Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 154 verða töld. Hún er mjög lífsterk og kann á landi að liggja sem selur einn heilan dag. En í sandi bilar hún aldrei.5 Hér kemur fram að um er að ræða 30 álna langan skíðishval, með hvítum skíðum, sem getur legið í eða á sandi (sem selur) og er vel ætur. Víst hefðum við kosið að þessi lýsing væri ýtarlegri, en bót er í máli að henni fylgir teikning af hvalnum, að vísu frumstæð, en sýnir þó í megin- dráttum sköpulag hans. Þar sést að hvalurinn hefur engan bakugga (horn), en í þess stað nokkra hnúða á aftanverðum hrygg, sem er sérkenni gráhvalsins í Kyrrahafi. Lýsing Jóns lærða og teikning stemma ekki við neinn skíðishval í Atlantshafi og voru því mörgum ráðgáta. Í skýringum sínum við umrætt rit gat Halldór ekki greitt úr því en taldi sandlægju vera samnefni við sandætu, sem aðrar heimildir geta um, og tengir heitin við sandreyði með vafa. Bjarni Sæmundsson6 gat sér þess til að þetta væri eitt af mörgum nöfnum hrefnu (hrafnreyðar), þar sem hún hefur gulhvít skíði og er oft nærri landi. Hvorugur þessara hvala passar þó við lýsingu Jóns. Ýmsir erlendir fræðimenn hafa ritað um hvalanöfn í Eddu, Kon- ungsskuggsjá og Náttúrufræði Jóns lærða. Árið 1970 birtist grein eftir F.C. Fraser, hvalafræðing við Brit- ish Museum í London, þar sem hann færði rök fyrir því að sand- lægja Jóns lærða væri tegundin Eschrichtius robustus, sem þekkist nú ekki í Atlantshafi en er vel þekkt við Kyrrahafsströnd Norður-Amer- íku og kallast þar gray whale (grá- hvalur). Það var Gwynne Vevers, dýrafræðingur í London, sem benti Fraser á ritgerð Jóns og þýddi hana fyrir hann.7,8,9 Þetta er næsta augljóst þegar skoðuð er lýsing Jóns og mynd af hvalnum, sem er hornlaus en hefur áberandi hnúða á aftanverðu baki; þar að auki er ekki rengi á kvið hvalsins á mynd Jóns og styður sú staðreynd það einnig að hún sé af gráhval. Auk þess stemma lifnaðarhættir hans nokkuð vel við lýsingu Jóns, því að gráhvalurinn í Kyrrahafi býr með ströndum fram, sækir gjarnan í innhöf og lón og liggur þar oft á sandbotni, þótt ekki sé þess getið að hann liggi uppi á sandi eins og Jón o.fl. segja sand- lægjuna gera. Þórður Þorláksson (1637–1697), niðji Guðbrands Hólabiskups og biskup í Skálholti frá 1674 til dauða- dags, var allra manna lærðastur og vel að sér í náttúrufræðum. Hann ritaði Íslandslýsingu á latínu undir nafninu Theodor Thorlacius, eins konar doktorsritgerð við háskólann í Wittenberg í Þýskalandi, Dissertatio chorographico-historica de Islandia, sem fyrst var gefin út í Wittenberg 1666 og síðast í alþýðlegri útgáfu af Ferðafélagi Íslands 1982, þýdd af Þorleifi Jónssyni. Þórður getur aðeins um þrjár tegundir skíðis- hvala: steypireyði, sléttbak og sand- ætu, en um hana farast honum svo orð: Sandæta, sem er gjarnan 30 álnir á lengd, heitir svo vegna þess, að hún kann vel við að liggja á sandi, og sést hún jafnvel iðulega á ströndinni. Þeir stórfiskar, sem hér hafa verið taldir, eru með skíði en engar tennur. Kjötið af þeim er hollt og prýðilegt til matar.10 Engar skýringar fylgja þessu riti, en varla fer milli mála að Þórður á við sömu skepnu og Jón lærði kallar sandlægju. Ummæli Þórðar benda til að hún hafi enn verið tíð við Ísland á 17. öld. Hans Peder Resen (1625–1688) var danskur lærdómsmaður og prófessor við Hafnarháskóla sem kom nokkuð við sögu íslenskra fræða. Hann samdi mikið ritverk á latínu, kallað Atlas Danicus, sem var endurbætt af Johan Brunsmand og lokið 1688. Það var ekki prentað fyrr en á 20. öld og þá í bútum. Í því er m.a. að finna lýsingu Íslands og Íslendinga, sem Jakob Benediktsson þýddi og Sögufélag gaf út í bókinni Íslandslýsing 1991. Resen kom aldrei til Íslands en hefur allan sinn fróð- leik úr eldri ritum og frá íslenskum heimildarmönnum. Í kafla um „Íslensk vatnaferlíki“ er m.a. fjallað um hvali. Mikið af efni hans er sótt í rit eftir annan danskan fræðimann og prófessor, Thomas Barholin (1616–1680), sem 1657 gaf út bók á latínu með titlinum Historiarum anatomicarum rariorum.11 Í Íslands- lýsingu Resens fær sandlægjan þessa athyglisverðu umsögn: [Sandæta/sandlægja]. Átjánda teg- und er sandæta eða sandlægja, sem dregur nafn af sandi, þar sem hún er vön að liggja, og sést því oft við ströndina, en þar leitar hún að smá- fiskum sem sveima í sandinum og eru helsta æti hennar. Hún hefur skíði en engar tennur. Menn eta kjötið af henni, en erfitt er að murka úr henni lífið, því hún er lengi að deyja eins og selurinn. Sé hún tekin á söndum brýst hún hart um, svo varasamt er að nálgast hana fyrr en hún er upp- gefin eða hálfdauð.12 Samkvæmt skýringum Jakobs Benediktssonar og umfjöllun í riti Ole Lindquist er þessi klausa mjög samhljóða því sem Bartholin ritar Sandlægja – teikning Jóns lærða Guðmundssonar frá árunum 1640–1644. 81_3-4_loka_271211.indd 154 12/28/11 9:14:18 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.