Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 162 Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 162–164, 2011 Náttúruminjasafn Íslands Ýmislegt hefur verið ritað um Nátt- úruminjasafnið í áranna rás, en kveikjan að meðfylgjandi hugleið- ingum var greinarstúfur eftir Sigurjón B. Hafsteinsson sem birtist í Náttúru- fræðingnun 2010.1 Náttúruminjasafn Íslands er í safnalögum nr. 106 árið 20012 skilgreint sem höfuðsafn á sviði náttúrufræða og var stofnað með lögum nr. 35 árið 20073. Safnið á nú samastað í gömlu og fallegu húsi við Brynjólfsgötu 5 þar sem eru tveir fastir starfsmenn og ört vax- andi gripasöfn. Samkvæmt lögum um Náttúruminjasafn Íslands er því gert að safna náttúruminjum, skrá þær og varðveita, auk þess að annast rann- sóknir á starfssviði sínu, og er miðlun til almennings og skóla einn meg- inþátta starfseminnar.3 Safnalög voru endurskoðuð haustið 2011 og í lögum nr. 141/2011 segir um höfuðsöfnin: 8. gr. Höfuðsöfn Höfuðsöfn eru þrjú: Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Þau eru öðrum söfnum til ráðgjafar og skulu stuðla að samvinnu safna og samræmdri safnastefnu hvert á sínu sviði. Höfuðsöfn skulu hafa forustu í málefnum safna á sínu sviði, stuðla að eflingu og samræmi í safnastarfi og leiða faglegt samstarf safna og annarra aðila. Höfuðsöfn skulu leitast við að efla og auka þekkingu og færni starfsfólks safna. Höfuðsöfn skulu annast kynningu á sér- sviði sínu innan lands og utan. Safnkostur höfuðsafna skal vera undirstaða fræðslu- og sýningarstarfs þeirra. Hann skal jafnframt vera aðgengilegur til rannsókna. Höfuðsöfn mega ekki taka við gjöfum sem kvaðir fylgja. Ráðherra getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði ef sérstök rök mæla með því. Saga Náttúruminjasafns Íslands er ekki löng, aðeins fjögur ár, en safnið á rætur sínar að rekja til Náttúrugripa- safnsins sem Hið íslenska náttúrufræði- félag (HÍN) stofnaði árið 1889. Þegar Sigurjón í fyrrnefndri grein lætur að því liggja að um sé að ræða harmsögu allt frá árinu 1889 er í raun átti við nán- ast samfellda vandræðasögu fjögurra stofnana. Náttúruminjasafnið sem stofnað var 2007 er ekki sama stofn- unin og Náttúrugripasafnið sem HÍN kom á fót árið 1889, þótt vissulega reki það rætur sínar til þess, og því er ekki rétt í umræddri grein að Nátt- úruminjasafn Íslands hafi verið rekið af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi til 1947. Skipuleg söfnun og varð- veisla minja á Íslandi Þann 24. apríl árið 1887 var „Íslenskt náttúrufræðisfélag“ sett á stofn í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnarsyni lögfræðingi og Stefáni Stefánssyni grasafræðingi.4 Ætlunin var að koma á fót náttúrugripasafni í Reykjavík í samræmi við 2. gr. laga félagsins: Aðaltilgangur fjelagsins er að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi, er sje eign þess og geymt í Reykjavík. Kaupmannahafnarfélagið lagðist af þegar stofnendur þess fluttu heim til Íslands, þrátt fyrir áhuga þeirra á mál- inu og söfnunarstarf þeirra. Tveimur árum síðar, 16. júlí árið 1889, var „Hið íslenzka náttúrufræðisfélag“ stofnað í Reykjavík og kom á laggirnar nátt- úrugripasafni því sem þekkt varð sem Náttúrugripasafnið í Reykjavík5 og hóf sýningar strax árið 1890. Hið ágæta framtak félaga Hins íslenska náttúrufræðifélags fékk hljómgrunn meðal almennings og starfaði Nátt- úrugripasafnið í Reykjavík til ársins 1947 á vegum félagsins, framan af við þröngan kost og í óboðlegu húsnæði fyrir slíka starfsemi. Heldur bötnuðu aðstæður safnsins þegar það var flutt í nýbyggt Safnahús (nú Þjóðmenn- ingarhús) árið 1908 og þar var það til húsa næstu áratugina ásamt þáver- andi höfuðsöfnum þjóðarinnar,5 en því var lokað árið 1960. Það vill oft gleymast, þegar fjallað er um Náttúrugripasafnið í Reykjavík, að munir þess voru vissulega afhentir menntamálaráðuneytinu með samn- ingi þann 16. júní 1947,5 en stofnun nýs safns á vegum ríkisins dróst til ársins 1951 þegar Náttúrugripasafn Íslands var stofnsett með lögum og því gert að starfa við söfnun og rann- sóknir á náttúrugripum.6 Starfaði Náttúrugripasafn Íslands til ársins 1965 þegar Náttúrufræðistofnun Íslands var stofnuð með lögum nr. 48 það árið.7 Safnið var flutt á Hlemm 1960. Í grein Sigurjóns1 er saga safnsins rakin sem samfelld saga eins safns, en safnið skipti um eigendur 1947, skipti um nafn 1965, skilið var á milli safna- og rannsóknastarfsemi 1992 og nýtt safn stofnað 2007. Sigurjóni verður tíðrætt um slæm húsnæð- ismál Náttúruminjasafns Íslands og hefur þar mikið til síns máls. Raunar er þó um fjórar stofnanir að ræða: Náttúrugripasafnið í Reykjavík (HÍN- safnið 1889–1947), Náttúrugripasafn Íslands (ríkissafn 1947–1965), Náttúru- fræðistofnun Íslands (1965–rannsókn- arstofnun) og Náttúruminjasafn Íslands sem er hið opinbera náttúruminja- safn íslenska ríkisins (2007–). Hlutverk Náttúruminja- safns Íslands Þegar vikið er að hlutverki Nátt- úruminjasafns Íslands í umræddri grein verður að líta til þess hvernig það er skilgreint í lögunum og einnig hvernig samsvarandi söfn erlendis sinna hlutverkum sínum. Í 2. gr. laganna um safnið er hlutverk þess tekið saman: Hlutverk Náttúruminjasafns Íslands er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og nátt- úruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi. Náttúruminjasafnið safnar munum sem henta starfsemi þess, skráir þá og varðveitir. Náttúruminjasafn Íslands starfar sam-kvæmt lögbundnu hlutverki sínu, það safnar náttúruminjum, greinir þær, skráir þær og sinnir rannsóknum á safngripum. Aðstæðna vegna hefur ekki verið ráðist í bygg- ingu húsnæðis fyrir Náttúruminjasafn Íslands og hefur safnið því þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Áætlað er að sýningarstarfsemi hefjist árið 2012, fáist fjármagn til þess. Staðsetning safnsins hefur verið hugleidd mjög vel, aðstæður kann- aðar í öðrum löndum til samanburðar og einnig hér á landi. Þorri íslensku þjóðarinnar er búsettur á Reykjavík- ursvæðinu og þótt ekki væri vegna annrs er rökrétt og eðlilegt að Nátt- úruminjasafn Íslands sé í Reykjavík, Helgi Torfason og Georg B. Friðriksson Af samtíð og framtíð Náttúruminjasafns Íslands 81_3-4_loka_271211.indd 162 12/28/11 9:14:21 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.