Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 15
67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
landsins og byggja skipulag og
stjórnunaraðgerðir á áreiðanlegum
rannsóknum og gögnum.
Í stefnumörkun stjórnvalda um
sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi
frá árinu 2002 og endurskoðun
hennar frá árinu 2010 21,22 er lögð
áhersla á að tryggja að stór sam-
felld víðerni verði áfram að finna í
óbyggðum Íslands. Þar er jafnframt
lögð áhersla á að mannvirki verði
byggð utan skilgreindra víðerna þar
sem slíkt er mögulegt, en að öðru
leyti verði þess gætt að þau valdi
sem minnstu raski og sjónmengun.
Þrátt fyrir skýr markmið og yfirlýsta
stefnu stjórnvalda að því er varðar
verndun víðerna, er ljóst að stöðugt
er verið að ganga á íslensk víðerni
og það án þess að nokkur gagn-
rýnin umræða eigi sér stað. Skýra
stefnumörkun vantar síðan alveg
hvað varðar ferðamennsku tengda
náttúruvernd. Friðlýsing lands er
vottun um fágæta og/eða sérstaka
náttúru. Friðlýst svæði vekja á þann
hátt bæði forvitni og eftirspurn
meðal ferðamanna. Ferðaþjónustan
svarar slíkri eftirspurn með auk-
inni uppbyggingu innviða, þjón-
ustu og afþreyingu sem styrkir
efnahagslega sjálfbærni svæða. Án
skýrrar stefnumörkunar um nýt-
ingu náttúruverndarsvæða, hvað
varðar útivist og ferðamennsku, er
hins vegar hætta á að þessi svæði
glati bæði upprunalegu aðdráttar-
afli sínu og því verðmæti sem verið
er að vernda.
Af framangreindu er ljóst að und-
anfarna áratugi hefur verið gengið
hratt á víðernisauðlind landsins.
Niðurstöður þessarar rannsóknar
sýna að einungis um 30% landsins
eru laus við sjónræn áhrif mann-
virkja. Þetta hlutfall myndi lækka
töluvert ef nýting lands væri hér
tekin með í útreikningana, en nýt-
ing eins og t.d. beit hefur í tímans
rás sett sitt mark á íslensk víðerni og
þannig breytt ásýnd landsins. Þetta
hlutfall myndi skerðast enn frekar
ef álag vegna útivistar og ferða-
mennsku, svo sem af utanvegaakstri
og umferð vélknúinna ökutækja á
jöklum landsins, væri tekið með.
Samkvæmt náttúruverndarlögum
(44/1999, 17. gr.) er heimilt að aka
vélknúnum ökutækjum „á jöklum,
svo og á snjó utan vega utan þétt-
býlis svo fremi sem jörð er snævi
þakin og frosin“. Umliðna áratugi
hefur umferð á jöklum landsins
aukist ár frá ári og vekur það
spurningar á borð við þá hvort rétt
sé að flokka jökla sem víðerni.
Umfangsmiklar breytingar eins
og þær sem orðið hafa á ástandi
íslenskra víðerna krefjast heildræns
skipulags á nýtingu víðernis-
auðlindarinnar. Slíkt skipulag
þarf að byggjast á skilningi og
þekkingu á auðlindinni sem og á
viðhorfum ólíkra hagsmunaaðila.
Greining lands, eins og hér hefur
verið lýst, er ein leið til að auka bæði
skilning og þekkingu á íslenskum
víðernum. Ósnortin víðerni sem
glatast eru auðlindir sem ekki verða
endurheimtar. Íslensk víðátta er
ekki endalaus. Þessar staðreyndir
endurspeglast skýrt í ritstjórnarpistli
John F. Potter23, fyrrverandi rit-
stjóra tímaritsins Environmentalists,
frá árinu 1999, þar sem hann rekur
þróun ferðamennsku á Íslandi og
segir á einum stað:
… The [Icelandic] landscape is no
longer that of the Iceland of yester-year,
and I find the country far less attractive
and appealing. … and will probably
never return to the country I once found
so environmentally rewarding.
Summary
Vast wilderness? Assessing and
mapping Icelandic wilderness
Spectacular nature and pristine wilder-
ness are important attraction factors for
tourists visiting Iceland, and as such
the backbone of the Icelandic tourism
industry, the country’s third largest in-
dustry. During the past decades the
highlands have, however, witnessed a
rapid expansion in natural resource ex-
ploitation that has resulted in gradual
decrease of the Icelandic wilderness.
Knowledge of the quantity and quality
of Icelandic wilderness is crucial for
10. mynd. Oddkelsver í Þjórsárverum. Kerlingarfjöll í baksýn. – From Oddkelsver. Kerlingarfjöll are seen in the back. Ljósm./Photo:
Rannveig Ólafsdóttir.
81_2#profork070711.indd 67 7/8/11 7:41:28 AM