Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 31
83 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þótt djúpsjórinn í úthafinu sé erfitt umhverfi að lifa í, þá finnum við þarna fulltrúa næstum allra fylkinga dýraríkisins. Þeir þurfa allir að takast á við sömu vandamál eða áskoranir, þ.e. að afla fæðu, forðast afræningja og finna maka. Hvernig skyldu þau mál vera leyst? Ljósm.: David Shale. Fjölbreytni vistkerfa og tegundafjölbreytni Tegundafjölbreytni vistkerfa og það hvernig tegundir tengjast í fæðuvefi eru mikilvægir fletir á hugtakinu lífbreytileiki og það kemur mörgum á óvart hve lítið við vitum um þessa hlið þeirra vistkerfa sem við byggjum afkomu okkar á, til dæmis vistkerfis hafsins. Þetta kom fram í inngangserindi Ástþórs Gíslasonar þar sem hann fjallaði um sameigin- legt rannsóknarátak sextán þjóða á vistkerfum Mið-Atlantshafshryggj- arins milli Íslands og Asoreyja (MARECO - Patterns and Processes of the Ecosystems of the northern Mid-Atlantic Ridge). Markmiðið var að rannsaka lífbreytileika og fæðu- tengsl lífvera á og yfir hryggnum og greina þá haf- og líffræðilegu ferla sem valda breytingum á þessum þáttum. Rannsóknin, sem kannaði lífríki botnsins og uppsjávar frá yfirborði og niður á 4.500 m dýpi, er á lokastigi. Niðurstöður sýna að þarna er að finna afar auðugt og fjölbreytt lífríki, á köflum í líkingu við sjálft landgrunnið, og var það einstaklega auðugt um miðja vegu eftir hryggnum við skil tiltölulega hlýs Atlantssjávar í suðri og kaldari sjávar í norðri. Fjölmargar fágætar tegundir og nokkrar sem eru nýjar fyrir vísindin fundust í þessum rannsóknum (1. mynd). Á land- grunni er hvað mest fjölbreytni tegunda tengd kóralsvæðum. Um rannsóknir á þeim og þá ógn sem að þeim steðjar vegna togveiða fjallaði erindi Steinunnar Hilmu Ólafs- dóttur. Rannsóknir á fjölbreytni þörungaflórunnar umhverfis landið og breytingum á henni í kjölfar hlýnunar kynnti Karl Gunnarsson og Svanhildur Egilsdóttir á vegg- spjaldi. Við höfum heldur greiðari aðgang að vistkerfum lands og því ástæða til að ætla að þekking okkar á fjöl- breytni þeirra sé mun meiri. Það er að mörgu leyti rétt; útbreiðsla og fjöldi tegunda er almennt betur þekkt á landi en í sjó, en þó skortir enn þekkingu á því hvernig lífveruhópar raðast saman í samfélög og mynda fæðuvefi. Sigurður Magnússon gerði grein fyrir umfangsmiklu verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands við flokkun vistgerða á hálendi Íslands, sem tekur til plantna og dýra á yfir- borði lands. Lífríki jarðvegs, sem er vissulega hluti af vistkerfum lands, má hins vegar að mörgu leyti líkja við lífríki djúpsjávar: Hið smásæja en flókna lífríki jarðvegs er okkur hulið og bygging þess og starfsemi merkilega lítið þekkt sé haft í huga að 99% af fæðuframleiðslu jarðar byggist á því. Á sama hátt og í hafinu eru enn fjölmargar tegundir í jarðvegi sem hefur aldrei verið lýst, einkum meðal örvera og smásærra hryggleysingja, en með nýrri tækni hafa opnast möguleikar til frekari rannsókna. Um þetta fjallaði erlendur gestur ráðstefnunnar, Simon Jef- fery, frá Joint Research Centre (JRC) Evrópusambandsins í Ispra á Ítalíu. Hann kom hingað til lands til að kynna nýútkomið yfirlitsrit (atlas) yfir lífbreytileika jarðvegs í Evrópu sem hefur það markmið að vekja bæði lærða og leika til umhugsunar um lífríki jarðvegs sem þýðing- armikla auðlind og mikilvægi þess að vernda þá auðlind. En það er fleira sem hefur verið okkur hulið en tegundir djúpsjávar og jarðvegs, því nýlega fundust hér á landi tvær tegundir marflóa í grunn- vatni sem báðar eru einlendar fyrir Ísland og hafa að öllum líkindum lifað af jökulskeið ísaldarinnar. Í erindi sínu skýrði Etienne Kornobis frá rannsóknum á flokkun þeirra, byggðri á sameindabreytileika, sem staðfesta að báðar tegundirnar séu einlendar og jafnframt að önnur þeirra sé það frábrugðin öðrum þekktum tegundum að hún tilheyri eigin ætt. Til að varðveita tegundafjöl- breytni er fyrsta skrefið vissulega að lýsa fjölbreytninni. Næsta skref er að skilja hvaða þættir móta hana á mismunandi kvörðum í tíma og rúmi og síðan hvaða áhrif fjöl- breytnin hefur á starfsemi vistkerfa. Jón Sólmundsson fjallaði um mótun- arþætti tegundafjölbreytni meðal fiska hafsins umhverfis Ísland og Ingibjörg Svala Jónsdóttir fjallaði um þá þætti sem hugsanlega móta tegundafjölbreytni meðal plantna í landslagi. Rannsóknir Ute Sten- kewitz og fleiri á tegundafjölbreytni sníkjudýra í rjúpu og rannsóknir 81_2#profork070711.indd 83 7/8/11 7:41:46 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.