Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn 148 Vart hefur orðið við suðrænar fiskgöngur á norðlægari slóðum en fyrr12,16,31,40 og eru nýjar veiðislóðir skötusels þekkt dæmi. Að undan- förnu hafa 25% makrílstofnsins í Norður-Atlantshafi leitað nær Íslandsströndum í fæðuleit (4. mynd). Þegar árið 2006 óskaði ríkis- stjórn Íslands eftir viðræðum um að fá veiðikvóta í þessum stofni, en hann er ákveðinn af Alþjóða- hafrannsóknarráðinu (ICES). Árið 2010 var gefinn út leyfilegur kvóti milli 527 og 572 þúsund tonn og voru Íslendingum boðin 3% af honum við litla hrifningu landans. Svo fór að á þeim árum sem íslensk útgerð var ósátt við sinn hlut tóku íslensk veiðiskip hátt í 19% aflans og lýstu Skotar og Norðmenn megnri óánægju með veiðarnar. Fiskurinn er feitur og prótínhlutfallið ekki hátt á sumrin, en makríll þyngist að jafn- aði um 59% í námunda við Ísland. Gagnrýnendur veiðanna benda á að verðmæti fari til spillis við það að fiskurinn skuli veiddur utan þess tíma sem hann nýtist best til mann- eldis.40 Verulegum upplýsingum um breytt göngumynstur makríls var lýst í greinargerð starfshóps á vegum sjávarútvegsráðuneytisins árið 2011.42 Rögnvaldur Hannesson hefur fjallað um veiðar á stofnum sem hafa breytt göngum sínum milli land- helgi fiskveiðiþjóða. Hann brýnir fyrir ríkjum að sýna samábyrgð í stjórnun farstofna svo að fyrirbyggja megi ofveiði meðan göngumynstrið er að breytast. Ef ríki taka of seint við sér í samningum er hætta á að viðbrögðin komi of seint og að veitt sé of mikið úr stofnum ef bætt er í veiðarnar á nýjum slóðum áður en dregið er úr hefðbundnum veiðum.43 Það sem af er þessari öld hefur önnur uppsjávartegund, loðna, einnig sýnt breytta hegðun og ný- liðun hennar hefur verið léleg frá 2003.44 Ungloðna hefur á þessari öld fært sig vestar og norðar (að austur- strönd Grænlands, sem sennilega eru lélegri uppeldisstöðvar), en eldri loðna sækir á nýjar slóðir sunnan við Ísland.44 Þetta hefur haft áhrif á loðnuveiðar og telja fiskifræðingar að hér sé um að kenna breytingum í umhverfisþáttum. Á árunum 2010 og 2011 hafði loðnustofninn hins vegar náð vel yfir lágmarksstofn- stærð fyrir hrygningu (400 þúsund tonn) og veiðikvóti var aukinn.45 Loðnumjöl hefur verið mjög mikil- vægt hráefni í fiskifóður og nota Norðmenn ómælt magn af því í laxeldi. Þessi dæmi sýna hve gífur- legir hagsmunir eru í húfi við breyt- ingar á streymi hlý- og kaldsjávar í kringum Ísland. Ef til vill er enn alvarlegra að sýru- stig sjávar er að breytast vegna þess að meiri koltvísýringur leysist nú úr andrúmsloftinu í höfum. Styrkur [H+] gæti vaxið um 100–150% (IPPC-fram- tíðarsýn IS92a) og haft gífurleg áhrif á undirstöðu fæðuvefjar hafsins.46 Tæknileg aðlögun Á meðan byggingarefni á Íslandi var aðallega torf og grjót var einkum byggt úr timbri og hleðslusteini annars staðar á Norðurlöndum. Stafkirkjan á Unnæs í Noregi, sem byggð var á 12. öld, stendur enn í upprunalegri mynd. Grunnur dóm- kirkjunnar í Lundi var lagður 1080 en byggingu hennar lauk ekki fyrr en árið 1220, og stendur kirkjan enn. Frá því 1056 og fram á okkar daga hafa verið reistar 11 kirkjur í Skálholti í nokkurn veginn sam- felldri byggingarsögu, en flestar urðu eldi, hvassviðri eða jarðskjálft- um að bráð. Þegar hagkerfi Íslands óx fiskur um hrygg á 20. öld voru innviðir og mannvirki hins vegar reist af betri efnum og þá í samræmi við náttúruöflin, þar á meðal veðurfar (5. mynd). Húsgrunnar eru grafnir djúpt og eru rammgerðir, stein- steyptir veggir eru járnbundnir og rafdreifikerfi, vatnslagnir og heita- vatnsrör, brýr, hafnir og ekki síður virkjanir hafa verið hannaðar til standast frosthreyfingar, hvassviðri, jarðskjálfta, hlaup í ám og háflóð í djúpum lægðum. Á sama hátt hafa Norðmenn einnig hannað t.d. norska raforkudreifikerfið út frá ströngum öryggisstöðlum.47 Í samanburði við sænska dreifikerfið hefur hið norska staðið betur í nýlegum óveðrum. Nú þarf ekki einasta að gera við hið sænska heldur er þörf á að endur- hanna og reisa frá grunni kerfi til að þola meira veðurálag. Á fyrrnefndri ráðstefnu um aðlögun norrænna samfélaga kom fram að hagkvæmni hefði verið höfð að leiðarljósi við upprunalega hönnun sænska kerfis- ins, en verkfræðingar réðu því að styrkur og ending var í fyrrirúmi í Noregi, en í hvorugu landanna var gert ráð fyrir hnattrænum veðurfars- breytingum.46 Á Íslandi hafa einkum opinberar stofnanir það hlutverk að byggja og halda við innviðum í almannaþágu, svo sem höfnum, vegum og raf- dreifikerfum. Hjá Siglingastofnun var strax brugðist við árið 1990, þegar mjög djúp lægð gekk yfir landið 5. mynd. Veiðarfæraskúrar hafa um aldaraðir verið reistir allt niður að fjöruborði í Svíþjóð, þar sem skerjagarðurinn dregur úr öldugangi og sjávarfalla gætir lítið (t.v. Rossö, Bohus- län). Við undirbúning Landeyjarhafnar þurfti mikinn viðbúnað til að standast sjávargang og veðurham (t.h. Landeyjahöfn). – Boat sheds have traditionally been built on the shore- line on the west coast of Sweden (Rossö, Bohuslän). When preparing for a harbor at sea in Iceland measures are taken to prepare for extreme erosion (Landeyjar, S-Iceland). Ljósm./Photos: Dag Jonasson 2010 & Finnur Árnason 2009. 81_3-4_loka_271211.indd 148 12/28/11 9:14:15 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.