Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 62
Náttúrufræðingurinn 166 framhlaup að ræða enda jökullinn bólginn og sprung- inn í sporðinn. Skeiðarárjökull (vestasta mælistöð) styttist mest allra jökla þetta ár, eða um 155 m. Jarðskjálftar Árið 2009 var rólegt á skjálftasviðinu. Mestu skjálftar ársins urðu í allsnarpri skjálftahrinu við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Forskjálftavirkni hófst um kl. 17 þann 29. maí, en meginskjálftinn, 4,7 stig, varð kl. 21:33 sama kvöld. Upptök hans voru við vestanvert Fagradalsfjall. Hann fannst víða um suðvestanvert landið, vestur í Búðardal og austur að Hvolsvelli og olli meira að segja grjóthruni í Esju, eins og nefnt er í kaflanum um skriðuföll. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, sá stærsti kl. 13:35 daginn eftir með upptök við norðanvert fjallið. Hann var 4,3 stig og fannst einnig víða. Alls mældust um 2000 skjálftar í hrinunni sem gengin var um garð fyrir mánaðamótin. Yfirlit um skriðuföll ársins 2009 Að sögn Halldórs G. Péturssonar jarðfræðings á Akur- eyrarsetri Náttúrufræðistofnunar var ekki mikið um stór skriðuföll á þessu ári. Helst er að eitthvað hafi kveðið að þeim í úrhellisrigningu á Austfjörðum þann 24. ágúst, en þá féllu skriður á svæðinu milli Seyðisfjarðar, Fljóts- dalshéraðs og Eskifjarðar. Mest urðu skriðuföllin í sunn- anverðum Mjóafirði og á Þórdalsheiði, sem er á milli Héraðs og Reyðarfjarðar. Á báðum þessum stöðum ollu skriðurnar gróðurspjöllum en auk þess skemmdist línuvegurinn um Þórdalsheiði mikið. Þá olli skriða, sem féll úr Fornastaðafjalli þann 5. júlí, miklum skemmdum á heimarafstöð bæjarins Fornhóla í Ljósavatnsskarði. Svo virðist sem þetta skriðufall megi rekja til leysinga og vatnssöfnunar í þykkum, lausum jarðlögum efst í fjallinu, en það hófst þegar vatnsósa melur í um 700 m hæð sprakk fram og skriða rann niður farvegi og gilskorninga. Henni safnaðist til efni á leiðinni niður fjallið, þannig að hún var orðin mjög efnismikil þegar hún geystist út úr gilkjaftinum í fjallsrótum og dreifði miklum aur og stórgrýti yfir keiluna þar neðan við. Nokkurt grjóthrun var á árinu og hrundi víða á vegi undir bröttum hlíðum, eins og við Strákafjall í Fljótum, við Steina undir Vestur-Eyjafjöllum og oftar en einu sinni úr Súðavíkurhlíð og Óshlíð. Í desembermánuði var talsvert um grjóthrun í nágrenni Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði sem víxlverkunum frosts og þíðu má eflaust Skriða féll úr Merkjárgili í Fornastaðafjalli í Ljósavatnsskarði þann 5. júlí 2009. Rafstöð bæjarins að Fornhólum sést á myndinni en hún skemmdist í skriðunni. Minni myndin sýnir jarðvegsrof af völdum skriðunnar. Ljósm.: Árni S. Sigurðsson. Sumarið 2008 náði Gígjökull niður að lóninu en sumarið eftir hafði hann hopað frá því. Ljósm.: Ólafur Kr. Ólafsson og Ragnar Th. Sigurðsson. 81_3-4_loka_271211.indd 166 12/28/11 9:14:26 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.