Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 11
63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
• fjarlægð frá aðkomuleiðum
vélknúinna tækja (e. remoteness from
mechanized access)
• fjarlægð frá byggð (e. remoteness
from population)
• sýnilegt náttúrlegt ástand (e.
apparent naturalness)
• náttúrlegt ástand vistkerfa (e.
biophysical naturalness)
Fjarlægð frá aðkomuleiðum vélknú-
inna tækja metur hversu afskekkt
svæði er með tilliti til aðgengis og
fjarlægð frá byggð hversu afskekkt
svæði er með tilliti til fastrar búsetu.
Með sýnilegu náttúrlegu ástandi er
átt við að hve miklu leyti landslag
er laust við mannvirki nútímasam-
félags, sbr. háspennulínur, símalínur,
hitaveiturör, orkuver, stíflumann-
virki, hafnarmannvirki, fjarskipta-
mannvirki o.s.frv. Fjórði þátturinn,
náttúrlegt ástand vistkerfa, metur
meðal annars röskun og breytingu
vistkerfa vegna álags mannsins
og krefst öllu meiri og flóknari
rannsókna en hinar þrjár. Rannveig
Ólafsdóttir og Micael Runnström16
notuðu fjarlægðargreiningu og land-
fræðileg upplýsingakerfi (LUK) til
að meta og kortleggja íslensk víð-
erni og studdust í rannsókn sinni
við fyrstu þrjá ofangreinda þætti.
Mismunandi fjarlægð var reiknuð
út eftir flokkun á vægi breytna.
Niðurstöður þeirra gefa til kynna
að víðerni þeki í dag tæp 34% af
heildarflatarmáli landsins, þar af er
stór hluti jöklar (3. mynd).
Hversu rétta mynd gefa slíkir
útreikningar af upplifun fólks á víð-
ernum? Líklegt er að margt fleira en
fjarlægð frá manngerðum þáttum
hafi veruleg áhrif á víðernisupp-
lifun hvers og eins. Til að mynda
berst hljóð vegna umferðarþunga
langar leiðir, en margir þættir hafa
áhrif á dreifingu hljóðsins. Þar sem
ekkert skyggir á og skyggni er gott,
eins og algengt er hér á landi, getur
mannvirki sést langt að, jafnvel
tugi kílómetra. Landslag hlýtur
því að vera stór áhrifavaldur í
upplifun fólks á víðernum, sér-
staklega á mishæðóttu landi eins og
Íslandi. Vegur eða háspennumastur
sem ekki er í sjónlínu hefur til að
mynda ekki bein áhrif á upplifun
áhorfandans, jafnvel þótt fjarlægðin
sé lítil. Þannig er landslag líklega
áhrifameiri breyta í mati og grein-
ingu víðerna en einföld fjarlægð frá
mannvirkjum.
Í þessari grein eru kynntar niður-
stöður af greiningu og kortlagningu
íslenskra víðerna þar sem stuðst er
við svokallaða útsýnisgreiningu (e.
viewshed analysis). Markmið með
kortlagningunni var að meta hversu
stór hluti landsins er laus við sjón-
ræn áhrif mannvirkja og ennfremur
að nýta niðurstöður kortlagningar-
innar til að meta hversu stór hluti
friðlýstra svæða hér á landi er laus
við slík áhrif.
3. mynd. Íslensk víðerni samkvæmt niðurstöðum fjarlægðargreiningar. Kortið sýnir svæði sem eru stærri en 25 km2, 50 km2 og 100 km2,
en samkvæmt skilgreiningu náttúruverndarlaga (nr. 44/1999, 3. gr.) þarf svæði að vera minnst 25 km2 að stærð til að flokkast sem
víðerni. – Icelandic wilderness based on proximity analysis. The map represents areas larger than 25 km2, 50 km2 og 100 km2.
(According to law on nature conservation, no. 44/1999, §3, an area must be at least 25 km2 to be defined as wilderness.) Kort/Map:
Rannveig Ólafsdóttir og Micael Runnström, 2011.
2
2
2
81_2#profork070711.indd 63 7/8/11 7:41:20 AM