Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 160 dómi ekki eins góðar og í eldri útgáfum bókarinnar. Nefna má t.d. burnirót, fjalldalafífil, melablóm, þrílitafjólu, vallhumal, sæhvönn og skeggsanda. Ástæðan getur verið sú að nýlegar stafrænar myndir voru teknar fram yfir filmumyndir sem voru í fyrri útgáfum. Þar við bætist að margar myndir virðast óskýrari í nýju bókinni og þær eru gegnumgangandi of dökkar og bláleitar. Þar hlýtur prentun að vera um að kenna, en bókin var prentuð hjá Odda. Höfundur segir að reynt verði að bæta úr þessu í næstu prentun. Allnokkrar myndir af smávöxnum plöntum eru að mínum smekk teknar of nálægt (t.d. flagahnoðri), og á hinn bóginn eru myndir af ýmsum stórvöxnum plöntum of litlar (t.d. sigurskúfur) og virkar það hvort tveggja dálítið villandi, því engir mælikvarðar fylgja þeim. Þetta á líka við um sumar myndir af með- alstórum plöntum, sem stundum eru nærmyndir (t.d. bláberjalyng, aðalbláberjalyng og krækilyng). Æskilegast er að myndir séu teknar og birtar í eðlilegri skoðunarfjarlægð, þó að vissulega geti stundum þurft að breyta út af því. Mikil breyting hefur orðið á upp- setningu (umbroti) bókarinnar frá fyrri útgáfum. Nokkrar staðlaðar upplýsingar, svo sem hæð, kjörlendi, blómgunartími og samanburður við skyldar tegundir, hafa verið teknar úr lýsingum og settar með smáletri á spássíur, ásamt teikningum sem þar voru áður, og fer nokkuð vel á því. Þá hefur útbreiðslukortum verið gerbreytt. Í stað litaðra korta í fyrri útgáfum, er oftast sýndu útbreiðslu- svæði, eru komin kort með svörtum punktum eða hringjum á gráum grunni, sem miðast við 10 x 10 km reitakerfi. Þessi kort eru að vísu mun nákvæmari en gömlu kortin, en eru svo smá að það þarf að rýna í þau til að átta sig á útbreiðslunni. Til bóta hefði verið að hafa punktana með rauðum lit. Myndir eru nú aðgreindar með 1 mm breiðum bilum, sem voru helmingi breiðari áður, og finnst mér það breyting til hins verra, því að fyrir bragðið renna þær of mikið saman og trufla hver aðra þegar litið er á myndasíðurnar. Nokkrar myndir hafa verið óvarlega klipptar, og númer á myndunum, sem ekki voru áður, verka dálítið truflandi. Oftast er röð myndanna sú sama og á textasíðum andspænis, en út af því bregður stundum, sem er miður gott. Fáeinar tegundir sem getið er í gömlum heimildum, en voru afskrifaðar í fyrri flórum, hafa nú fengið þegnrétt í landinu, svo sem haustlyng (Erica tetralix), toppastein- brjótur (Saxifraga rosacea) og blóðrót (Potentilla erecta), sem í bókinni kall- ast engjamura. Bakkaarfi (Stellaria alsine) og fitjasef (Juncus gerardii) eru nýjar en afar fágætar tegundir. Garðabrúða (Valeriana officinalis) og hagabrúða (V. sambucifolia) hafa nú verið betur aðskildar en í fyrri útgáfum, og er talið að sú fyrr- nefnda vaxi hér aðeins sem slæð- ingur. Sama er að segja um blóðkoll (Sanguisorba officinalis) og höskoll (S. alpina), sem er talinn slæðingur að uppruna. Af undafíflum er nú lýst sjö tegundum, í stað þriggja áður, og fimm tegundum af maríustakki í stað einnar áður. Þá hafa nokkrar nýjar tegundir komið til vegna skiptingar eldri tegunda og eru fyrst kynntar í þessari bók á Íslandi. Keilutungl- urt (Botrychium minganense) hefur verið klofin frá tunglurt (B. lun- aria). Úr fjallasveifgrasi (Poa alpina) hefur verið skipt hjallasveifgrasi (Poa x jemtlandica) og úr lógresi (Trisetum spicatum) klofið móalógresi (T. triflorum), en áður voru þetta talin afbrigði. Þá hefur gullstör (Carex serotina) verið skipt í tvær tegundir er nefnast C. viridula (gullstör) og C. demissa (grænstör), og loks hefur hrossanál aftur verið skipt í Juncus balticus (krakanál) og J. arcticus (hrossanál). Þess þarf naumast að geta að miklar breytingar hafa orðið á fræðinöfnum tegundanna frá fyrri útgáfum bókarinnar, en eldri nöfnin má finna í nafnaskrá. Fræðinöfnin miðast við Íslenskt plöntutal sama höfundar frá 2008, sem fyrr var nefnt, en þau fylgja aftur að mestu leyti nafngiftum 7. útgáfu Norsk flora, sem kennd er við Johannes Lid en Reidar Elven hafði endurunnið og gefið út 2005, svo og tékklista hans um flóru heimskautalanda, sem finna má á Netinu. Íslensku nöfnin hafa hins vegar lítið breyst, fyrir utan nöfn hinna nýju tegunda sem um var getið. Mér hefur ávallt fundist orka tvímælis sú uppröðun tegunda sem viðhöfð er í Plöntuhandbókinni, þ.e. að raða tegundum eftir blómalit, í stað þess að raða þeim eftir við- urkenndu kerfi, þ.e. kvíslum og ættum. Þegar Plöntuhandbókin kom út 1986 hafði þetta um skeið tíðkast erlendis, í einföldum leiðarvísum til að þekkja blómplöntur. Það var fyrst tekið upp hérlendis í bókinni Íslensk flóra með litmyndum, eftir Ágúst H. Bjarnason og Eggert Pét- ursson, sem út kom 1983. Sú bók inniheldur lýsingar og litteikningar 270 tegunda, og um 60 annarra er stuttlega getið. (Teikningar Eggerts voru endurprentaðar í stærra formi, sem listaverk, í viðhafnarútgáfu hjá forlaginu Crymogeu 2008 undir heitinu Flora Islandica.) Þótt þessi uppröðun kunni að auðvelda byrjendum greiningar blómfagurra plantna hefur hún marga ókosti. Í fyrsta lagi hefur fjöldi tegunda óveruleg eða engin blóm. Næstum helmingur íslenskra háplantna fellur í þann flokk. Í öðru lagi eru blómin iðulega með milli- litum, jafnvel með fleiri en einum lit (t.d. jakobsfíflar, hrafnaklukka, þrenningarfjóla), og sum breyta litum eftir aldri (t.d. jöklasóley). Smjörgras og þrenningarfjóla hafa óvart lent í bláa flokkinn, þótt þessar tegundir séu í lýsingu sagðar hafa fjólublá blóm. Litaskyn manna æði misjafnt, sem kunnugt er, og oft er mjög erfitt að greina milli blás og fjólublás litar. Flokkun eftir blómalit getur því verið villugjarn vegur. Í þriðja lagi varir blómgun flestra tegunda aðeins í stuttan tíma, og því kemur umrædd flokkun að engu gagni við greiningar utan hans. Síðast en ekki síst leiðir hún til þess að þeir sem skoða og greina 81_3-4_loka_271211.indd 160 12/28/11 9:14:21 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.