Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn
126
Gjóskulag/upptök
– Tephra layer, origin
Aldur/gosár
– Age
Heimildir
– Reference
Katla ~1500 e.Kr./AD 19, 20
Miðaldalag/Reykjanes 1226 e.Kr. 21, 22
Landnámslag/Veiðivatna- og
Torfajökulskerfi
~870 e.Kr. 23, 24
Hekla (nefnt „gráa lagið“) ~1400 BP 20
Hekla-A ~2500 BP 20, 25
Katla-E ~2900 BP 20
Katla-N ~3500 BP 20, 26
Hekla-4 ~4300 BP 6, 7
Hekla (mögul. Hekla Ö) ~6000 BP MÁS, óbirt gögn
Reykjanes 6000-6100 BP 20, 27
„Saksunarvatnsgjóskan“/Grímsvötn ~10.200 BP 9, 11
1. tafla. Helstu gjóskulög á Suðvesturlandi. Aldur forsögulegra gjóskulaga er gefinn í
raunárum fyrir 1950. – The main tephra layers in the Reykjavík area. The age of prehis-
toric tephra layers are given in calendar years before 1950.
Könnun gjóskulaga í
fjörumónum
Í yfirborði urðarinnar í Hofsvík
er víðast hvar stórgrýti, en á milli
er bergmulningur blandaður leir-
kenndu efni. Næst ofan á urðinni
er þunnt bláleitt sendið leirlag og
þar ofan á kemur dökkleitur mór.
Í sjávarmálinu mælist mórinn á
bilinu 2,2–3,2 m þykkur, en borað
var í hann á fimm stöðum með
jarðvegsbor. Telja má víst að ójafnt
undirlag mósins ráði því hversu
misþykkur hann er. Eftir því sem
best verður séð nær mórinn tæpa 2
m niður fyrir stórstraumsfjöruborð.
Í honum er mikið um birkilurka,
stofna, greinar og rótarhnyðjur (5.
mynd). Ekki er að sjá að lurkarnir
liggi í ákveðnum lögum eða dýpt-
arbilum í mónum, en þó finnast þeir
ekki í efstu lögum hans. Allmörg
gjóskulög finnast í mónum sem gefa
kost á aldursgreiningum og útreikn-
ingum á þykknunarhraða mósins.
Gjóskulagatímatal
Gjóskulög hafa um alllangt skeið
verið notuð við ýmiskonar rann-
einnig í brimklifinu upp af fjörunni
(sjá 6. og 7. mynd). Til samanburðar
er sýnt snið úr skurði austan við
Grundarhverfi (mælt árið 1994).
Gjóskulögin voru greind út frá
samanburði við önnur snið á Suð-
vesturlandi. Sýni úr öllum lögum
voru skoðuð í smásjá til að draga
fram ýmis einkenni gjóskukornanna,
t.d. lit glers og kornagerð. Efnagrein-
ingum var ekki beitt, en öll lög sem
fram komu á Kjalarnesi hafa verið
efnagreind frá nálægum svæðum,
m.a. Mosfellsbæ og Reykjavík (MÁS,
óbirt gögn). Í sniðunum í Hofsvík
komu fram níu þekkjanleg gjósku-
lög. Yngst þeirra er Katla~1500. Í
fjörumónum er það á allt að 4 cm
dýpi. Landnámslagið frá um 870 er
skýrt í sniðunum. Greinileg litbrigði
verða í mónum um Landnámslagið,
en hann er ljósari ofan þess en neðar.
Þessi skil sjást í jarðvegi víða um
land og eru talin merki um aukna
jarðvegseyðingu eftir landnám.
Birkilurkar sáust ekki í mónum ofan
Landnámslagsins en eru algengir
neðar.
Elsta gjóskulagið sem fannst í
mónum í Hofsvík er um 6000–6100
ára gamalt Reykjaneslag. Lagið
hefur verið rakið frá upptökum,
sem eru í sjó við Reykjanes, austur
5. mynd. Rótarhnyðja í fjörumónum hjá Sjávarhólum rétt neðan við Kötlu~3500.
Lurkarnir í mónum sýna að þar hefur vaxið skógur allt frá því um 9000 BP og fram að
landnámi. Ofan landnámslags sjást ekki lurkar í mónum. Gildustu lurkarnir eru 14 cm
í þvermál og um 2 m á lengd. – Tree roots in the submerged peat on the Sjávarhólar rock-
slide. Tree trunks in the peat indicate growth of wood in the area from 9000 BP to 1200
BP or until the settlement of Iceland, Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.
sóknir á Suðvesturlandi, svo sem
aldursgreiningar á hraunum á
Reykjanesskaga og fornleifarann-
sóknir. Helstu gjóskulög sem búast
má við að finna á Kjalarnesi eru
talin upp í 1. töflu. Mælt var snið í
fjörumónum á stórstraumsfjöru og
81_3-4_loka_271211.indd 126 12/28/11 9:13:57 AM