19. júní


19. júní - 19.06.2007, Síða 6

19. júní - 19.06.2007, Síða 6
óþökk samfélagsins, því á endanum fer fólk að hlusta. Og skilja.“ Vorsólin skín ennþá skært þótt nokkuð sé liðið á eftirmiðdaginn og mikilfenglegt útsýnið úr stofugluggum Guðrúnar Evu er hvergi nærri hætt að heilla. Þegar ég spyr rithöfundinn hvenær nýja bókin komi út, svarar hún glettnislega með annarri spurningu: „Er ekki kominn kokteiltími?“ Og hún skenkir okkur rauðvín í staup. „Ég vil helst vinna í þessari bók til ársins 2008, vil alls ekki rumpa henni af fyrir haustið, bara tími því ekki. Mér finnst efnið vera stórmerkilegt og vil fara vandlega með það enda hefur það gefist mér mjög vel áður að hafa bið­ lund; gera aftur, gera betur. Ég tel að þrjú ár til að skrifa stóra skáld­ sögu sé eðlilegur vinnslutími og ég er mjög fegin því að hafa gefið Yosoy góðan tíma, hún breyttist svo mikið undir það síðasta að ég má varla til þess hugsa að ég hefði slysast til að gefa hana út of snemma. Eins og ég sagði áðan þá langar mig í þessari nýju bók að skoða eða hreinlega rannsaka lífsóttann í okkur og þá sérstak­ lega hvernig hann snýr að konum. Ég býst við að ég skrifi megnið af henni hér í Stykkis­ hólmi og er ekkert spennt fyrir að fara til útlanda á næstunni enda búin að gera mikið af því og er orðin dálítið þreytt á útlöndum. Ég sakna íslenskunnar alltaf þegar ég er mikið erlendis. Ég þrífst best í umhverfi þar sem ég get talað íslensku, hlustað á hana og lesið. Mér finnst mjög gott að vera á Íslandi og svo ég tali nú ekki um að geta notið þeirra lífsgæða að vera úti á landi eins og ég er núna og í góðum félags­ skap hinna frábæru Hólmara og nálægt öllu skemmtilega fólkinu sem ég þekki í höfuðborginni.” Hvað telurðu að getum við gert betur í jafnréttisbaráttunni? Hún hlær: „Nú ætla ég að snúa aðeins út úr. Og þó ekki. Mér finnst afar mikilvægt að taka þetta málefni á djúpum, persónu­ legum eða jafnvel sálgreiningar­ legum nótum. Skoða hvað er á bak við hlutina í stað þess að benda einungis á afleiðingarnar. Kynímyndirnar rista svo rosalega djúpt, þær eru nokkuð sem hver og einn þarf að skoða innra með sér og það þyrfti að uppræta ýmsan misskilning sem er í gangi því annars er mikil hætta á panik. Femínistar á Íslandi eru upp til hópa mjög málefnalegir. Hysterían er mun meira áberandi hjá þeim sem ráðast gegn femínismanum. Fólk hlustar ekki nógu vandlega á það sem er raunverulega verið að segja og finnst boðskapurinn svo stuðandi að það tekur ekki eftir því að hann er settur fram með algerlega málefnalegum hætti. Við erum alin upp við skýr skilaboð um kynin og sumpart að konur séu ekki jafn merkilegar og karlar. Það hefur mjög djúp áhrif á barnssálina og óneitanlega tekur maður þau áhrif með sér út í lífið. Það er flókið og erfitt að draga þetta fram í dagsljósið, sundurgreina það og eyða því. Allt fjölmiðlaefni er gegnsýrt af þessu, efni í sjónvarpi, tímaritum og jafnvel bókum, svo göfugur miðill sem þær nú eru annars. Maður var stútfylltur í æsku af einhverri speki úr Fimm bókun­ um þar sem stelpurnar þvælast fyrir nema þær séu eins konar „transgender“ manneskjur eða kynskiptingar, gangi í buxum og kalli sig strákanafni þá eru þær til gagns, annars ekki. Þetta lá þungt á mér þegar ég var lítil, ég man vel eftir því, mér þótti leiðin­ legt að vera ekki af þessu töff kyni sem strákar virtust vera. Ég var að klára BA­ritgerðina mína en hún fjallar um trúar­ heimspeki og meðal annars þau miklu áhrif sem það hefur á samfélag okkar að guðdómurinn skuli allur vera karlkyns. Ástæðan fyrir því að við höfum þurft Guð í mannsmynd er kannski til að auðvelda okkur að hafa þessa fyrirmynd, að vilja með einhverj­ um hætti stefna í áttina að því að vera hreinn kærleikur, en við höfum alltaf séð Guð fyrir okkur sem hinn fullkomna karlmann því karlinn hefur verið nær hug­ myndum okkar um hina full­ komnu veru. Þetta er mikilvægt að taka til athugunar og vera meðvitaður um. Maður tekur ekki beinlínis eftir þessari karlgeringu „faðir, sonur og heilagur andi ...“, þetta glymur bara í eyrunum og umhverfinu en þarna eru á ferðinni ógnvænlega sterk skilaboð. Og þau eru ekki góð fyrir konur. Trúin er mjög mikilvægt afl og þarf að geta verið alveg nálægt okkur. Við þurfum að geta samsamað okkur hugmyndinni. En með karlguði erum við að tilbiðja karlmennskuna á mjög undarlegan og ég leyfi mér að segja óeðlilegan hátt. Eins og karlmenn eru stórkost­ legir ... en það eru konur líka og þurfa að skilja að þær bera þennan sama heilagleika í sér, við höfum líka kærleikann og við erum líka kraftaverkaverur.“ Mér finnst plastdúkkurnar ekki endilega bera vott um kvenfyrirlitningu eigenda þeirra heldur fyrst og fremst kvenótta, hreinlega ótta við lífið. Þú getur alveg treyst á dúkkuna – hún fer ekki frá þér. 

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.