Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 22
Náttúrufræðingurinn
74
Niðurstöður og umræða
Landshlutar og vistkerfi
Í rannsókninni kom hvorki fram
marktækur munur á tegundaauðgi
eftir landshlutum né vistkerfum (2.
tafla). Einungis um 19% breytileik-
ans í tegundaauðgi voru útskýrð
með muni á milli landshluta og
21% mátti rekja til vistkerfa, þ.e.
mólendis og mismunandi skógar-
gerða, óháð aldri þeirra. Þessar
niðurstöður fyrir mismunandi
vistkerfi voru sambærilegar þeim
er fengust í rannsókn Corney og
félaga (2006)67, sem sýndi að tengsl
ákveðinna trjátegunda og gróður-
fars á skógarbotni í Bretlandi væru
fremur veik miðað við ýmsa aðra
umhverfisþætti.
Einungis hluti vistkerfa (mólendi
og birkiskógar) var rannsakaður í
báðum landshlutum en barrskógar-
gerðirnar þrjár voru eingöngu í
öðrum af tveimur landshlutunum.
Einnig var aldur ólíkra skógargerða
ekki alltaf sá sami. Þennan veikleika
í uppsetningu verkefnisins þarf að
hafa í huga þegar tölfræðilegar
niðurstöður þess eru skoðaðar. Til
5. mynd. Hluti mæliteiga sem rannsakaðir voru í verkefninu og voru á mismunandi aldri. Merkingar á mynd vísa í mæliteiga, sbr. 1. töflu.
– Examples of study stands, see Table 1. Ljósm./Photos: Ásrún Elmarsdóttir & Borgþór Magnússon.
MA
G4G3G1
L5L4L1
BA1 BA2
F1 F2 F3
81_2#profork070711.indd 74 7/8/11 7:41:42 AM