19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 8

19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 8
Forvörnum er beitt í tengslum við áfengis- og fíkniefnanotkun unglinga, slysavarnir, umferðar- öryggi o.fl en þær eru ekki síður mikilvægar þegar kemur að mótun viðhorfa ungmenna í jafnréttis- og kynferðismálum. Lykilatriði í slíkri forvörn er menntun grunnskólakennara. En eru kennarar undir það búnir að bregðast við málum sem upp kunna að koma í kennslustofunni sem snerta jafnrétti, viðhorf nemenda og hegðun? Er þörf á viðhorfsbreytingu hjá kennurum barna okkar? Hvaða menntun stendur kennara­ nemum til boða til undirbúnings í þessum málum? Í dag er kynja­ fræðikúrs valfrjáls í grunnnámi Kennaraháskóla Íslands. Fyrir skólaárið 2005­2006 skráðu þrjátíu nemendur sig í kúrsinn, en einungis fjórtán kláruðu hann. Nemendur grunndeildar KHÍ eru milli fjórtán og fimmtán hundruð. Að sögn Þórdísar Þórðardóttur sem kennt hefur þetta námskeið töldu þeir nemendur sem ekki héldu áfram námskeiðinu m.a. að í kúrsinum yrðu þeir búnir undir að taka á því að drengir koma verr út í fjölþjóðlegum rannsóknum á námsárangri og samræmdum prófum en stúlkur. Önnur ástæða var að nemendur höfðu áhyggjur af kynímynd stráka í kvenlægum skóla og töldu að þeim yrði leiðbeint um hvernig bregðast ætti við því. Nýliðinn vetur var ekki boðið upp á námskeið í kynjafræði í KHÍ en fyrirhugað er að halda úti slíku námskeiði næsta skólaár. Af dæmisögum í lok þessarar greinar má glöggt sjá að mikið vantar upp á undirbúning kennara á þessu sviði. Í einu til­ felli sem segir frá drengjum sem voru að skoða nektarmyndir í tíma hefði kennarinn þurft að vera búinn að fá undirbúning sem gerði honum kleift að takast á við slíkar aðstæður. Hann hefði getað notað tækifærið og rætt við bekkinn um hlutgervingu kvenna, klám og áhrif þess á óharðnaða unglinga. Hverjir sitji fyrir og leiki í klámi og hvers vegna þeir hafi leiðst út í það. Fjallað um tölur sem sýna hversu hátt hlutfall kvenna sem vinna í kynlífsiðnað­ inum hafa verið misnotaðar barn­ ungar og nauðgað. Tala um skuggahliðar klámiðnaðarins og benda á rannsóknir sem sýna að þótt strákar líti á klám sem fræðsluefni, telji stelpur klám ógeðslegt og ekki tengjast kynlífi. Viðbrögð kennarans eru skaðleg á margan hátt. Þau senda skila­ boð til drengja um að það sé í lagi með klám. En einnig senda þau skilaboð til stúlkna um að láta þess háttar yfir sig ganga. Eins hefði kennarinn sem varpaði fram fullyrðingunni um konur sem „gera of mikið úr hlutunum“ haft gott af upp­ fræðslu í kynjafræði. Karlmenn eru ekkert síður en konur afbrýði­ samir án tilefnis. Svona fullyrðing af vörum kennara mótar viðhorf nemendanna í þá veru að konur geri svo mikið úr öllu og því sé ekki mark á þeim takandi. Reynsla drengjanna í bekknum af samböndum var vitaskuld engin og því gátu þeir engan veginn lagt sjálfstætt mat á þessa fullyrðingu. Þeir hins vegar gripu hana á lofti og tileinkuðu sér hana strax. Má því segja að kennarinn hafi fært þeim á silfur­ fati afsökun fyrir því að þurfa ekki að hlusta á umkvartanir kvenna, óháð því hvort þær væru án tilefnis eða ekki. Þá hefði kennarinn sem setti mynd af Önnu Nicole Smith á tölvuskjá sinn og sneri út í kennslustofuna og hafði mínútu­ þögn til minningar um hana þurft samskonar fræðslu og fyrrnefndir kennarar. Hann kom sjálfur skila­ boðum til bekkjarins um að það sem karlmenn beri lotningu fyrir og veki aðdáun þeirra sé kyntákn þrátt fyrir að það sé tilbúið með lýtaaðgerðum, hárlitunar­ og snyrtivörum og klæðaburði vændiskvenna. Hann segir þeim að þess háttar kvenfólk sé sett á stall og ekki bara af jafnöldrum stúlknanna, heldur fullorðnum karlmönnum eins og honum sjálfum sem er leiðbeinandi og fyrirmynd þeirra í kennslu­ stofunni. Ef hann endilega vildi taka undir umræðu drengjanna hefði hann frekar átt að fjalla um sorglegan æviferil hennar, ofbeldi, eiturlyfjanotkun og andlegt ástand sem var verulega slæmt. Sýna nemendum fram á tengingu lifnaðarhátta hennar og útlits­ framsetningar við erfiðleika og áföll í lífshlaupi hennar og að lokum dauða. Kennarar geta verið Texti: Svanhildur Steinarsdóttir Menntum fólk í viðhorfsbreytingum 

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.