19. júní - 19.06.2007, Síða 20
Guðrún Árnadóttir var formaður
KRFÍ frá 1990 – 1992. Hún er
menntaður lífeindafræðingur auk
þess sem hún á að baki nám í
félagsfræði við Háskóla Íslands.
Í dag starfar Guðrún sem verk-
efnisstjóri Þjónustumiðstöðvar
Miðborgar og Hlíðahverfis.
Hverja telur þú helstu ávinninga
jafnréttisbaráttu síðastu ára?
„Það fyrsta sem kemur upp í
hugann, þegar spurt er um
ávinning jafnréttisbaráttunnar, er
stóraukin menntun kvenna. Þær
hafa sannarlega sótt fram á öllum
stigum skólakerfisins og eru nú í
meirihluta þeirra sem stunda
háskólanám. Aukin og fjölbreytt
ari menntun hefur síðan leitt til
þess að konur fást nú við mun
margbreytilegri störf en áður fyrr
og þær hafa haslað sér völl í
starfsgreinum sem áður voru
nánast eingöngu skipuð körlum.
Aukinn skilningur á nauðsyn
og rekstri leikskóla í nútíma sam
félagi ásamt öðrum möguleikum
á gæslu og vistun barna hefur
gert konum greiðfærara út á
vinnumarkaðinn. Eykur þetta
fjárhagslegt sjálfstæði kvenna.
Jöfnun foreldraábyrgðar með
lagasetningu og lenging og
breyting á fæðingarorlofi eiga
einnig að jafna stöðu kynjanna á
vinnumarkaði og verða forsenda
fyrir meira launajafnrétti.
Ýmsar stofnanir og starfsemi
hafa stutt við jafnréttisbaráttuna
og hafa löngu sannað tilverurétt
sinn. Þar er fyrst að telja Jafn
réttisstofu, sem áður var Jafn
réttisráð, Kvennaathvarfið og Stíga
mót en með tilkomu hinna síðast
nefndu var loksins viðurkennt
það kynbundna ofbeldi sem á sér
Guðrún Árnadóttir
Jafnrétti er grundvöllur
allra framfara
Viðtal: Hrund Hauksdóttir
stað í þjóðfélaginu ásamt ofbeldi
gagnvart þeim sem minna mega
sín, svo sem börnum.“
Hvert stefnum við?
„Jafnréttisumræðan á það til að
fara í hringi og umræðan oft sú
sama þótt í mismunandi umbúð
um sé. Hver kynslóð þarf að
finna óréttlætið á sjálfum sér til
að átta sig á að enn á baráttan
langt í land. Konur eru rúmlega
helmingur þjóðarinnar. Ennþá
ríkir hér ósanngjarnt og óréttlátt
kerfi gagnvart þessum helmingi
sem sýnir sig í kynbundnum
launamun, bágri efnahagsstöðu,
ofbeldi gagnvart konum, færri og
lélegri atvinnutækifærum ásamt
vanmati á störfum og stöðluðum
ímyndum kvenna, einkum í fjöl
miðlum nútímans.
Allt fer þetta fram í þjóðfélag
inu þrátt fyrir alla umræðuna,
kannanir og aðgerðir, sem áður
hafa verið nefndar og virðist
stundum eins og hér ríki óskráð
samkomulag um að stór hluti
samfélagsins búi við takmörkuð
tækifæri, lífsgæði og kjör. Stað
festir þetta jafnframt að staða
karla og kvenna er ekki eðlislæg
heldur félagslega sköpuð gegn
um aldirnar. Það blasir við að við
þurfum fleiri konur í áhrifastöður
svo sem inn á Alþingi. Niður
stöður síðustu kosninga eru þó
viss vonbrigði hvað konur varðar
og hlutfall þeirra í ráðherrastól
um er engan veginn sanngjarnt.
Ef þeim fjölgar ætti að verða meiri
líkur á að raunverulegar umbætur
verði en til þess að slík leiðrétting
náist verður að ríkja um hana sátt
meðal þjóðarinnar. Almennur
skilningur verður að vera á því að
konur og karlar eiga að hafa
sömu möguleika til að njóta sín
sem einstaklingar, óháð kyni. Fyrr
en sá skilningur ríkir er hvorki
hægt að tala um lýðræði né
mannréttindi.“
Hvaða kona hefur, að þínu mati,
haft mest áhrif á kvenréttinda-
baráttu íslenskra kvenna?
„Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Það er
enginn vafi í mínum huga á að
hún er mikilhæfasta og stórbrotn
asta baráttukona sem við íslensk
ar konur höfum átt fyrr og síðar.
Hún vann við aðstæður og viðhorf
sem eru okkur nútímakonum
nánast óskiljanlegar en aldrei
þraut hana kjark né þor, þótt á
brattann væri að sækja.
Hún var frumkvöðull og bar
dagakona sem fylgdi sinni sann
færingu þrátt fyrir skilningsleysi,
erfiðar aðstæður og oft á tíðum
vonbrigði. Hún var einnig svo
glöggskyggn á samtíma sinn og
framtíðina að undrun sætir og
hafði þann hæfileika að sjá hvað
þyrfti að hafa forgang og gera
fyrst – annað fylgdi síðan á eftir.
Saga hennar og barátta er, enn
í dag, þörf áminning til okkar að
taka afstöðu til mála og standa
með sannfæringu okkar. Sem fyrr
er jafnrétti grundvöllur allra
framfara.“
20