Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 25
77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
með aldri.77 Þessa fullyrðingu er þó
ógerningur að styðja með íslenskum
rannsóknum en nota má hina frægu
Park Grass-tilraun í Rothamsted
í Englandi.78 Þar hefur líffræðileg
fjölbreytni háplantna haldist stöðug
í um 150 ár í óábornu graslendi, en
þar hefur verið líkt eftir beit með
árlegum klippingum.
Í ramma um líffræðilega fjöl-
breytni hér að framan var rætt um
þrenns konar mat: alfa-, beta- og
gamma-fjölbreytni. Í SKÓGVIST
fékkst mat á tveimur gerðum, þ.e.
alfa- og beta. Beta-fjölbreytnin
(breyting í tegundaauðgi eftir fram-
vindustigi) var ráðandi við okkar
aðstæður og vó hún mun þyngra en
alfa-fjölbreytnin milli vistkerfa.
Lífveruhópar
Þegar betur var rýnt í niðurstöður-
nar sást að mismunandi lífveru-
hópar svöruðu skógrækt á ólíkan
hátt (7. og 8. mynd). Ekki var gerð
tölfræðileg greining á tegundaauðgi
einstakra lífveruhópa, heldur af-
markaðist túlkunin við meðaltöl
milli framvindustiga. Plöntutegundir
voru flestar í mólendi og ungum
skógum. Þeim fækkaði til muna þar
sem skógarnir voru sem þéttastir á
myrkvaskeiði og lítið ljós á skógar-
botni (1. tafla). Koma hér fram áður-
nefnd áhrif af laufþaki skóga á magn
og fjölda plantna sem lifa á botni
skóga.84,85 Sambærilegar niðurstöður
fengust einnig nýlega í rannsóknum
á misgömlum birkiskógum.86,87,88
Í rannsókn okkar var hlutfall
fuglategunda af heildartegunda-
auðgi svipað í mólendi og á myrkva-
skeiði í skógum en heldur lægra í
yngstu og elstu skógunum (7. og 8.
mynd). Tegundasamsetning fugla
breyttist samhliða framvindunni
og hörfuðu bersvæðategundir er
skógur óx upp.89 Ekki komu fram
afgerandi breytingar á fjölda teg-
unda hryggleysingja á yfirborði í
tengslum við skógrækt. Fjöldi þeirra
var svipaður í mólendi og þéttum
skógum. Hryggleysingjar eru því
dæmi um hóp þar sem tegunda-
fjöldi breyttist ekki að marki við skóg-
rækt, en líkt og hjá fuglunum urðu
breytingar á tegundasamsetningu.90
Hjá tveimur lífveruhópum, þ.e.
jarðvegsdýrum og sveppum, fjölg-
aði tegundum í skógum miðað við
mólendi (7. og 8. mynd). Þessir tveir
hópar brjóta niður lífrænt efni eða
lifa sem sníkjudýr og afræningjar.
Framleiðni og magn lífræns efnis er
miklu meira í skógum en mólendi
og þar skapast því betri skilyrði
fyrir þessa lífveruhópa.91,92 Rann-
sókn á hlutfallslegum niðurbrots-
hraða í reitunum í SKÓGVIST sýndi
svipaðar niðurstöður – niðurbrotið
jókst þegar skógur var ræktaður á
skóglausu landi.93 Jafnframt sást að
munur var á niðurbrotshraða milli
trjátegunda og aldurs skóga. Rann-
sókn á svepprótarsveppum á lerki
og birki á Austurlandi sýndi jafn-
framt að svepprótargerðum fjölgaði
fyrst eftir að skógur var ræktaður
á skóglausu landi og fjöldinn náði
hámarki þegar skógurinn var 20–40
ára gamall.94 Eftir það dró lítillega
úr fjöldanum. Aðrar rannsóknir á
áhrifum landgræðslu og skógræktar
á jarðvegsdýr hafa sýnt fram á
svipaðar niðurstöður, þ.e.a.s. dýrum
fjölgar þegar gróður er ræktaður
á áður gróðursnauðu svæði95 og
niðurbrot af völdum jarðvegslífvera
er einnig mun meira á grónum
svæðum en ógrónum.96
Niðurstöðurnar sýndu að þegar
mólendi breyttist í skóg hófst ferli
7. mynd. Hlutdeild tegunda á hverju framvindustigi. Meðalfjöldi tegunda er sýndur fyrir ofan hverja súlu. – Precentage of average species
number for group within each successional stage. Average number of species is shown above each column.
81_2#profork070711.indd 77 7/8/11 7:41:43 AM