Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 44
Náttúrufræðingurinn
148
Vart hefur orðið við suðrænar
fiskgöngur á norðlægari slóðum en
fyrr12,16,31,40 og eru nýjar veiðislóðir
skötusels þekkt dæmi. Að undan-
förnu hafa 25% makrílstofnsins
í Norður-Atlantshafi leitað nær
Íslandsströndum í fæðuleit (4.
mynd). Þegar árið 2006 óskaði ríkis-
stjórn Íslands eftir viðræðum um
að fá veiðikvóta í þessum stofni,
en hann er ákveðinn af Alþjóða-
hafrannsóknarráðinu (ICES). Árið
2010 var gefinn út leyfilegur kvóti
milli 527 og 572 þúsund tonn og
voru Íslendingum boðin 3% af
honum við litla hrifningu landans.
Svo fór að á þeim árum sem íslensk
útgerð var ósátt við sinn hlut tóku
íslensk veiðiskip hátt í 19% aflans og
lýstu Skotar og Norðmenn megnri
óánægju með veiðarnar. Fiskurinn
er feitur og prótínhlutfallið ekki hátt
á sumrin, en makríll þyngist að jafn-
aði um 59% í námunda við Ísland.
Gagnrýnendur veiðanna benda á
að verðmæti fari til spillis við það
að fiskurinn skuli veiddur utan þess
tíma sem hann nýtist best til mann-
eldis.40 Verulegum upplýsingum
um breytt göngumynstur makríls
var lýst í greinargerð starfshóps á
vegum sjávarútvegsráðuneytisins
árið 2011.42
Rögnvaldur Hannesson hefur
fjallað um veiðar á stofnum sem hafa
breytt göngum sínum milli land-
helgi fiskveiðiþjóða. Hann brýnir
fyrir ríkjum að sýna samábyrgð í
stjórnun farstofna svo að fyrirbyggja
megi ofveiði meðan göngumynstrið
er að breytast. Ef ríki taka of seint
við sér í samningum er hætta á
að viðbrögðin komi of seint og
að veitt sé of mikið úr stofnum ef
bætt er í veiðarnar á nýjum slóðum
áður en dregið er úr hefðbundnum
veiðum.43
Það sem af er þessari öld hefur
önnur uppsjávartegund, loðna,
einnig sýnt breytta hegðun og ný-
liðun hennar hefur verið léleg frá
2003.44 Ungloðna hefur á þessari öld
fært sig vestar og norðar (að austur-
strönd Grænlands, sem sennilega
eru lélegri uppeldisstöðvar), en eldri
loðna sækir á nýjar slóðir sunnan
við Ísland.44 Þetta hefur haft áhrif á
loðnuveiðar og telja fiskifræðingar
að hér sé um að kenna breytingum
í umhverfisþáttum. Á árunum 2010
og 2011 hafði loðnustofninn hins
vegar náð vel yfir lágmarksstofn-
stærð fyrir hrygningu (400 þúsund
tonn) og veiðikvóti var aukinn.45
Loðnumjöl hefur verið mjög mikil-
vægt hráefni í fiskifóður og nota
Norðmenn ómælt magn af því í
laxeldi. Þessi dæmi sýna hve gífur-
legir hagsmunir eru í húfi við breyt-
ingar á streymi hlý- og kaldsjávar í
kringum Ísland.
Ef til vill er enn alvarlegra að sýru-
stig sjávar er að breytast vegna þess
að meiri koltvísýringur leysist nú úr
andrúmsloftinu í höfum. Styrkur [H+]
gæti vaxið um 100–150% (IPPC-fram-
tíðarsýn IS92a) og haft gífurleg áhrif
á undirstöðu fæðuvefjar hafsins.46
Tæknileg aðlögun
Á meðan byggingarefni á Íslandi var
aðallega torf og grjót var einkum
byggt úr timbri og hleðslusteini
annars staðar á Norðurlöndum.
Stafkirkjan á Unnæs í Noregi, sem
byggð var á 12. öld, stendur enn í
upprunalegri mynd. Grunnur dóm-
kirkjunnar í Lundi var lagður 1080
en byggingu hennar lauk ekki fyrr
en árið 1220, og stendur kirkjan
enn. Frá því 1056 og fram á okkar
daga hafa verið reistar 11 kirkjur
í Skálholti í nokkurn veginn sam-
felldri byggingarsögu, en flestar
urðu eldi, hvassviðri eða jarðskjálft-
um að bráð.
Þegar hagkerfi Íslands óx fiskur
um hrygg á 20. öld voru innviðir
og mannvirki hins vegar reist af
betri efnum og þá í samræmi við
náttúruöflin, þar á meðal veðurfar
(5. mynd). Húsgrunnar eru grafnir
djúpt og eru rammgerðir, stein-
steyptir veggir eru járnbundnir og
rafdreifikerfi, vatnslagnir og heita-
vatnsrör, brýr, hafnir og ekki síður
virkjanir hafa verið hannaðar til
standast frosthreyfingar, hvassviðri,
jarðskjálfta, hlaup í ám og háflóð í
djúpum lægðum. Á sama hátt hafa
Norðmenn einnig hannað t.d. norska
raforkudreifikerfið út frá ströngum
öryggisstöðlum.47 Í samanburði við
sænska dreifikerfið hefur hið norska
staðið betur í nýlegum óveðrum.
Nú þarf ekki einasta að gera við hið
sænska heldur er þörf á að endur-
hanna og reisa frá grunni kerfi til að
þola meira veðurálag. Á fyrrnefndri
ráðstefnu um aðlögun norrænna
samfélaga kom fram að hagkvæmni
hefði verið höfð að leiðarljósi við
upprunalega hönnun sænska kerfis-
ins, en verkfræðingar réðu því að
styrkur og ending var í fyrrirúmi í
Noregi, en í hvorugu landanna var
gert ráð fyrir hnattrænum veðurfars-
breytingum.46
Á Íslandi hafa einkum opinberar
stofnanir það hlutverk að byggja og
halda við innviðum í almannaþágu,
svo sem höfnum, vegum og raf-
dreifikerfum. Hjá Siglingastofnun
var strax brugðist við árið 1990, þegar
mjög djúp lægð gekk yfir landið
5. mynd. Veiðarfæraskúrar hafa um aldaraðir verið reistir allt niður að fjöruborði í Svíþjóð,
þar sem skerjagarðurinn dregur úr öldugangi og sjávarfalla gætir lítið (t.v. Rossö, Bohus-
län). Við undirbúning Landeyjarhafnar þurfti mikinn viðbúnað til að standast sjávargang
og veðurham (t.h. Landeyjahöfn). – Boat sheds have traditionally been built on the shore-
line on the west coast of Sweden (Rossö, Bohuslän). When preparing for a harbor at sea
in Iceland measures are taken to prepare for extreme erosion (Landeyjar, S-Iceland).
Ljósm./Photos: Dag Jonasson 2010 & Finnur Árnason 2009.
81_3-4_loka_271211.indd 148 12/28/11 9:14:15 AM