19. júní - 19.06.2007, Side 25
2
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir tók við
formennsku í Kvenréttindafélagi
Íslands árið 1999. Hún er með
BA-próf í ensku, bókmenntum og
listasögu frá Háskóla Íslands og
diploma í hagnýtri fjölmiðlun frá
sama skóla. Auk þess er hún
með MA-próf í fjölmiðlun frá New
York University. Áslaug Dóra
starfar sem sérfræðingur á sviði
menningarmála í menntamála-
ráðuneytinu.
Hvaða kona hefur að þínu mati
haft hvað mest áhrif á stöðu
jafnréttismála á Íslandi og hvers
vegna?
„Ef velja á eina konu sem helst
bætti réttindi kvenna á 19. og 20.
öldinni þá kemur auðvitað fyrst
upp í hugann hin mikla baráttu
kona Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Þrautseigja hennar skilaði konum
bættum réttindum á svo mörgum
sviðum og hún lagði grunninn að
nýrri hugsun hjá jafnt konum
sem körlum. Hún skynjaði líka
mikilvægi samstöðu kvenna til
þess að baráttan skilaði tilætluð
um árangri sem kristallaðist í
stofnun Kvenréttindafélags
Íslands fyrir réttum hundrað
árum. En svo langar mig líka að
minnast allra baráttukvennanna
sem enginn þekkir með nafni en
eiga svo sannarlega heiður
skilinn fyrir sitt ómetanlega
framlag. Þær eru formæður okkar
sem kröfðust kosningaréttar,
stofnuðu félög, söfnuðu undir
skriftum, héldu baráttufundi og
héldu ótrauðar áfram réttinda
baráttunni þrátt fyrir mikinn mót
byr. Þeim vil ég votta þakklæti og
virðingu.“
Hvert stefnum við í kvenréttinda-
málum?
„Við stefnum upp brattann og
þótt stundum skriki okkur fótur
þá stefnum við þó ávallt í rétta
átt. Ég tel að við eigum fyrst og
fremst að stefna að þjóðfélagi þar
sem konum og körlum gefst frelsi
til að velja og njóta sín á eigin
forsendum óháð kyni. Margt
hefur áunnist í jafnréttisbarátt
unni en það er ekki unnin barátta,
langt því frá, og allir sem unna
mannréttindum verða að halda
vöku sinni svo þokist áfram.“
Hvað má betur fara, þ.e. hvar ættu
höfuðáherslurnar að vera?
„Það vantar ekki að íslenskar
konur hafa menntað sig og
atvinnuþátttaka þeirra er ein hin
mesta í heimi en samt erum við
enn að berjast við kynbundinn
launamun og gengur alltof hægt
að útrýma honum. Konur eru
enn fáséðar í æðstu stöðum hvort
sem það er í stjórnkerfinu eða
atvinnulífinu og konur eru enn
mikill meirihluti þeirra sem vinna
þjónustu og láglaunastörf. Vax
andi klámvæðing í samfélaginu
er mikið áhyggjuefni og þörf á að
bregðast við þeirri þróun af krafti
áður en stefnir í enn meira óefni.
Jafnrétti kynjanna þarf ávallt að
hafa meðvitað í huga og mikil
vægt er að sú hugsun sé sam
þætt opinberri stefnumótun og
ákvarðanatöku.“
Viðtal: Hrund Hauksdóttir
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
Við berjumst enn við
kynbundinn launamun
Konur eru enn fáséðar í æðstu
stöðum hvort sem það
er í stjórnkerfinu eða
atvinnulífinu og konur eru enn
mikill meirihluti þeirra sem
vinna þjónustu- og
láglaunastörf.
En svo langar mig líka að minnast allra baráttukvennanna
sem enginn þekkir með nafni en eiga svo sannarlega
heiður skilinn fyrir sitt ómetanlega framlag.