Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 40
Náttúrufræðingurinn 92 geislans. Þessar eindir kallast einu nafni dóttureindir6 og eru lágorku- rafeindir algengastar. Greina má samverkan geislunar við erfðaefni í tvo flokka: 1) beina samverkan háorkugeislans sjálfs við erfða- efnið og 2) samverkandi sam- sveiflun og stakeindahvörf dóttur- einda geislans og erfðaefnisins. Yfirgripsrúmmál dóttureindanna er umtalsvert stærra en geislans og þarafleiðandi meiri líkur á sam- verkan þeirra við DNA. Því geta dóttureindirnar verið skaðlegri en upphaflegi háorkugeislinn. Helsta stakeindin sem veldur eyðileggingu erfðaefnis er hýdroxýl-stakeindin, en hún getur sest á tvítengi í nitur- bösum erfðaefnisins eða dregið til sín vetni frá kolefnum innan sam- einda og þannig breytt efnafræði- legri byggingu þess.7,8 Þekkt er að lágorkurafeindir með orku undir jónunarorku lífsameinda (≤ 10 eV) geta með sundrandi rafeindaloði (e. dissociative electron attachment) klofið sameindir og valdið mikilli umröðun atóma á tíma af sömu stærðargráðu og titringssveiflur sameindanna.9,10 Þar að auki var nýlega sýnt fram á að lágorkurafeindir geta valdið ein- og tvístrendingsbrotum í DNA í þéttefni.11,12,13,14 Hér verður gerð grein fyrir áhrifum geislunar á mannslíkamann. Fjallað verður um áhrif UV-geislunar á DNA-sameindir og svo almenn áhrif háorkugeislunar, jafnt geisl- unar í læknisfræðilegum tilgangi og geislunar vegna umhverfisáhrifa, kjarnorkuslysa og sprenginga. Einnig verður rætt hvernig þekktar afleiðingar slyssins í Tsjernobyl hafa nú komið að gagni við fyrir- byggjandi geislaverndaraðgerðir í Japan eftir leka geislavirkra efna frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Geislameðferðir og aðferðir notaðar til þess að lágmarka aukaverkanir þeirra verða ræddar og kynntar nokkrar aðferðir sem enn eru á tilraunastigi. Áhrif umhverfisgeislunar Ekki er hægt að sniðganga geislun, enda hafa lífverur á jörðinni þróast með og vegna geislunar. Margs- kyns háorkugeislun nær að yfir- borði jarðar frá geimnum, margar bergtegundir innihalda geislavirkar kjarnategundir (e. nuclides), sólin geislar breiðu rófi bylgjulengda til jarðarinnar og síðast en ekki síst hefur tækniöldin borið með sér aukna nýtingu geislunar í tækjum í almenningseign. Ekki er öll geislun skaðleg. Lág- orkugeislun eða ójónandi geislun getur einungis örvað titring og snún- ing sameinda og þar með hækkað hitastig þess efnis sem gleypir hana. Tengjarof og stakeindamyndun á sér ekki stað þegar efni verður fyrir þeirri tegund geislunar. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á áhrifum útvarpsbylgna á frumur og lífverur15–19 en engin þeirra hefur sýnt með óyggjandi hætti að þær breyti eða eyðileggi erfðaefni og hafi þannig krabbameinsvaldandi áhrif.16 Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að útvarps- og örbylgjur geti örvað virkni krabbameinsvald- andi efna í frumum,20,21,22 en þessar niðurstöður hafa verið umdeildar og í sumum tilfellum ekki endur- takanlegar.17 Geislun með styttri bylgjulengdir hefur hærri orku og getur valdið skaða á sameindastigi frumna. Þá má nefna útfjólubláa geislun sólarinnar, sem er með þeim orkuhærri af raf- segulbylgjum hennar sem komast til yfirborðs jarðar. Útfjólubláu ljósi má skipta upp í þrjá flokka, UVA (400–315 nm), UVB (315–280 nm) og UVC (280–100 nm). Ósonlagið gleypir nær alla UVC-geislun sólar- innar og stóran hluta UVB-geisl- unarinnar, en með þynningu óson- lagsins getur það ljósróf sem berst til yfirborðs jarðar breyst og hlutfall UVB hækkað. Sýnt hefur verið fram á skaðsemi útfjólublás ljóss fyrir frumur og erfðaefni og er nær- tækasta dæmið um langtímaáhrif þess á lífverur sortuæxli, en tíðni þeirra eykst sífellt, m.a. vegna auk- innar notkunar ljósabekkja. Áhrifa UV-geislunar á DNA gætir annars vegar vegna gleypni kjarnsýranna á geisluninni sjálfri (en þær gleypa mest við 260 nm, UVB) og hins vegar vegna ljósörvunar sameinda sem gleypa geislunina og mynda stakeindir, jónir eða rafeindir, sem aftur samverka við erfðaefnið. UVC- geislar eru orkuhæstir og nægir orka hverrar ljóseindar til að jóna DNA-basa og þannig valda ýmsum tengjarofum, svo sem einstrend- ingsbroti (e. single strand break, SSB; 2. mynd). Áhrif UVC-geislunar eru hinsvegar ekki áhyggjuefni undir venjulegum kringumstæðum þar sem hún berst ekki til jarðarinnar. Efnahvörf hvötuð af geislun (ljós- hvörf) geta einnig átt sér stað og þá með UVC eða orkulægri geislunina UVB og UVA sem hvata.23,24 Algengustu ljóshvötuð hvörf kirna eða kjarnsýra eru myndun hringbútan-tvíliða á milli pýrimídín- basa (py-dímer; 3. mynd) sem hafa fundist að miklu leyti í p53-stökk- breytingum krabbameinsfrumna. Næst algengust er „pýrimídín (6-4) pýrimídón“-tenging, en hún er talin líklegri orsakavaldur stökk- breytinga en py-dímermyndun (3. mynd).25,26 Þessi ljóshvörf verða aðallega í pýrimídínríkum DNA- keðjum.25 Ef þessar skemmdir eru ekki lagfærðar af varnarkerfi frumunnar valda þær stökkbreyt- ingum þar sem C-basi verður T eða CC-basatvenna verður TT. Slíkar 2. mynd. UVC-geislun getur rofið efnatengi erfðaefnis og valdið einstrendingsbroti. – UVC radiation can rupture chemical bonds within DNA, and cause single strand breaks. 81_2#profork070711.indd 92 7/8/11 7:41:55 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.