Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 62
Náttúrufræðingurinn
166
framhlaup að ræða enda jökullinn bólginn og sprung-
inn í sporðinn. Skeiðarárjökull (vestasta mælistöð)
styttist mest allra jökla þetta ár, eða um 155 m.
Jarðskjálftar
Árið 2009 var rólegt á skjálftasviðinu. Mestu skjálftar
ársins urðu í allsnarpri skjálftahrinu við Fagradalsfjall á
Reykjanesskaga. Forskjálftavirkni hófst um kl. 17 þann
29. maí, en meginskjálftinn, 4,7 stig, varð kl. 21:33 sama
kvöld. Upptök hans voru við vestanvert Fagradalsfjall.
Hann fannst víða um suðvestanvert landið, vestur
í Búðardal og austur að Hvolsvelli og olli meira að
segja grjóthruni í Esju, eins og nefnt er í kaflanum um
skriðuföll. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, sá stærsti
kl. 13:35 daginn eftir með upptök við norðanvert fjallið.
Hann var 4,3 stig og fannst einnig víða. Alls mældust
um 2000 skjálftar í hrinunni sem gengin var um garð
fyrir mánaðamótin.
Yfirlit um skriðuföll ársins 2009
Að sögn Halldórs G. Péturssonar jarðfræðings á Akur-
eyrarsetri Náttúrufræðistofnunar var ekki mikið um stór
skriðuföll á þessu ári. Helst er að eitthvað hafi kveðið að
þeim í úrhellisrigningu á Austfjörðum þann 24. ágúst,
en þá féllu skriður á svæðinu milli Seyðisfjarðar, Fljóts-
dalshéraðs og Eskifjarðar. Mest urðu skriðuföllin í sunn-
anverðum Mjóafirði og á Þórdalsheiði, sem er á milli
Héraðs og Reyðarfjarðar. Á báðum þessum stöðum
ollu skriðurnar gróðurspjöllum en auk þess skemmdist
línuvegurinn um Þórdalsheiði mikið. Þá olli skriða, sem
féll úr Fornastaðafjalli þann 5. júlí, miklum skemmdum
á heimarafstöð bæjarins Fornhóla í Ljósavatnsskarði.
Svo virðist sem þetta skriðufall megi rekja til leysinga
og vatnssöfnunar í þykkum, lausum jarðlögum efst í
fjallinu, en það hófst þegar vatnsósa melur í um 700
m hæð sprakk fram og skriða rann niður farvegi og
gilskorninga. Henni safnaðist til efni á leiðinni niður
fjallið, þannig að hún var orðin mjög efnismikil þegar
hún geystist út úr gilkjaftinum í fjallsrótum og dreifði
miklum aur og stórgrýti yfir keiluna þar neðan við.
Nokkurt grjóthrun var á árinu og hrundi víða á vegi
undir bröttum hlíðum, eins og við Strákafjall í Fljótum,
við Steina undir Vestur-Eyjafjöllum og oftar en einu
sinni úr Súðavíkurhlíð og Óshlíð. Í desembermánuði
var talsvert um grjóthrun í nágrenni Mjólkárvirkjunar í
Arnarfirði sem víxlverkunum frosts og þíðu má eflaust
Skriða féll úr Merkjárgili í Fornastaðafjalli í Ljósavatnsskarði þann 5. júlí 2009. Rafstöð bæjarins að Fornhólum sést á myndinni en hún
skemmdist í skriðunni. Minni myndin sýnir jarðvegsrof af völdum skriðunnar. Ljósm.: Árni S. Sigurðsson.
Sumarið 2008 náði Gígjökull niður að lóninu en sumarið eftir hafði hann hopað frá því. Ljósm.: Ólafur Kr. Ólafsson og Ragnar Th. Sigurðsson.
81_3-4_loka_271211.indd 166 12/28/11 9:14:26 AM