Jónas Haraldsson jonas@fréttatiminn.is  Viðskipti 59% Meiri rekstrarhagnaður Besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi Rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar fyrir fjár- magnskostnað var 59% meiri árið 2014 en árið áður, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. EBITDA (afkoma áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna, vaxtatekna, skatt- greiðslna og afskrifta) var 1.642 milljónir króna en var 1.204 millj- ónir árið 2013. Velta á rekstrar- árinu, sem lauk 28.2. 2015, var 19,6 milljarðar króna og jókst um 6,5% milli ára, að því er fram kemur í til- kynningu. „Þetta er besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi og við erum afskaplega stolt af þessum frábæra árangri,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar- innar. Launagreiðslur til starfsmanna námu 2,5 milljörðum króna en alls störfuðu 334 starfsmenn hjá fyrir- tækinu og fjölgaði störfum um 14. Hagnaður fyrirtækisins fyrir tekju- skatt reyndist 600 milljónir króna. Tekjuskattur var tæpar 400 millj- ónir króna en hann var að mestu tilkominn vegna ákvörðunar ríkis- skattstjóra um öfuga samruna. Heildareignir Ölgerðarinnar voru 13 milljarðar króna og vaxtaber- andi langtímaskuldir 7,4 milljarðar.  eVrópuMót skáksVeitir frá 35 lönduM keppa hér Stærsti skákviðburður á Íslandi síðan 1972 Magnús Carlsen heimsmeistari leiðir lið Norðmanna og heimsmeistari kvenna er í sveit Úkraínu. Friðrik Ólafsson er í gullaldarliði Íslendinga sem senda tvær sveitir. Magnús Carlsen heims- meistari leiðir lið Norð- manna. Friðrik Ólafsson er í „gullaldarliði“ Íslendinga ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturs- syni. Hér stendur Friðrik hjá Hannesi Hlífari Stefánssyni sem teflir í hinni íslensku sveitinni. Mariya Muzychuk, heims- meistari kvenna, teflir með úkraínska liðinu. Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur www.cargobilar.is 8 fréttir Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.