Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 64
Náttúrufræðingurinn 168 hér á landi. Skógarmítillinn heldur til í gróðri og er algengur í skógarbotnum þar sem hann skríður upp á gróðurinn og krækir sér á hýslana. Mítillinn getur borið sýkla í hýslana þ.á m. bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem leggst á taugakerfið og veldur Lyme- sjúkdómi. Mítillinn hefur fundist af og til á Íslandi allt frá árinu 1967, þegar hann fannst fyrst á þúfutitt- lingi sem var nýkominn til landsins frá Evrópu, og búast má við að tilfellum fjölgi á næstu árum. Fuglar Arnarvarp gekk vel á árinu og komust 36 ungar á legg. Af 65 arnarpörum á landinu urpu 45 og af þeim komu 26 pör upp ungum. Varpsvæði hafarnarins nær nú frá Faxaflóa vestur og norður um land að Húnaflóa. Þótt fullorðnir fuglar hafi sést á Suður- og Norðurlandi hefur haferninum ekki tekist að ílendast þar á ný eftir mikla fækkun, sem hófst í kjölfar þess að farið var að eitra fyrir hann á síðari hluta 19. aldar og náði hámarki um 1960, þegar stofninn taldi 20 pör. Samkvæmt árlegri vortalningu á rjúpu virðist upp- sveifluskeið stofnsins sem hófst á austanverðu landinu 2008 hafa náð til alls landsins og var meðalaukning frá fyrra ári um 25%. Ekki er vitað hvort vöxtur stofnsins að þessu sinni sé upphaf að náttúrulegri uppsveiflu, þar sem sveiflutíminn er um 11 ár, eða hvort fækka muni í stofninum eftir tveggja ára vöxt eins og í síðustu sveiflu, sem eingöngu varaði frá 2003 til 2008. Meðal markverðra flækingsfugla var víxlnefur (Loxia leucoptera) sem sást í fyrsta sinn á Íslandi á Stöðvarfirði 6. ágúst. Hjálmönd (Bucephala albeola) sást við Höfn í Hornafirði og Þinganes fyrri hluta febrúar en áður hafði tegundin eingöngu sést á Íslandi 1956 og 1988. Gransöngvari (Phylloscopus collybita) verpti í fyrsta sinn á Íslandi í Einarslundi á Höfn. Krossnefur (Loxia curvirostra), sem er finkutegund og á aðalheimkynni sín í barrskógabelti norðurhvelsins, hefur verið nokkuð áberandi á landinu undanfarin ár. Hann lifir að miklu leyti á könglum og varptíminn, sem gjarnan er um miðjan vetur, fylgir þroskaferli könglanna. Í slæmu árferði getur fuglinn lagst í flakk í lok varptímans og flæðir þá gjarnan yfir Vestur-Evrópu úr austri í fæðuleit. Eftir mikla fræframleiðslu barrtrjáa hérlendis á síðasta ári kom ekki á óvart að fuglar sem komu með stórri göngu árið 2008 reyndu varp. Í árslok 2008 sást til fullorðinna fugla mata 2–3 unga við Sogið í Ölfusi. Í ársbyrjun 2009 sáust víða hópar fugla í tilhuga- lífi og varpundirbúningi á Suðurlandi og í nágrenni Reykjavík. Önnur staðfesting á varpi þessa farhóps kom hins vegar frá Austurlandi í lok maí, þegar kross- nefur sást með tvo unga hjá Fellabæ við Lagarfljót. Ný ganga krossnefja náði til Íslands 2009 annað árið í röð. Gangan fór yfir landið á 3–4 vikum og náði hámarki fyrstu viku júlí. Um 600–650 fuglar sáust víðs vegar um landið, þar á meðal 12 fuglar sem sáust í árlegum Surtseyjarleiðangri dagana 13.–16. júlí þar sem þeir sóttu æti í fjöruarfabreiður. Gransöngvari. Ljósm.: Brynjúlfur Brynjólfsson. Víxlnefur. Ljósm.: Sigmundur Ásgeirsson. Krossnefur. Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson. Skógarmítill. Ljósm.: Erling Ólafsson. 81_3-4_loka_271211.indd 168 12/28/11 9:14:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.