Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 10
Náttúrufræðingurinn 62 ökutækja hafi jafnt og þétt verið gengið á þessa auðlind.3,4 Fjölmargar skilgreiningar eru til á hugtakinu víðerni. Flestar þeirra leggja áherslu á náttúrlegt ástand umhverfisins og vöntun mann- gerðra þátta. Útbreiddust er líklega skilgreining bandarísku víðernislög- gjafarinnar (e. The Wilderness Act) frá árinu 1964 þar sem víðerni eru skilgreind sem „svæði þar sem land og vistkerfi þess fær að dafna í friði fyrir mannlegum athöfnum, þar sem maðurinn kemur aðeins sem gestur“.5 Mörkin á milli byggðra og óbyggðra svæða hafa á hinn bóginn orðið stöðugt óskýrari. Við mat og kortlagningu víðerna á svæðum þar sem nánast hver fermetri hefur verið nýttur um árþúsundaskeið hafa skilgreiningar á víðernum verið útfærðar með tilliti til upplifunar og viðhorfa fólks.6–12 Samt sem áður eru enn flestar alþjóðlegar löggjafir er lúta að víðernum í takt við skil- greiningu þeirrar bandarísku. Svo er einnig um íslensku löggjöfina, en samkvæmt lögum nr. 44 frá árinu 1999 um náttúruvernd13 er ósnortið víðerni skilgreint sem landsvæði: • þar sem ekki gætir beinna um- merkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags vegna mannlegra umsvifa, • sem er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tækni- legum ummerkjum s.s. raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum, • sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án trufl- unar af mannvirkjum eða umferðar vélknúinna farartækja. Þessi skilgreining byggist á vinnu starfshóps sem skipaður var af umhverfisráðherra árið 1997 í kjöl- far ályktunar Alþingis um mörkun stefnu er varðar varðveislu ósnort- inna víðerna.14,15 Frá því að starfs- hópur ráðherra lauk störfum árið 1998 hefur engin frekari vinna verið unnin hvað varðar mat eða grein- ingu á ástandi íslenskra víðerna. Í kjölfar setningar laga nr. 44/1999 gerði Umhverfisstofnun kort sem sýnir ósnortin víðerni Íslands, byggt á ofangreindri skilgreiningu og bestu fáanlegu gagnagrunnum sem stofnunin hafði aðgang að á þeim tíma (2. mynd A). Á kort- inu er hins vegar einungis reiknað fimm kílómetra svæði umhverfis helstu þjóðvegi landsins. Ekkert tillit er tekið til byggðar eða annarra mannvirkja, samanber skilgreiningu náttúruverndarlaga. Víðerniskort Umhverfisstofnunar var endur- útgefið árið 2009 og uppfært með tilliti til bættra gagna um vegakerfi landsins og breytinga á friðlýstum svæðum (2. mynd B). Þekking á umfangi og gæðum íslenskra víðerna er grundvallar- atriði fyrir sjálfbæra nýtingu auð- lindarinnar. Þetta á ekki síst við hvað varðar skipulag sjálfbærrar ferðamennsku á hálendinu. Unnt er að meta gæði víðerna á mis- munandi vegu. Algengast er að stuðst sé við fjarlægðargreiningu (e. proximity analysis) sem er í samræmi við hinar hefðbundnu skilgreiningar. Sú fjarlægðargrein- ing sem mest hefur verið stuðst við var upphaflega þróuð í Ástralíu á níunda áratug síðustu aldar6 og leggur áherslu á að meta eftirfar- andi fjóra þætti: a) b) 2. mynd. a) Kortlagning Umhverfisstofnunar af íslenskum víðernum. – The Environmental Agency mapping of Icelandic wilderness areas (light green) together with protected areas (dark green). Kort/Map: Umhverfisstofnun (óbirt). b) Kortlagning Umhverfis-stofnunar af íslenskum víðernum – endurskoðuð útgáfa 2009. – The Environmental Agency mapping of Icelandic wilderness areas (light pink) together with protected areas (red). Revised edition. Kort/Map: Umhverfisstofnun, 2009. 81_2#profork070711.indd 62 7/8/11 7:41:20 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.