Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 28
Náttúrufræðingurinn 132 ís- og snjóflóðum (2. mynd A). Að austanverðu er jökullinn algerlega skilinn frá meginjöklinum og fellur jökulísinn niður allt að 350 m hátt þverhnípt hamrabelti líkt og sá vest- ari (2. mynd B). Milli ístungnanna gengur urðarrani niður jökulinn frá höfða sem skilur að ísfossana (1. mynd). Þessi höfði er nafnlaus í dag en stungið hefur verið upp á að hann verði nefndur eftir vísindamann- inum Jack D. Ives, sem í áraraðir hefur unnið að jöklarannsóknum á Skaftafellssvæðinu. Undan jökul- ísnum í báðum ísfossunum steypast mikilfenglegir leysingarvatnsfossar niður hamrabeltin neðan við. Urð- arraninn sem gengur niður eftir jöklinum miðjum er um 150–200 m breiður efst en mjókkar um miðbik jökulsins, þar sem hann er einungis um 100 m breiður. Síðan breikkar urðarraninn aftur og er um 400 m breiður neðst á jöklinum, en það samsvarar um 50% af heildarbreidd hans. Yfirborð jökulsins er sprungið líkt og á öðrum skriðjöklum, en svigður (e. ogives), sem ganga niður hvorar frá sínum ísfossinum, eru áberandi í jökulyfirborðinu. Fyrir framan jökulsporðinn liggja víð- áttumiklir jökuláraurar. Neðar í dalnum slær ljósleitum blæ á aur- ana en ástæða þess er að aurarnir innihalda rhýólítmöl sem rofist hefur úr gosmyndunum í Kjósinni, gamalli megineldstöð í fjöllunum rétt vestan við jökulinn. Jökulgarður gengur þvert yfir Morsárdal, um 1,6–1,8 km frá núverandi jökuljaðri (3. mynd). Í bröttum hlíðum dalsins fyrir ofan núverandi jökul sjást greinileg ummerki nýlegs jökulrofs, en þau sýna glöggt hversu mjög jökullinn hefur hörfað og þynnst á undanförnum árum og áratugum. Fyrir framan jökulinn að austan- verðu er jökullón sem árið 2011 var um 1100 m langt og allt að 400 m breitt. Samfara hörfun jökulsins hefur lónið stækkað umtalsvert hin síðari ár (3. mynd). Rannsóknir á Morsárjökli Fyrstur jarðvísindamanna til að kanna Morsárjökul varð Þorvaldur Thoroddsen, en hann átti þarna leið um árið 1894 þegar hann fór í rann- sóknarferð um Austur-Skaftafells- sýslu.2 Þá lá jökullinn við ystu garða langt niðri á sandinum. Á þessum tíma var jökullinn flatur 1. mynd. Yfirlitskort af Morsárjökli og nánasta umhverfi hans. Brotsár bergflóðsins og útlínur urðarinnar er hvort tveggja markað með dökkgráum lit. Skýringar: 1. 20 m hæðarlínur á landi, 2. 20 m hæðarlínur á jökli, 3. jökullónið, 4. urðarrani Morsárjökuls, 5. snjólína (ELA). – Location map of the Morsárjökull outlet glacier. The fracture zone and the accumulation lobe marked with gray color. Legend: 1. 20 m contour lines on land, 2.20 m contour lines on glacier, 3. proglacial lake, 4. medial moraine, 5. equilibrium line (ELA). 81_3-4_loka_271211.indd 132 12/28/11 9:13:59 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.