Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 23
75 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags að kanna hvort þetta ójafnvægi hefði mikil áhrif var gerð þríþátta fervikagreining sem tók tillit til allra þáttanna samtímis. Þá lækkaði skýringarhlutfall landshluta niður í 4% og vistkerfis niður í 0% (2. tafla; F-gildi). Þetta sýnir í raun takmark- anir í uppsetningu verkefnisins til að meta mun á milli landshluta eða vistkerfis án þess að taka tillit til aldurs. Þessar niðurstöður staðfesta jafnframt að áhrif landshluta og vistkerfis á tegundaauðgi eru lítil. Það kom talsvert á óvart að ekki reyndist vera marktækur munur á tegundaauðgi skóglauss mólendis í samanburði við gróðursetta barr- skóga og sjálfsána birkiskóga eða á milli náttúrulegra birkiskóga og manngerðra barrskóga. Almennt er talið að tegundaauðgi minnki í manngerðum vistkerfum, eins og ræktaðir skógar með innfluttum trjátegundum eru.68,69 Þetta er þó alls ekki einhlítt, svo sem komið hefur fram í rannsóknum á einstökum lífveruhópum, t.d. í Svíþjóð70 og á Bretlandseyjum.71,72 Í samantektar- grein sinni bendir Hartley (2002)73 á að gróðursettir skógar séu líklegri til að auka tegundaauðgi á svæðum þar sem mikil jarðvegs- og skógar- eyðing hefur átt sér stað. Leiða má líkur að því að sú sé hugsanlega ástæðan fyrir niðurstöðunum sem fengust í þessu rannsóknaverkefni. Framvinda og tegundaauðgi Teigunum var skipt í fjögur fram- vindustig óháð landshluta og vist- kerfi: 1) mólendi, 2) ungir skógar, 3) myrkvaskeið (ógrisjaðir barrskógar) og 4) eldri skógar (eldri birkiskógar og grisjaðir barrskógar) (6. mynd). Sjá má nánari umfjöllun um fram- vindustig í ramma um skógarfram- vindu. Marktækur munur var á teg- undaauðgi þessara framvindustiga (aldur skóga) en þau útskýrðu 85% af breytileikanum (2. tafla). Fram- vindustigið var einnig eini þáttur- inn sem var marktækur þegar lands- hluti, vistkerfi og framvindustig voru greind saman með þríþátta fervikagreiningu, og þegar tillit var tekið til allra þátta samtímis breyttist skýringarhlutfall aldurs í 63% (2. tafla; F-gildi). Að jafnaði voru 207 tegundir í mólendi en fyrst eftir gróðursetn- ingu eða sjálfsáningu fjölgaði teg- undum og fundust að jafnaði 234 tegundir í ungum skógum. Þar var tegundaauðgin jafnframt marktækt meiri en á öðrum framvindustigum (2. tafla). Ástæðu þessa má líklegast bæði rekja til áhrifa beitarfriðunar við upphaf skógræktar og þess að í ungum, opnum skógi verða til fjölbreyttari búsvæði sem henta bæði lífverum sem hafa aðlagast bersvæðum og skógum. Þannig raðast saman allir yngstu skógarnir, óháð trjátegund og landshluta. Þessi áhrif komu einnig fram í ungum sjálfsánum birkiskógi á Austur- landi (BA1). Á myrkvaskeiði, þegar skógarnir eltust og urðu þéttari, fækkaði teg- undum að jafnaði niður í 159 og var tegundaauðgin á því stigi marktækt minnst (2. tafla). Á þessu stigi hurfu margar tegundir sem voru aðlag- aðar opnum búsvæðum en aðrar aðlagaðar skóginum höfðu ekki náð að nema land og fylla í skarðið. Í þennan hóp falla ógrisjuðu barr- skógarnir (G2, G3, F2, F3, L4) og birkiskógurinn í Litla-Skarði (BV2), sem var eina svæðið sem ekki hafði verið fyrirfram valið í þann flokk (6. mynd). Sá skógur er gamall birki- skógur sem var friðaður fyrir beit 1985 og einkennist af miklum og 2. tafla. Einþátta fervikagreining á breytileika í tegundaauðgi milli landshluta, vistkerfa og framvindustiga skóga. Mismunandi bókstafir í aftasta dálki sýna marktækan mun á milli hópa (P<0,05). Neðst er sýnd útkoma úr þríþátta fervikagreiningu þar sem allar flokkunarbreyturnar voru greindar saman. – One-way ANOVA was run on variance of species richness among study areas, forest types and successional stages. Different letters in the last column represent significant differences (P<0.05). Three-way ANOVA was applied for all three factors and is shown at the bottom of the table. “Fjöldi tegunda”=number of species and “Fjöldi mæliteiga”=number of stands. Breyta Fjöldi tegunda Fjöldi mæliteiga ANOVA Meðaltal±SE N R2 F-gildi P-gildi Landshlutar 195,8±7,7 19 0,19 3,94 0,06 Vesturland 183,8±8,8 11 a Austurland 212,4±11,8 8 a Vistkerfi 195,8±7,7 19 0,21 0,91 0,48 Mólendi 207,0±3,0 2 a Birki 200,0±14,2 5 a Lerki 212,0±16,9 5 a Fura 170,7±25,1 3 a Greni 183,8±14,1 4 a Framvindustig 195,8±7,7 19 0,85 28,2 <0,001 Mólendi 207,0±3,0 2 a Ungir skógar 233,5±5,9 6 b Myrkvaskeið 159,0±7,0 6 c Eldri skógar 190,4±4,9 5 a Allir þættir Módel 19 0,93 5,3 0,03 3-þátta ANOVA Landshluti 1,02 0,46 Vistkerfi 0,02 0,90 Framvindustig 23,0 0,003 Samspil 0,37 0,87 81_2#profork070711.indd 75 7/8/11 7:41:42 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.