Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 34
Náttúrufræðingurinn 86 umhverfi má sjá að þær geta tæp- ast talist ummerki eftir ,forsöguleg‘ flóð. Ef svo væri hefði gróður átt að ná að hylja þær og mynda dágóða jarðvegshulu eins og annars staðar í nágrenninu. Ekki er hægt að sjá að um ,móðurnar‘ hafi runnið vatn sem neinu nemur, eftir ,flóðin miklu‘ með sínum mikla gjóskuframburði, en í hlýrri vætutíð að sumri myndar leysingarvatn úr jöklinum þar dálít- inn læk. Hægra megin á 3. mynd má sjá hvar lítill lækur hefur gert sér farveg niður í námuna. Segja má að nú liggi þjóðvegurinn yfir miðjan gjóskuframburðinn, en ekki er vitað hversu þykkur þessi efnisbunki er. Tekið var þar efni í nýlagða veg- inn lítið eitt ofar og var grafstálið um fimm metra djúpt, án skila og samfellt svo langt niður sem séð varð (5. mynd). Í fjallshlíðinni upp af Hólamóðum má einnig sjá ummerki eftir mikið vatnsrennsli og má rekja þau allt upp til jökuls- ins (2. mynd). Þegar horft er til ummerkja sem tengjast ,móðunum‘ má telja líklegt að þau séu afleiðingar eldgoss undir jökli með tilheyrandi gjóskufalli. Við það hefur jökullinn bráðnað og valdið miklum flóðum sem hafa borið fram gríðarmikla gjósku niður á láglendið. Við Hólahóla má sjá að ,móðan‘ hefur skipt sér og runnið beggja vegna Hóla, en ekki var auðvelt að sjá tengslin milli Hólamóðanna og Gufuskálamóð- unnar. Sú gáta var ekki ráðin fyrr en eftir margra ára athuganir, m.a. á kortum og loftmyndum, og lang- varandi vangaveltur. Vel reyndist að lýsa ljósrit af loftmyndum, en við það sjást oft ýmsir drættir í landslagi sem ekki er auðvelt að greina að öðrum kosti. Ekki er vitað til að eldgos hefði orðið á þessum slóðum eftir að menn hófu búsetu hér á landi og því er þetta mál mjög forvitnilegt.4,5 Nöfnin eru svo fjarri núverandi ástandi landsins að ætla má að fjöldi manns hafi orðið vitni að þessum óvæntu atburðum og þeir grópast í minni og sagnir. Örnefnin og notkun þeirra í nokkrar aldir benda einnig til þess. Frásagnir Eggerts Ólafssonar og Jónasar Hallgrímssonar, sem áður er getið, eru mjög mikilvægar heimildir um alþýðuskýringar á þeim hamförum náttúrunnar sem þarna urðu. Því má telja sennilegt að gosið hafi orðið einhvern tíma á miðöldum þegar fólk var sem flest ,undir Jökli‘. Gjóskugeiri Í ágúst sumarið 2009 var ferð minni heitið upp hjá Eysteinsdal og fyrir ofan Harðabala í áttina að Jökulhálsi. Þetta var eftir langvarandi þurrka- tímabil og var þá allt svart yfir að líta. Þegar ég nálgaðist vegamótin við slóðann frá Ólafsvík fór ég að skoða strjálan gróður í nágrenninu, 2. mynd. Horft til jökulsins frá þjóðvegi sem liggur um Hólamóður. Náman sést eins og strik rétt ofan vegar. Ljósm.: Guðmundur Þorsteinsson. 3. mynd. Horft til jökulsins úr námu Vegagerðarinnar ofan þjóðvegar í Hólamóðum. Rás eftir lítinn læk til hægri. Farveg flóðsins niður fjallshlíðina ber yfir afturenda bifreiðarinnar. Ljósm.: Guðmundur Þorsteinsson. svonefndar Írskubúðir. Þær eru svo til vestast á nesinu, hið næsta undirfjöllum jökulsins, rétt hjá hinni svokölluðu Gufuskálamóðu í skjóli gamals gígs, Rauðhóls, þeim er fallega og haganlega fyrir komið á graslendi nokkru, þaðan og niður til sjávar er aflíðandi sandbreiða sem sums staðar hefur fært hraunið í kaf. Sandfláki þessi er alláþekkur árfarvegi, og í reynd er hann myndaður af vatni, enda þótt aldrei hafi nokkur á fallið þar. Hann hefur orðið tilefni sagnarinnar um Gufuskálamóðu og er um hálfrar mílu langur, og sléttur sem rudd þjóðgata, en beggja vegna að honum úfnir hraunflákar.3 Eggert Ólafsson telur ekki útilokað að þarna hafi á sínum tíma fallið stórár til sjávar en Jónasi Hallgríms- syni virðist mikið í mun að ómerkja og gera lítið úr hinni ,gömlu sögn‘ um stórárnar tvær. Hann lætur skína í menntun sína með tilvitnun í jarð- fræðirannsóknirnar og segir: „sögn þessi á rætur í algjörri missýn er stafar af því hvernig landslaginu háttar“. Síðar segir hann, og verður þar tvísaga: „Sandfláki þessi er alláþekkur árfarvegi, og í reynd er hann myndaður af vatni, enda þótt aldrei hafi nokkur á fallið þar.“ Móðurnar Hólamóður eru nú oft þurrar og áberandi gróðurvana og með því að bera þær saman við nærliggjandi 81_2#profork070711.indd 86 7/8/11 7:41:49 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.