19. júní - 19.06.2007, Page 16
1
launþega en það hafði verið
mikið baráttumál félagsins að litið
yrði á konur sem sjálfstæða
einstaklinga en þær ekki skatt
lagðar með eiginmönnum sínum.
Á landsfundi 1944 voru fyrst
settar fram kröfur um fæðingar
orlof. Sá réttur varð að lögum
stuttu seinna og hefur verið
aukinn í gegnum tíðina og nú
síðast með lögum um fæðingar
og foreldraorlof frá árinu 2000
sem veitir foreldrum rétt til að
taka níu mánaða fæðingaorlof.
Tilgangur laganna er að hvetja
karla til að nýta rétt sinn og
auðvelda konum að vera virkir
þátttakendur í atvinnulífinu.
Aðstaða kynjanna á vinnumarkaði
ætti að vera mun jafnari eftir að
karlar fóru að taka fæðingarorlof.
Lög um launajöfnuð frá árinu
1961 sem var undanfari laga um
jafnrétti kynjanna 1976, sem
endurskoðuð hafa verið, nú
síðast árið 2000. Segja má að
með setningu þessara laga hafi
lagalegu jafnrétti verið náð. En
því miður er jafnrétti í raun ekki
til staðar ennþá. Nú þarf að vinna
að því að breyta hugarfari og ná
fram raunverulegu jafnrétti
kynjanna.
Upphaf kvennaáratugar
Sameinuðu þjóðanna árið 1975
markar ákveðin tímamót í
kvennabaráttunni og sérstaklega
Kvennafrídagurinn 24. október
þegar konur lögðu niður vinnu,
komu til fundar á Lækjartorgi og
þjóðfélagið lamaðist.
Kosning Vigdísar Finnboga
dóttur í embætti forseta Íslands
árið 1980 markaði líka tímamót
því hún var fyrst kvenna í
heiminum sem kosin var í lýð
ræðislegri kosning sem þjóðhöfð
ingi. Vigdís var og er ákveðin
fyrirmynd sem við þurfum á að
halda í kvennabaráttunni.
Sem betur fer hafa mörg karla
vígi fallið á undanförnum árum
þegar konur hafa brotið ísinn og
verið fyrstar kvenna til að gegna
embætti eða taka við starfi í þjóð
félaginu þar sem eingöngu karlar
hafa verið fyrir. Þetta eru fyrir
myndir sem efla sjálfsvitund og
sjálfstraust ungra kvenna í dag.“
Hvernig er best að haga barátt-
unni þ.e. hvar þurfa konur helst
að sækja á?
„Þrátt fyrir fjölda kvenna á
vinnumarkaði og hærra mennt
unarstig vantar mikið á að konur
hafi komist í áhrifastöður í þjóð
félaginu til jafns við karla. Konur
þurfa að sækja meira á í stjórn
unarstöðum stærri fyrirtækja,
taka sæti í stjórnum þeirra og
gerast framkvæmdastjórar og for
stjórar. Þær þurfa líka að læra að
verðleggja sig rétt þegar þær ráða
sig í vinnu og krefjast hærri launa
– því miður vanmeta þær oft þau
laun sem gætu verið í boði. Hér
þarf að verða ákveðin hugarfars
breyting og það hjá okkur konun
um sjálfum. Lög, reglugerðir eða
kynjakvótar koma að litlu gagni
þarna því málið snýst um sjálfs
vitund og sjálfsmat kvenna.
Foreldrar bera líka ábyrgð á því
að ala börn sín upp við jafnrétti í
raun inni á heimilunum svo þeim
finnist sjálfsagt að konur og karlar
fái sambærileg laun fyrir sam
bærilega vinnu.
Í dag eru örfáar konur for
stjórar stórra fyrirtækja og í stjórn
um þeirra. Mjög fáar konur eru í
stjórnum lífeyrissjóða eða banka
ráða. Mér finnst því staða kvenna
í viðskiptalífinu vera núna mjög
svipuð og staða kvenna í stjórn
málum var við upphaf kvenna
áratugarins 1975. Þá voru örfáar
konur í sveitarstjórnum, á alþingi
og ein kona hafði gegnt embætti
ráðherra. Þó staða kvenna í
stjórnmálum megi vera mun betri
þá eru konur sýnilegri nú en fyrir
30 árum. Við eigum væntanlega
eftir að sjá breytingu í viðskipta
lífinu á næstu 30 árum, en ég
vildi sjá hana gerast miklu, miklu
hraðar. Það eru svo margar hæfar
konur tilbúnar að taka á sig
aukna ábyrgð en fá ekki tækifæri
til þess. Hvers vegna ekki? Ég veit
það ekki en alla vega þurfum við
meiri breytingu á hugafari okkar
á næstunni. Jafnréttisbaráttan
gengur frekar hægt og sýnir að
þrátt fyrir aldarafmæli KRFÍ er
enn veruleg þörf fyrir félagið.“
Að lokum, hvaða breytingar
vildir þú helst sjá gerast á
næstu áratugum?
„Ég vil sjá raunverulegt jafnrétti á
öllum sviðum. Konur og karlar
hafa sömu lagalegu réttindin en
ennþá vantar uppá að jafnrétti sé
í reynd, eins og launajafnrétti og
hverjir skipa ábyrgðarstöður þar
sem ákvarðanir eru teknar í þjóð
félaginu. Algjört jafnrétti er heldur
ekki inn á heimilunum þótt karlar
taki töluverðan þátt í barnaupp
eldi og öllu heimilishaldi er
ábyrgðin enn að mestu leyti í
höndum kvenna. Ég veit ekki
hvort konur haldi í þessa ábyrgð.
Eins og ég sagði áðan þá skiptir
líka máli, hver hefur hærri tekjur
á heimilinu ef aðstæður eru
þannig að annað hjóna þarf að
vera heima vegna ungra barna
eða annarra heimilisaðstæðna.
Sá sem hefur lægri tekjur hættir
að vinna eða minnkar við sig
vinnu og er heima. Eins og
staðan er í dag er það oftar
konan en karlinn.“