Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 12
Náttúrufræðingurinn 64 Útsýnisgreining Útsýnisgreining byggist á því að meta útsýni eða sjónlínu frá ákveðnum punkti. Þessi aðferð hefur verið töluvert nýtt til að meta stað- setningu einstakra mannvirkja, en ekki er vitað til þess að útsýnisgrein- ing hafi verið notuð til að meta víðerni fyrir heilt land eins og hér er gert. Útreikningar byggjast á notkun stafræns hæðarlíkans þar sem hver myndeining táknar ákveðna hæð. Upplausn myndeininganna segir til um nákvæmni líkansins. Í þessari rannsókn var stuðst við hæðarlíkan með 93x93 m upplausn, sem var talin viðunandi þegar útreikningar eru gerðir fyrir allt landið í heild. Útsýni er reiknað með því að mæla hornið sem myndast á milli mismunandi gilda myndeininganna, hér hæð yfir sjávarmáli, og línunnar frá auga áhorfandans. Sjónlína er þannig reiknuð út með því að bera saman lóðrétta hornið sem myndast á milli hæðargildis myndeiningarinnar þar sem áhorfandinn stendur og hæðar- gildis allra myndeininganna sem falla innan sjónlínunnar. Augnhæð áhorfanda, sem og hæð mannvirkis, er bætt inn í útreikningana. Hornið er mælt fyrir hverja myndeiningu á sjónlínunni. Svo lengi sem hornið stækkar er myndeining sýnileg, en ef hornið minnkar skráist mynd- einingin sem ekki sýnileg (4. mynd). Sjónlínan er reiknuð í allar áttir frá hverri myndeiningu, en líkanið samanstendur af 6539x4936 mynd- einingum. Á þennan hátt er unnt að nýta útsýnisgreiningu sem aðferð til að meta hvar mannvirki eru sýnileg í íslenskri náttúru með tilliti til landslags. Útsýni er hins vegar háð fleiri þáttum en sjónlínu, til dæmis veðurfari og hámarkslengd sjónlín- unnar. Hámarkssjónlína takmarkast af lögun jarðar og því er unnt að ákvarða hámarkssjónlínu (d) með því að nýta reglu Pýþagórasar, sem sýnir að sjóndeildarhringur manns sem stendur á flatlendi með augn- hæð 1,8 m er 4,8 km, þ.e.: � d = 2Rh + 2h þar sem R stendur fyrir radíus jarðar (6.371.000 m) og h fyrir augnhæð áhorfandans. Ef sami maður stendur hins vegar uppi á hæð, lengist sjónlínan að sjóndeild- arhringnum. Sama á við þegar mannvirki er mjög stórt – þá sést það lengra að. Hér er miðað við 10 km hámarkssjónlínu nema umhverfis þéttbýli; þar er miðað við 25 km sjónlínu þar sem háar byggingar í þéttbýli eru sýnilegar úr meiri fjarlægð. Stafræn gögn (bæði rasta- og vektorgögn) eru fengin úr IS50V 2.3 gagnagrunn- inum frá Landmælingum Íslands. Töluvert af nýjum háspennulínum vantar í gagnagrunninn og eru þær því ekki með í greiningunni. Stafræn vektorgögn um friðlýst svæði eru fengin af heimasíðu Umhverfisstofnunar (http://ust.is/ Natturuvernd/landupplysingar/). Gögnin eru unnin í keiluvörpun Lamberts og hnattstöðuviðmiðun ISN93. Flokkun gagna, greiningar og útreikningar fóru fram í land- fræðilegum upplýsingakerfum 4. mynd. Áhrif landslags á sjónlínu. Tölurnar standa fyrir hæðargildi, en hver myndeining í hæðarlíkninu fær eitt gildi byggt á meðaltali hæðar þess svæðis sem myndeiningin nær yfir. Útreikningar útsýnisgreiningarinnar byggjast á því að bera saman lóðrétta hornið á milli myndeininganna. – Topographical impact on the line of sight. The numbers repre- sent elevation value in each grid cell in the digital elevation model (DEM). The viewshed analysis compares vertical angles calculated from the DEM to code whether a grid cell is in sight or not. Teikn./Drawing: Rannveig Ólafsdóttir og Micael Runnström. 5. mynd. Horft yfir Múlajökul frá Arnarfelli hinu mikla. – A view over Múlajökull glacier and Þjórsárver seen from Arnarfell. Ljósm./Photo: Rannveig Ólafsdóttir. 81_2#profork070711.indd 64 7/8/11 7:41:23 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.