Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 28
Náttúrufræðingurinn
132
ís- og snjóflóðum (2. mynd A). Að
austanverðu er jökullinn algerlega
skilinn frá meginjöklinum og fellur
jökulísinn niður allt að 350 m hátt
þverhnípt hamrabelti líkt og sá vest-
ari (2. mynd B). Milli ístungnanna
gengur urðarrani niður jökulinn
frá höfða sem skilur að ísfossana (1.
mynd). Þessi höfði er nafnlaus í dag
en stungið hefur verið upp á að hann
verði nefndur eftir vísindamann-
inum Jack D. Ives, sem í áraraðir
hefur unnið að jöklarannsóknum
á Skaftafellssvæðinu. Undan jökul-
ísnum í báðum ísfossunum steypast
mikilfenglegir leysingarvatnsfossar
niður hamrabeltin neðan við. Urð-
arraninn sem gengur niður eftir
jöklinum miðjum er um 150–200 m
breiður efst en mjókkar um miðbik
jökulsins, þar sem hann er einungis
um 100 m breiður. Síðan breikkar
urðarraninn aftur og er um 400 m
breiður neðst á jöklinum, en það
samsvarar um 50% af heildarbreidd
hans. Yfirborð jökulsins er sprungið
líkt og á öðrum skriðjöklum, en
svigður (e. ogives), sem ganga niður
hvorar frá sínum ísfossinum, eru
áberandi í jökulyfirborðinu. Fyrir
framan jökulsporðinn liggja víð-
áttumiklir jökuláraurar. Neðar í
dalnum slær ljósleitum blæ á aur-
ana en ástæða þess er að aurarnir
innihalda rhýólítmöl sem rofist
hefur úr gosmyndunum í Kjósinni,
gamalli megineldstöð í fjöllunum
rétt vestan við jökulinn. Jökulgarður
gengur þvert yfir Morsárdal, um
1,6–1,8 km frá núverandi jökuljaðri
(3. mynd). Í bröttum hlíðum dalsins
fyrir ofan núverandi jökul sjást
greinileg ummerki nýlegs jökulrofs,
en þau sýna glöggt hversu mjög
jökullinn hefur hörfað og þynnst á
undanförnum árum og áratugum.
Fyrir framan jökulinn að austan-
verðu er jökullón sem árið 2011
var um 1100 m langt og allt að 400
m breitt. Samfara hörfun jökulsins
hefur lónið stækkað umtalsvert hin
síðari ár (3. mynd).
Rannsóknir á Morsárjökli
Fyrstur jarðvísindamanna til að
kanna Morsárjökul varð Þorvaldur
Thoroddsen, en hann átti þarna leið
um árið 1894 þegar hann fór í rann-
sóknarferð um Austur-Skaftafells-
sýslu.2 Þá lá jökullinn við ystu
garða langt niðri á sandinum. Á
þessum tíma var jökullinn flatur
1. mynd. Yfirlitskort af Morsárjökli og nánasta umhverfi hans. Brotsár bergflóðsins og útlínur urðarinnar er hvort tveggja markað með
dökkgráum lit. Skýringar: 1. 20 m hæðarlínur á landi, 2. 20 m hæðarlínur á jökli, 3. jökullónið, 4. urðarrani Morsárjökuls, 5. snjólína
(ELA). – Location map of the Morsárjökull outlet glacier. The fracture zone and the accumulation lobe marked with gray color.
Legend: 1. 20 m contour lines on land, 2.20 m contour lines on glacier, 3. proglacial lake, 4. medial moraine, 5. equilibrium line (ELA).
81_3-4_loka_271211.indd 132 12/28/11 9:13:59 AM