Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 7
59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
lágur hryggur þvert á meginál
fjarðarins, allt að framangreindum
farvegi. Við álítum þennan hrygg
vera gamla eyri, sem þarna hafi
myndast við lægra sjávarmál. Þessi
eyri hefur þrengt fjörðinn verulega,
snemma á nútíma, enda sambærileg
við Hvalfjarðareyri að stærð eins og
kortið (2. mynd) ber með sér.
Mannvirki á hafsbotni
Hin nýja botnmynd sjómælinga-
sviðs Landhelgisgæslunnar sýnir
ýmislegt fleira en sjávardýpi og jarð-
fræðileg fyrirbæri í Hvalfirði utan-
verðum. Til dæmis má sjá á botn-
inum nokkur mannvirki. Áberandi
eru t.d. nokkrar malarnámur, sem
dæluskip Björgunar ehf. hafa nýtt
á undanförnum árum. Á svæðinu
milli Brekkuboða og Hnausaskers
getur t.d. að líta holu í botninum
við suðurmörk mælingasvæðisins.
Þetta er svonefnd Brekkuboðanáma,
en þar hefur verið tekið efni til
fyllinga í Reykjavík. Á svæðinu
innan við Laufagrunn má síðan sjá,
við suðurmörk mælingasvæðisins,
ysta hluta Kiðafellsnámu, en þaðan
hefur verið tekið geysimikið efni til
framkvæmda í Reykjavík og víðar.
Hryggurinn sem liggur til norðurs
frá Kiðafellsnámu, og rætt er um
hér að framan, er orðinn ósléttur
enda hefur verið tekin úr honum
möl.
Í suðausturstefnu frá bryggjunni
á Grundartanga liggja tveir skurðir
í botninn. Innan og utan við þessar
línur sjást raðir af holum (6. mynd).
Þetta kunna að vera ummerki eftir
kafbátagirðingu, sem sett var upp
í síðari heimsstyrjöld til að verja
herskip bandamanna fyrir árásum.
Mynd af þessari kafbátagirðingu er
í bók Þórs Whitehead, Ísland í hers
höndum.9 Að stríði loknu olli þessi
girðing, eða leifar hennar, tjóni á
veiðarfærum íslenskra fiskimanna,
eins og sjá má til dæmis í álitsgerð
F.F.S.Í. til Sjávarútvegsnefndar sem
birtist í Sjómannablaðinu Víkingi
1948.10
Náma
í malarhjalla
Mislægi Farvegur
Malarhjalli
Berggrunnur
Berggrunnur
Farvegur Mislægi
a
b
c
Hafsbotn
0
40
80
m
0
50
100
m
0
40
80
m
2 km 1
1 2 3 4 km 0
0
0 1 2 3 km
N S
5. mynd. Valin endurvarpssnið yfir Hval-
fjörð sem sýna helstu jarðmyndanir. Á
sniðunum er horft inn fjörðinn og norður
er til vinstri. Berggrunnur (klöpp) er tákn-
aður með grænum lit og hafsbotn með
svörtum lit. Ofarlega í setlögunum er mis-
lægi, þ.e. flötur sem aðskilur setlög með
mismunandi halla. Mislægið er táknað með
rauðum lit og er það talið vera rofflötur frá
upphafi nútíma. Yfirhækkun á sniðunum
er níföld. Staðsetning sniðanna er sýnd á 2.
mynd. Snið b er nálægt legu Hvalfjarðar-
ganga. Á sunnanverðu sniði c getur að líta
skálaga malarhjalla, sem nýttur hefur verið
sem malarnáma.
44
68 34
36
44
34
7 3
125
07
8
35
35
33
32 31
33
305
27
25
32
27
31
37
32
305
31
32
43
36
38
36
33
6. mynd. Skurðir í botni sunnan Grundartangahafnar, líklega ummerki kafbátagirðingar
frá árum seinni heimstyrjaldar.
81_2#profork070711.indd 59 7/8/11 7:41:15 AM