19. júní


19. júní - 19.06.2007, Page 3

19. júní - 19.06.2007, Page 3
 Höfum við gengið til góðs? Kvenréttindafélag Íslands er aldargamalt í ár. Þrátt fyrir aldurinn er félagið síungt og baráttan söm og jöfn. Áherslur breytast þó og þau mál sem voru í deiglunni fyrir einhverjum áratugum víkja fyrir öðrum brýnni og alltaf vinnast sigrar þannig stundum verður óþarft að berjast. Til að fá meiri meiri yfirsýn baráttuna var ákveðið að taka tali þá formenn Kvenréttinda­ félagsins sem enn eru á lífi. Í ljós kom að þótt mörg mál séu enn ekki til lykta leidd þá hefur margt áunnist og umræðan er síbreytileg frá einum tíma til annars. Lífshlaup Sveinbjargar Hermannsdóttur sem verið hefur félagi í KRFÍ í næstum hálfa öld varpar enn frekara ljósi á lífskilyrði kvenna hér áður fyrr og þær framfarir sem sannarlega hafa orðið verða enn ljósari í samanburði við skáldkonuna ungu Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Klám og vændi eru málefni sem í æ ríkara mæli hafa komið upp á yfirborðið í samfélaginu og eru nú verulegt áhyggjuefni. 19. júní tæpir á því máli og þeirri ábyrgð sem kennarar bera á viðhorfum nemenda sinna. Margt fleira bar á góma við vinnslu á efni blaðsins og þótt við vitum að konur verði að halda vöku sinni er óhætt að fullyrða að víst höfum við gengið til góðs og þegar enginn staður finnst lengur í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri hefur unnist sigur. Efnisyfirlit Guðrún Eva Mínervudóttir 4 Menntum fólk í viðhorfsbreytingum 8 Sigurveig Guðmundsdóttir 10 Sólveig Ólafsdóttir 12 Esther Guðmundsdóttir 14 Lára V. Júlíusdóttir 17 Gerður Steindórsdóttir 18 Guðrún Árnadóttir 20 Inga Jóna Þórðardóttir 21 Bryndís Hlöðversdóttir 22 Sigríður Lillý Baldursdóttir 24 Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir 25 Hólmfríður Sveinsdóttir 26 Þorbjörg Inga Jónsdóttir 27 Sveinbjörg Hermannsdóttir 28 Klæðum af okkur kúgunina 32 Eldsálin Þorbjörg Sveinsdóttir 34 Jafnrétti í Evrópu, goðsögn eða veruleiki 38 Refsinornir eða manneskjur? 40 Klámþátturinn 42 Nýtur klámdrottning ásta? 44 Skýrsla stjórnar 48 19. júní 2007 Útgefandi: Kvenréttindafélag Íslands Ritstjóri: Steingerður Steinarsdóttir Ritnefnd: Svanhildur Steinarsdóttir Hrund Hauksdóttir Ljósmyndari: Bára Kristinsdóttir Umbrot: Ingigerður Guðmundsdóttir Prentvinnsla: Prentmet Förðun Guðrúnar Evu: Katrín Gísladóttir, Stykkishólmi. Formenn Kvenréttindafélags Íslands Frá 1907 Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1911 Guðrún Jónasson 1912 Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1927 Laufey Valdimarsdóttir 1946 María J Knudsen 1947 Sigríður J Magnússon 1964 Lára Sigurbjörnsdóttir 1969 Sigurveig Guðmundsdóttir 1971 Guðný Helgadóttir 1975 Sólveig Ólafsdóttir 1981 Esther Guðmundsdóttir 1986 Lára Valgerður Júlíusdóttir 1989 Gerður Steinþórsdóttir 1990 Guðrún Árnadóttir 1992 Inga Jóna Þórðardóttir 1995 Bryndís Hlöðversdóttir 1997 Sigríður Lillý Baldursdóttir 1999 Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir 2000 Hólmfríður Sveinsdóttir varaformaður, starfandi formaður 2001 Þorbjörg Inga Jónsdóttir

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.