Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn
112
Dæmi frá Hvammstanga –
klæða líparít með lúpínu?
Þegar gengið er upp frá tjaldstæð-
inu og gömlu kirkjunni á Hvamms-
tanga meðfram Syðri-Hvammsá
kemur maður fljótlega í þetta lit-
skrúðuga gil (9. mynd). Þar er
líparít í hlíð við suðurbakka árinnar
á um 100 m kafla. Maður er rétt sem
snöggvast minntur á litadýrð Land-
mannalauga. Það er lítið um líparít
í nágrenni Hvammstanga og þessi
litla skriða því nokkuð sérstök.
Ef svo fer fram sem horfir verður
þetta ljósa líparít innan tíðar algróið
lúpínu og að mestu hulið sjónum
manna. Að mati höfundar er þarna
augljóst dæmi um skriður og grjót
sem á að fá að njóta sín áfram –
ógróið. Án þess verður gilið við
Syðri-Hvammsá fátæklegra.
9. mynd. Lúpína hylur óðum litla líparítskriðu ofan við Hvammstanga. Ljósm.:
Þ.Ö.Á., ágúst 2010.
undir sig á svo sem einum áratug.
Á þriðja ári er plantan orðin svo
stór og með svo þétta laufþekju að
hún fer að skyggja á gróðurinn í
kring svo hann veslast upp og deyr.
Þegar svörðurinn inni í þéttum
lúpínubreiðunum var athugaður
kom í ljós að þar var mikið af dauðu
berjalyngi.
Þarna er lúpínan að leggja undir
sig algróið land. Þessar lautir eru
hrífandi gróðursamfélag, með
þrenns konar berjalyng: Krækilyng
(Empetrum nigrum), bláberjalyng
(Vaccinium uliginosum) og aðalblá-
berjalyng (V. myrtillus). Þegar þessar
myndir voru teknar, 12. ágúst 2010,
var þar allt blátt af berjum.
Rannsóknir sýna að alaskalúp-
ína getur numið land og dreift sér
við fjölbreytilegar aðstæður á þurr-
lendi, allt frá lítt grónum melum og
söndum til vel gróins mólendis.1
Þessar algrónu lautir í Borgunum
á Hólmavík eru sorglegasta dæmið
sem höfundur þessarar greinar
hefur séð þar sem alaskalúpína
valtar yfir öflugt, fjölbreytt og gjöfult
gróðursamfélag.
8. mynd. Í Borgunum við Hólmavík þrífst lúpínan illa á skraufþurrum, gróður-
snauðum ásum sem henni var ætlað að klæða, en dafnar mjög vel í algrónum laut-
unum. Ljósm.: Þ.Ö.Á., ágúst 2010.
81_3-4_loka_271211.indd 112 12/28/11 9:13:35 AM