19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 15
bæklingurinn „Nokkrar stað
reyndir um stöðu kvenna á
vinnumarkaðnum“ verið gefinn út
með helstu niðurstöðum og dreift
á vinnustöðum og á fundum um
land allt.
KRFÍ varð sjötíu og fimm ára
1982 og var haldið afmælishóf á
Hótel Borg þar sem mættu hátt á
þriðja hundrað manns. Margir
góðir gestir mættu í veisluna en
þar voru fluttar ræður og skemmti
atriði. Mikið var fjallað um félagið
í fjölmiðlum og fluttur var útvarps
þátturinn „Íslandskonur hefjist
handa“ sem konur í félaginu sáu
um og gáfu félaginu laun sín fyrir
þáttinn. Ákveðið var að láta þessi
laun ásamt þeim peningagjöfum
sem bárust vegna afmælisins
renna í sérstakan söguritunarsjóð
en ákvörðun hafði verið tekin um
að rita sögu félagsins og fá Sigríði
Th. Erlendsdóttur, sagnfræðing til
verksins. Bókin „Veröld sem ég
vil“ Saga Kvenréttindafélags
Íslands 1907 – 1992 kom út á
árinu 1993.
Á þessum tíma var mikil sam
staða meðal kvennahreyfinga um
að vekja sameiginlega athygli á
ákveðnum málum eins og í
Framkvæmdanefnd um launamál
kvenna og ég sagði frá áðan.
KRFÍ tók einnig virkan þátt í
starfi Friðarhreyfingar íslenskra
kvenna, gerðist aðili að Samtök
um um kvennaathvarf þegar þau
var stofnuð og ´85 nefndinni.
Á árinu 1983 var skipuð undir
búningsnefnd sem fékk það hlut
verk að undirbúa þátttöku Íslands
í kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Nairobi í lok kvenna
áratugarins 1985. Þar kom fram
sú hugmynd að sameina fulltrúa
kvennahreyfinga í svokallaðri ´85
nefnd sem síðar setti sér það
markmið að gera úttekt á stöðu
kvenna við lok kvennaáratugar og
að standa fyrir aðgerðum á árinu
1985, sem hún og gerði. Mikið
var um að vera allt árið og tóku
félagskonur í KRFÍ virkan þátt í
undirbúningi viðburða, eins og að
minnast þess að sjötíu ár voru
liðin frá því konur fengu kosninga
rétt og kjörgengi til alþingis með
hátíðarfundi á Þingvöllum. Stór
listahátíð kvenna var haldin í
Reykjavík og síðast en ekki síst
var haldinn útifundur á Lækjar
torgi 24. október og Kvenna
smiðja var opnuð í Seðlabanka
húsinu. Þennan dag kom út á
vegum nefndarinnar bókin
„Konur – hvað nú?“ en í henni
var gerð úttekt á stöðu kvenna á
mörgum sviðum og leitast við að
svara spurningunni hvort
kvennaáratugurinn hafi skilað
árangri í að jafna stöðu kvenna
og karla. Það er engin spurning
að kvennaáratugurinn skilaði
ákveðnum árangri. Eftir þennan
áratug vorum við að mínu mati
skrefi framar í kvennabaráttunni.
Það varð ákveðin hugarfars
breyting í þjóðfélaginu þótt hún
hefði mátt vera miklu meiri.
Ég tók sem formaður virkan
þátt í starfsemi Alþjóðasamtaka
kvenréttindafélaga IAW og sat í
stjórn þeirra frá 1982 – 1992.
Þar kynnist ég mörgum frábær
um konum sem börðust fyrir
jafnrétti kvenna á við karla í sínu
heimalandi og áherslurnar voru
mismunandi. Konur í Evrópu
börðust fyrir aukinni stjórnmála
og atvinnuþátttöku kvenna og
launajöfnuði á meðan konur í
Afríku börðust við ólæsi og fyrir
því að fá fleiri vatnsbrunna til að
auðvelda þeim störf sín. Allar
þessar konur náðu vel saman því
markmiðið var og er í raun það
sama – aukið jafnrétti kynjanna.
Ég var einnig í Íslensku sendi
nefndinni sem fór á kvenna
ráðstefnu SÞ í Nairobi í júlí 1985.
Töluverð vinna fór í undirbúning
ráðstefnunnar og á ráðstefnunni
sjálfri en mjög fróðlegt var að
kynnast starfsemi SÞ og hvernig
svona fundir fara fram.
Af mörgu er að taka þegar
rifjuð er upp starfsemi KRFÍ á
þeim árum sem ég gegndi for
mennsku. Í þessu svari er aðeins
stiklað á því allra helsta, sem
kemur upp í huga minn. Þessi ár
voru mjög skemmtileg en tölu
verður tíma fór í starfið sem hefði
aldrei gengið svona vel nema af
því að með mér störfuðu svo
margar frábærar konur með ólík
sjónarmið.“
Hvaða málum finnst þér brýnast
að taka á um þessar mundir?
„Mjög brýnt er að uppræta launa
misrétti kvenna og karla sem enn
viðgengst í þessu þjóðfélagi,“
segir Esther. „Á árinu 1961 voru
sett lög um launajöfnuð karla og
kvenna þar sem kveðið var á um
að laun kvenna skyldu hækka á
árunum 1962 – 1967 til jafns við
laun karla fyrir sömu störf í
almennri verkakvennavinnu,
verksmiðjuvinnu og verslunar og
skrifstofuvinnu, eins og það var
orðað. Í dag fjörutíu og sex árum
síðar er ennþá óútskýranlegur
munur á launum kvenna og
karla. Þessu þarf að breyta.
Sá tími þarf að koma að það
skipti ekki máli hvort móðir eða
faðir er heima ef heimilisaðstæð
ur eru þannig að annað þeirra
þarf að taka hlé frá vinnu.
Foreldrar eiga að hafa raunveru
legt val en ekki að það sé sjálf
gefið að konan verði heima þar
sem hún er á lægri launum.
Einstæðar mæður þurfa líka að
geta séð fyrir sér og sínum á
sama hátt og einstæðir feður.
Vinnumarkaðurinn er ennþá
mjög kynskiptur í hefðbundin
kvenna og karlastörf og því
miður eru kvennastörf ekki
metin til jafns við karlastörfin.
Nauðsynlegt er að einhverskonar
endurskoðun á starfsmati fari
fram með það í huga að hefð
bundnar kvennastéttir verði
metnar að verðleikum.“
Hverjir eru að þínu mati stærstu
áfangasigrar íslenskrar kven-
réttindabaráttu?
„Fyrst vil ég nefna þegar konur
fengu kjörgengi og kosningarétt
árið 1915 en það var baráttumál
þeirra kvenna sem stofnuðu KRFÍ
árið 1907 að konur fengu fullt
stjórnmálalegt jafnrétti á við karla.
Annað baráttumál kvenna
hreyfinga víða um heim í byrjun
síðustu aldar var réttur kvenna til
menntunar og æðri skólagöngu.
Hér á landi fengu konur lagalegt
jafnrétti til skólagöngu og
embætta árið 1911.
Velferðar, skatta, og trygg
ingamál hafa verið baráttumál
félagsins í gegnum tíðina. Þar
hafa unnist bæði smáir og stórir
sigrar sem þakka má ötulli fram
göngu félagskvenna í KRFÍ. Sem
dæmi um þetta má nefna að
fljótlega eftir stofnun félagsins var
barist fyrir því að opnaðir yrðu
leikvellir fyrir börn í Reykjavík. Í
dag er það sjálfsagður hlutur að
börn séu á leikskólum á meðan
foreldrar eru við vinnu. Á árinu
1978 voru sett lög um sérsköttun
1