Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 3
107 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Alþýðufræðslan og Benedikt Gröndal Í lok fyrstu greinar sinnar um nátt- úrufræði árið 1852 segir Benedikt Gröndal (1826–1907): „Það er … harla gleðilegt, að vita af þeim mönnum, sem gleðja sig yfir nátt- úrunni, og dýrð hennar, og sem vilja öðlast skilning á henni. Ef slík löngun þróast, þá mætti vel vera, að bókmenntasaga vor ekki yrði eins fátæk, eða jafnvel örsnauð, af ritum um eðli náttúrunnar.“ Benedikt átti síðan eftir að leggja meira af mörkum við að fræða fólk um þessi efni en nokkur annar Íslendingur fyrir hans daga. Hann var ákafleg fjölhæfur og frumkvöðull á ótrúlega mörgum sviðum og samdi m.a. fyrstu kennslubækur á íslensku í nokkrum greinum: dýrafræði, steina- og jarðfræði, landafræði og efnafræði. Allt frá barnæsku var Benedikt síteiknandi og „bjó til heilar myndabækur yfir dýrafræði, ýmist með öðrum myndum eða þá upp úr mér eftir lýsingum í bókum“ eins og hann segir frá í sjálfsævisög- unni Dægradvöl. Ekki síst var hann vinsælt skáld og áratugum saman eini náttúrufræðingur landsins. Í bókasafni Bessastaðaskóla skoð- aði Benedikt ungur náttúrumyndir í erlendum bókum og hneigðist snemma að dýrafræðinni: „… var ég alltaf að vaða í sjónum og kafa í mógröfunum eftir pöddum og ormum en enginn gat sagt mér neitt til eða stýrt mér.“ Tvítugur lauk Benedikt Gröndal prófi frá Bessastaðaskóla og hélt sama ár til Kaupmannahafnar þar sem hann lagði m.a. stund á náttúrufræði sem hann sinnti þó lítið næstu áratug- ina. Þegar Benedikt hóf kennslu við Lærða skólann (1874) byrjaði hann að teikna myndir af íslenskum dýrum og ætlaði náttúrusögusafni skólans. Að þessum teikningum vann hann síðan fram á efstu ár og urðu úr þeim nokkrar bækur. Þær mestu voru Dýraríki Íslands sem kom út árið 1975 og Íslenskir fuglar sem gefin var út 2011 af Crymogeu í samtarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Er Benedikt Gröndal hóf samn- ingu Íslenskra fugla við lok þarsíð- ustu aldar, hafði enginn Íslendingur tekið sér slíkt verk fyrir hendur og það var ekki fyrr en með Fuglunum eftir Bjarna Sæmundsson, árið 1936, að slík bók birtist á prenti. Jónas Hallgrímsson hafði reyndar gert Bókmenntafélaginu tilboð um að taka saman íslenska fuglafræði en því var hafnað. Á saurblaði Íslenskra fugla segir Benedikt að bókin sé hans hans eign „alveg óviðkomandi þeim fjárstyrk sem alþíngið hefur veitt mér“. Ástæðan var sú að hann hlaut engan opinberan styrk til verksins og mætti eins og oft áður skilningsleysi í viðleitni sinni að uppfræða almenning. Eitt sinn fékk hann styrk frá dönsku stjórninni til að þýða kennslubók í náttúrufræði gegn loforði Jóns Sigurðssonar um að Bókmenntafélagið kæmi henni á prent. Benedikt lauk við þýðinguna en þegar til átti að taka vildi Jón ekki kannast við loforðið. Olli það Benedikt sárum vonbrigðum og fargaði hann handritinu. Þorvaldur Thoroddsen kynntist Jóni Sigurðssyni nokkru síðar og talaði í Minningabók sinni kuldalega um áhugaleysi hans í þessum efnum: „Oftar en einu sinni braut eg upp á því við Jón Sigurðs- son, að nauðsynlegt væri, að fræða íslenska alþýðu um náttúruvísindi og hinar nýju uppgötvanir vísindanna, tók hann því nokkuð dauflega og sagði eitt sinn: Þeir hafa sögurnar og þurfa í rauninni ekki annað.“ Tilgangur Benedikts með dýra- söfnuninni var aldrei að uppgötva neitt nýtt, heldur safna því sem til væri og gera myndir af því í eina bók, eins og hann segir í Dægradvöl: „... ég var alltaf að fást við þessi störf, sem enginn kunni né vildi meta neins, ég vann aleinn, án hluttekningar annarra, enda vildi enginn nota þekkingu mína til neins, en starfið veitti mér þá ánægju, sem menn annars hafa ekki hugmynd um.“ Íslenskir fuglar og Dýraríkið voru því einskonar sjálfshjálp- arbækur Benedikts og hann vann að þeim sleitulaust árum saman, vitandi að þær yrðu sennilega aldrei gefnar út. Notagildi slíkra bóka taldi hann hinsvegar ótvírætt: „Slík óútgefin myndasöfn eru víða á bókhlöðum og hafa ætið þótt mikils verð, því þau eru hjálp fyrir þá sem vilja stunda þessi fræði …“ Benedikt Gröndal var miklu fremur alþýðufræðari og kennari en vísindamaður. Í fyrrnefndri grein frá 1852 leggur hann áherslu á mikilvægi fræðslu og þekkingar á náttúrunni er hann hrósar gömlum kennara sínum og lætur í ljósi ánægju sína yfir því „hvorsu mikinn þátt Björn Gunnlögsen alltaf hefir tekið og tekur enn í því, að gera almenningi skiljanlega marga hluti náttúrunnar sem fyrir augun bera. Það getur vel verið að sá, sem svo fúslega og stöðuglega lætur sér annt um þessa hluti, gjöri meira að verkum en margur heldur; því á þekkingu á náttúrunni er þekking á lífinu grundvölluð, á náttúrunni er velmegun þjóðanna byggð. En náttúran er jafn voldug og mikil í hinu smáa sem hinu stóra.“ Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur 81_3-4_loka_271211.indd 107 12/28/11 9:13:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.