Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 18
Náttúrufræðingurinn 70 Líffræðileg fjölbreytni Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem tók gildi árið 1992, fjallar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbæra nýtingu lífríkis.41 Samningurinn gerir ráð fyrir að maðurinn sé hluti af náttúrunni og nýti hana, en honum sé jafnframt skylt að huga að áhrifum nýtingarinnar á vistkerfin. Víða hefur verið bent á mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytni í náttúrunni, m.a. til að tryggja viðgang náttúrulegra ferla, vegna óþekktra verðmætra erfðaauðlinda og náttúruverndar42 (1. mynd). Hugtakið líffræðileg fjölbreytni skírskotar til fjölbreytileika alls lífs og nær yfir marga þætti þess, svo sem fjölbreytni gena, tegunda, vistkerfa og landslagsheilda en einnig samspil þessara þátta.43,44 Ekki hefur reynst raunhæft að meta líffræðilega fjölbreytni út frá öllum þessum þáttum í senn. Því hefur mat á líffræðilegri fjölbreytni, eins og hún er skilgreind í samningnum, nánast aldrei farið fram. Oftar en ekki hefur verið litið til fjölda tegunda (tegundaauðgi) á viðkomandi svæði til að meta líffræðilega fjölbreytni þess.45 Gallinn við þetta viðmið er hættan á að tegundasnauð svæði verði út undan í náttúruvernd og sú staðreynd að tegundaauðgi endurspeglar ekki endilega hlutfallslega samsetningu tegunda eða fjölbreytileika ferla. Mikil vinna getur falist í því að afla gagna um allar tegundir á tilteknu svæði og því hafa menn gjarnan notað vísi- breytur sem mælikvarða á tegundaauðgi og þar af leiðandi einnig á líffræðilega fjölbreytni. Í þeim tilvikum hafa menn t.d. notað fjölbreytni ákveðinna lífveruhópa, fjölda ákveðinna lykiltegunda eða fjölda gróðursamfélaga og búsvæða.46 Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að vanda þarf val lífveruhópa sem nota á sem vísibreytur þar sem niðurstöður eru breytilegar eftir hópum. Ekki er heldur gefið að sömu vísibreytur nýtist á ólíkum svæðum. Sem fyrr segir er líffræðileg fjölbreytni oft metin út frá tegundaauðgi og henni hefur verið skipt í þrjár gerðir eftir því hvaða kvarði er notaður.47 Alfa-fjölbreytni er tegundaauðgi innan afmarkaðs svæðis í rúmi eða samfélags, t.d. innan ákveðinnar skógargerðar. Segja má að flestir tengi mat á líffræðilegri fjölbreytni þessari túlkun, þ.e. þeirri tegundaauðgi sem viðkomandi skynjar innan svæðis. Beta-fjölbreytni metur tegundaauðgi milli svæða eða samfélaga, oft eftir ákveðnum fallanda, t.d. breytingu á tegundaauðgi á mismunandi stigum framvindu eða eftir fallanda í ólífrænum þáttum, svo sem halla eða raka í jarðvegi. Beta-fjölbreytni byggist þannig á breytileika alfa-fjölbreytninnar eftir viðkomandi fallanda. Gamma-fjölbreytni vísar til heildar-tegundaauðgi á stærri kvarða þar sem bornar eru saman t.d. landslagsheildir, sem eru þá mósaík mismunandi gróðurlenda og framvindustiga. Þetta eru yfirleitt stór samfelld svæði, svo sem heil fjöll eða sveitarfélög eða svæði þar sem loftslag er ólíkt. Gamma-fjölbreytni byggist bæði á alfa- og beta- fjölbreytni. 1. mynd. Í vistkerfum skiptast lífverur í mismunandi fæðuþrep þar sem orka og efni flæða á milli. Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða þessarar virkni, þar sem tegundir framleiða líf- massa, neyta hans og brjóta niður. Í SKÓGVIST voru valdir lífveruhópar úr mismunandi fæðuþrepum til þess að meta áhrif skógræktar á tegundaauðgi. – Biodiversity is essential for ecosystem function. Species produce biomass, consume and decompose it; hence energy and material flow between layers. In the present project, groups from different tropic layers were studied to evaluate the effect of afforestation on species richness. framvindu í kjölfar lúpínusáninga á uppgræðslusvæðum víða um land sýndi jafnframt að tegundaauðgi háplantna var að jafnaði mest á rýru mólendi en minnkaði síðan bæði eftir því sem gróðurlendi urðu rýrari og frjósamari.18 Færri rannsóknir hafa verið gerðar á öðrum lífveruhópum en rannsóknir á vistgerðum sýndu Algengast er að mólendi sé valið til skógræktar hér á landi og er það um 53% alls skógræktar- lands.14 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að mólendi er einna tegundaríkast íslenskra gróðurlenda af háplöntum og lágplöntum.15,16 Á láglendi hefur mólendi verið skipt upp í ríkt og rýrt mólendi.17 Rannsókn á gróður- (Picea sitchensis) og stafafura (Pinus contorta), en þessar þrjár tegundir eru um helmingur skógarplantna sem gróðursettar eru árlega. Ýmsum öðrum tegundum er plantað. Næst á eftir fyrrnefndum tegundum koma alaskaösp (Populus trichocarpa) og blágreni (Picea engelmannii), en í mun minna mæli. 81_2#profork070711.indd 70 7/8/11 7:41:29 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.