19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 14

19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 14
Esther Guðmundsdóttir var for- maður Kvenréttindafélgasins á árunum 1981 – 1986. Hún er þjóðfélagsfræðingur að mennt og er nýbúin að ljúka mastersnámi í opinberri stjórnsýslu. Hvaða málefni voru efst á baugi þegar þú varst formaður Kven- réttindafélagsins? „Mörg mál voru á dagskrá í minni formannstíð sem var á síðari helmingi kvennaáratugar Samein­ uðu þjóðanna,“ segir Esther. „Má þar nefna umræðu um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, í félags­ og stjórnmálastarfi og félagskonur voru sammála um að nauðsynlegt væri að vinna að því að auka hlut kvenna í ákvarðana­ töku í samfélaginu næstu fjögur árin eins og landsfundur félags­ ins hafði reyndar samþykkt haustið 1980. Á síðasta ári kvennaáratugarins árið 1985 einkenndist starfsemi félagsins mest að því að undirbúa ýmsa viðburði á árinu með þátttöku í svokallaðri ´85­nefnd. Innan félagsins var mikill áhugi á að auka hlut kvenna við ákvörðunartöku í þjóðfélaginu, eins og ég sagði áðan. Hlutur kvenna var frekar rýr í sveitar­ stjórnum, á Alþingi og yfirleitt annars staðar þar sem ákvarðanir voru teknar. Konur töldu það ekki rétt í lýðræðisþjóðfélagi að þær kæmu ekki að þeim ákvörðunum sem teknar voru. Við í félaginu vorum sannfærðar um að með aukinni fræðslu og meira sjálfs­ trausti myndu fleiri konur taka þátt í félagsstarfi og þar með starfi stjórnmálaflokka. Haldin voru mörg námskeið sem áttu að efla sjálfstraust og sjálfsvitund Esther Guðmundsdóttir Enn er veruleg þörf fyrir Kvenréttindafélagið Viðtal: Svanhildur Steinarsdóttir kvenna og búa þær undir frekari þátttöku í hvers konar félags­ starfi. Þetta voru námskeið í ræðumennsku, fundarsköpum, framsögn, greinarskrifum, fram­ komu í fjölmiðlum, tímastjórnum og gerð skattframtala. Félagið gerði líka ýmislegt til að hvetja konur til dáða fyrir sveitar­ stjórnarkosningarnar 1982 og al­ þingiskosningarnar 1983. Haldnar voru fjölmennar ráð­ stefnur og fundir eins og „Konur og kosningar“ og höfðu fjölmiðlar sjaldan sýnt svo mikinn áhuga á ráðstefnum félagsins og þessari. Mjög fjölmennur fundur var síðan haldinn með kvenframbjóðend­ um í Reykjavík fyrir sveitarstjórnar­ kosningarnar í maí 1982. Félagið tók upp slagorðið „Konur – kjós­ um konur“ og lét m.a. útbúa lím­ miða með þessu slagorði, sem félagskonur dreifðu. Ýmislegt annað var gert til að hafa áhrif á það að konum fjölgaði sem kjörn­ um fulltrúum sem var mikið baráttumál og félagskonur unnu ötullega að. Á þessum tíma litu Kvennaframboðin dagsins ljós og áttu þau ásamt baráttu KRFÍ töluverðan þátt í því að konum fjölgaði úr 6,1% í 12,5% í sveitar­ stjórnarkosningunum 1982 og úr 5% í 15% í alþingiskosningum 1983. Mikil umræða var um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, en á þessum tíma var algengara að konur væru í hlutastörfum en fullu starfi. Þá höfðu konur mun lægri laun en karlar fyrir sam­ bærileg störf og starfsgreinar þeirra voru færri. Í framhaldi af umræðu í 19. júní 1982 hélt félagið ráðstefnu sem bar heitið „Að koma aftur á vinnumarkað­ inn“. Önnur ráðstefna fjallaði um „Endurmat á störfum í þjóðfélag­ inu“. Þá störfuðu starfshópar innan félagsins sem fjölluðu um launamál og launamisrétti karla og kvenna, hlutastörf/heilsdags­ störf, styttri vinnutíma fyrir alla og fleira. Félagið tók líka virkan þátt í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna sem í áttu sæti fulltrúar frá nítján félögum launþega, stjórnmálaflokka og kvenna­ samtaka auk Jafnréttisráðs. Framkvæmdanefndin var svar kvenna við óánægju þeirra með kjör sín á vinnumarkaðnum og að hefðbundin kvennastörf væru lægra metin en hefðbundin karla­ störf og þrátt fyrir að konur og karlar vinni sömu störf beri karlar oft meira úr býtum en þær. Teknar voru saman upplýsingar úr tiltækum könnunum um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og birtust niðurstöðurnar í heftinu „Staðreyndir um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum“. Áður hafði 1

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.