Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 164 Museum) er nú eitt safn í eigu Kaup- mannahafnarháskóla og varð til árið 2004 við sameiningu þriggja safna sem öll sinna flokkunarfræðilegum rannsóknum: Dýrafræðisafn Danmerkur (Zoo- logisk Museum) varð til árið 1862 en elstu hlutar þess eru frá um 1650. Árið 1870 var safnið opnað almenningi. Grasafræðisafn Danmerkur (Bota- nisk Museum & Centralbibliotek og Botanisk Have) byrjaði sem grasa- garður árið 1600. Árið 1752 opnaði Friðrik V., konungur Danmerkur og Noregs, grasagarð sinn og eigið grasa- fræðisafn fyrir almenning. Safnið telst til 15 stærstu í heimi á sínu sviði. Jarðfræðisafn Danmerkur (Geo- logisk Museum) byrjaði árið 1772. Rætur þess liggja þó aftur til um 1600, til Museum Wormianum, sem dregur nafn sitt af fræðimanninum Ole Worm.12 Noregur. Náttúruminjasafn Nor- egs (Naturhistorisk Museum) má rekja til ársins 1812, þegar Friðrik VI konungur Danmerkur og Noregs, gaf hinum nýja Noregsháskóla höf- uðbólið Tøyen. Árið 1814 varð fyrsti grasagarðurinn til og voru gróður- hús til sýningar byggð á árunum 1817–1819. Dýrafræðisafnið varð til á árunum 1904–1908, Grasafræðisafnið 1908–1913 og Jarðfræðisafnið 1911– 1917. Áherslusvið Náttúruminjasafns Noregs eru söfnun, rannsóknir, kennsla og miðlun. Söfnin voru fimm og 1. ágúst 1999 voru þau sameinuð í eitt höfuðsafn. Höfuðáhersla allra sviða Náttúruminjasafns Noregs eru flokkunarfræðilegar greiningar.13 Náttúruminjasafnið í Ósló er í eigu Óslóarháskóla. Finnland. Náttúruminjasafn Finnlands (Luonnontieteellinen keskusmuseo) er í eigu háskólans í Helsinki og var stofnað 1923. Safnið er deildaskipt eins og önnur slík og eru flokkunarfræði og greiningar höf- uðviðfangsefni allra deilda safnsins.14 Bretland. Náttúruminjasafn Bret- lands (Natural History Museum) hóf starfsemi sína árið 1881 sem hluti af British Museum og varð sjálf- stæð stofnun árið 1963. Allar deildir safnsins leggja höfuðáherslu á flokk- unarfræðilegar greiningar og röðun safnmuna á flokkunarfræðilegan máta. Náttúruminjasafn Bretlands safnar ákaflega litlu til sýninga sér- staklega, en leggur þeim mun meiri áherslu á að auka við munasöfn sín til flokkunarfræðilegra rannsókna. Safnið er geysistórt og á t.d. yfir 90% núlifandi fuglategunda auk margra útdauðra.15 Frakkland. Náttúruminjasafn Frakklands (Muséum National d‘His- toire Naturelle) var stofnað formlega árið 1793 en grunnur að safninu var lagður mun fyrr, árið 1635, með til- urð hinna konunglegu lyfjafræðilegu grasagarða Lúðvíks III. Frakkakonungs. Safnið skiptist í ólíkar rannsókna- og sýningaeiningar. Efst á lista yfir rann- sóknarverkefni eru flokkunarfræði og þróun. Safnið er einnig atkvæðamikið í flokkum eins og vistfræði og líf- fræðilegum fjölbreytileika.16 Þýskaland. Náttúruminjasafn Þýskalands (Museum für Natur- kunde í Berlín) var stofnað 1810 sem hluti Berlínarháskóla og þá sam- einuðust dýrafræðisafn, líffærasafn og jarðfræðisafn háskólans í einni stofnun. Flokkunarfræði, tegunda- greiningar og tegundalýsingar eru meginhlutverk safnsins í dag.17 Bandaríki Norður-Ameríku. Náttúruminjasafn Bandaríkjanna (American Museum of Natural His- tory) varð til árið 1869 og hefur síðan verið í stöðugum vexti vegna virkrar söfnunar náttúruminja. Allar deildir hefðbundins safnastarfs sérhæfa sig í flokkunarfræðilegri greiningu, hver á sínu sviði.18 Kanada. Náttúruminjasafn Kan- ada (Canadian Museum of Nature) var stofnað 1912 og deildi hús- næði með jarðfræðistofnun Kanada til ársins 1927, þegar aðskilnaður varð milli þessarra tveggja stofnana. Flokkunarfræði, tegundagreiningar og tegundalýsingar eru grunnþættir í starfsemi safnsins.19 Niðurlag Náttúruminjasafn Íslands var stofnað árið 2007, er höfuðsafn Íslands á sviði náttúrufræða og á rætur sínar að rekja til hins gamla safns sem rekið var af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1889–1947. Andstætt því sem fram kemur í umræddri grein eru náttúruminjasöfn sannarlega virki vísindalegrar starf- semi. Þau eru öflug á sviði söfnunar, greininga, flokkunar og rannsókna á náttúru og náttúruminjum og eru vissulega miðlarar vísindalegrar þekk- ingar. Rétt er að sum þeirra hafa tekið að sér ákveðna þætti umhverfisrann- sókna en þeir hverfa í samanburði við hina hefðbundnu söfnunar- og flokkunarfræðilegu starfsemi þeirra, og skiptir þá ekki máli hvort málið er skoðað út frá sjónarhóli mannafla eða fjármagns. Ein afleiðing af söfnunar-, flokk- unar- og rannsóknastarfseminnar er menningarlegi þátturinn, þar sem náttúran er kynnt almenningi með sýningum og reynt að vanda sem best til. Önnur er varðveisla nátt- úruminja sem vitnisburðar um fjöl- breytileika náttúrunnar á hverjum tíma. Sá fjölbreytileiki er hverfull og því mikilsvert að geta gert grein fyrir honum þótt ekki sé nema að litlu leyti. Náttúruminjasöfn brjóta gjarnan til mergjar samband manns og náttúru, en ætíð á forsendum náttúrunnar. Það er vissulega talið sjálfgefið að náttúruminjasöfn horfi á hlutverk sitt út frá sjónarmiðum vísindamanna á sviði náttúruvísinda, andstætt því sem fram kemur í umræddri grein, enda er vísindastarfsemi safnanna bundin þekkingu þeirra vísinda- manna sem þar starfa. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að náttúruminjasöfn eru ótvírætt mið- stöðvar vísindalegrar þekkingar. Náttúruminjasafn Íslands á vissulega erindi út fyrir Ísland í málefnum nátt- úrunnar eins og höfundur umræddrar greinar minnist á, enda hefur skap- ast hið ágætasta net samstarfs og tengsla milli Náttúruminjasafns Íslands og höfuðsafna á sviði náttúrufræða erlendis, einkum á Norðurlöndunum. Náttúruminjasafn Íslands leitast við að starfa eins og náttúruminjasöfn um allan heim gera. Helgi Torfason safnstjóri og Georg B. Friðriksson starfsmaður Náttúruminjasafns Íslands Heim ild ir Sigurjón Baldur Hafsteinsson 2010. Eggjun – 1. Af samtíð og framtíð Náttúruminjasafns Íslands. Náttúrufræðingurinn 80. 7–10. Lög nr.106/2001, Safnalög.2. Lög nr. 35/2007, lög um Náttúruminjasafn 3. Íslands Helgi Jónsson 1914. Saga félagsins. Bls. 4. 1–67 í: Náttúrufræðisfjelagið tuttugu og fimm ára: 1889–1914. Prentsmiðjan Guten- berg, Reykjavík. Finnur Guðmundsson 1951. Skýrsla um 5. Hið íslenzka náttúrufræðifélag félagsárin 1944–1946. 112 bls. Lög nr. 17/19516. Lög nr. 48/19657. Lög nr. 141/2011 Safnalög.8. http://icom.museum9. http://rannis.is10. http://www.nrm.se11. http://snm.ku.dk12. http://www.nhm.uio.no13. http://www.luomus.fi14. http://www.nhm.ac.uk15. http://www.mnhn.fr 16. http://www.naturkundemuseum-berlin.17. de/index.html http://www.amnh.org18. http://nature.ca/en/home19. 81_3-4_loka_271211.indd 164 12/28/11 9:14:22 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.