19. júní - 19.06.2007, Side 29
29
Sveinbjörg Hermannsdóttir
hefur verið í Kvenréttindafélaginu í hálfa öld
Tveggja heima kona
Sótti fundi í Prentarahúsinu
Síðar gerðist Sveinbjörg matráðs
kona í Franska sendiráðinu og
bast frönsku sendiherrahjónun
um vináttuböndum. Þau voru
glæsilegt fólk og hún kunni vel að
meta þá menningu sem ríkti á
heimili þeirra. En man hún
hvenær hún gekk í Kvenréttinda
félagið?
„Ég man það ekki nákvæmlega
en það var einhvern tíma í kring
um 1960. Hún Lóa mín Kristjáns
var húsmóðir mín í tuttugu og
fimm ár og hún kom mér inn í
Kvenréttindafélagið. Hún vissi að
ég hafði svo mikinn áhuga á öllu
svona og sá að þetta passaði
akkúrat fyrir mig. Þá voru fund
irnir haldnir á Hverfisgötu í
Prentarahúsinu. Frú Sigríður
Magnússon var formaður þegar
ég gekk í félagið. Lóa var yndisleg
manneskja og unaðslegt að vera
með henni.
Ég þráði alltaf að vita meira og
meira, eins og margur, og mér
fannst ævinlega eins og ég hefði
setið á skólabekk þegar ég kom
af þessum fundum. Ég varð alveg
heilluð af þessu félagi. Það voru
svo áhugaverðar konur í félaginu.
Þær töluðu auðvitað mikið um
kvenréttindabaráttu og hvernig
ná ætti jafnrétti því konur voru
kúgaðar. Ég varð náttúrlega svo
hrifin af því, enda vissi ég sjálf
hvað það var að vinna mikið fyrir
nær engin laun. Ég týndi þeim á
tímabili þá voru erfiðleikar og
ástvinamissir í fjölskyldunni og ég
þurfti að takast á við það.“
Gleðin yfir Hallveigarstöðum
Sveinbjörg tekur sér málhvíld og
sýnir blaðamanni úrklippubók
þar sem hún heldur til haga
ýmsum fréttum og blaðamynd
um sem vekja áhuga hennar.
Meðal blaðaúrklippanna eru
fréttir úr starfi Kvenréttinda
félagsins og sjálf sést hún í hópn
um á þeim sumum. Ýmsar minn
ingar vakna þegar albúminu er
flett.
„Ég skal segja þér hverju ég
var glöð yfir og hvað það var sem
ég var óánægð með. Ég var
ánægð yfir þessum góðu fundum
og þessum yndislegu konum sem
þarna voru. Formenn félagsins
hafa verið alveg dýrðlegar konur.
Ég nefni til dæmis Láru Sigur
björnsdóttur, Guðrúnu Helga
dóttur, Láru V. Júlíusdóttur og
Sólveigu Ólafsdóttur. Þær voru
svo elskulegar og góðar við mig.
Vinnan í kringum byggingu
Hallveigarstaða varð mér einnig
til mikillar ánægju. Við vorum
spenntar og hamingjusamar
þegar við vissum að við áttum
hlut í húsinu. Ég gerði mikið af
því að safna peningum og ég
seldi mikið af 19. júní. Þær voru
mér svo þakklátar fyrir það og eitt
sinn sagði Lára: „Ég veit bara
ekki hvað þú átt skilið fyrir dugn
aðinn.“ Allt sem ég gat gefið af
mér fyrir þetta starf, það gaf ég.
Þess vegna urðum við þessar
eldri agndofa þegar sú tillaga var
borin upp á fundi að selja hlut
okkar í Hallveigarstöðum og leigja
út í bæ. „Hallveigarstaðir voru
byggðir fyrir þetta félag og við
hreyfum okkur ekki,“ sögðum
við. Svolítill kurr varð á þessum
fundi en til allrar lukku var það
ekki gert.
Ég elskaði að fara á jólafund
ina. Þeir voru yndislegir eins og
reyndar allir fundirnir. Ég man þó
að hafa gengið út af einum jóla
fundi. Það var það eina sem ég
var óánægð með. Á jólafundum
er alltaf lesið upp úr bókum. Á
þessum tiltekna fundi var lesið
upp bókinni Veröld sem ég vil
eftir Sigríði Erlendsdóttur. Ég
hafði haft með mér peninga til
búin til að kaupa bókina, enda
voðaleg bókakerling.
Sigríður hafði þá valið sér að
lesa upp úr bókinni afskaplega
leiðinlegan kafla sem fjallaði um
stríðsárin og það hvernig Aðal
björg Sigurðardóttir hafði beitt sér
fyrir því ásamt barnaverndar
nefnd að láta senda ungar stúlkur
úr bænum í sveit til að þær væru
ekki í slagtogi við hermenn. Þær
voru sviptar frelsi og sendar hist
og her. Sennilega hefur þetta átt
að vera til að sýna hversu mikil
athafnamanneskja hún var en til
stelpnanna hafði sést að laumast
inn einhvers staðar þar sem her
menn voru og upp frá því var
farið að vakta stúlkurnar og
senda þær burtu.“
Sumir bera sár í hjarta
Með Sveinbjörgu á fundinum var
vinkona hennar og þær voru
báðar sammála um að óviðeig
andi hafi verið að lesa upp
þennan tiltekna kafla á jólafundi.
Nýlega hafði þá reyndar verið
sagt frá þessum atburðum í
blöðum og bókum.
„Þegar hún er búin að lesa
þetta,“ segir Sveinbjörg, „þá
Sveinbjörg með dóttur sína Ruth.