19. júní - 19.06.2007, Page 33
getur ekki annað en íþyngt okkur
og heft á allan hátt. Allur klæðn
aður kvenna er tekinn fyrir af
aðilum í tískubransanum og ekki
má gleyma aðilum í klámiðnað
inum sem hafa gífurleg áhrif á
tískuna, þó sérstaklega undir
fatatískuna. Allt frá undirfatnaði
sem oft er úr óþægilegum og
snörpum blúndum með spangir
og sauma sem erta og særa við
kvæma húð eða líkamsparta, að
ystu flíkum sem sniðnar eru
þröngt að líkamanum og geta
verið afskaplega heftandi er mót
aður af þessum aðilum. Konur
láta segja sér að þessu verðum
við að klæðast annars séum við
ekki „raunverulegar konur“.
Háir hælar og of litlir skór
Skótauið er ekki undanskilið
þessum áhrifum. Konur telja sig
oft þurfa að ganga í háhæluðum,
þröngum og skjóllitlum skóm til
þess eins að teljast frambærilegar
konur, þrátt fyrir að þægindin séu
ekki sett í fyrirrúm við hönnun
þeirra. Margar konur kaupa sér
líka ítrekað of litla skó til að fætur
þeirra virðist minni og mjórri. Þó
hefur orðið einhver breyting á
þessu undanfarin ár, þar sem
stærri og klunnalegri skór hafa
komist í tísku. Á tímabili voru
tískublöðin stútfull af myndum af
mjög grannholda fyrirsætum,
með engan líkamsvöxt, en með
risastóra fætur og í ennþá stærri
og bosmameiri skóm, svo
fæturnir urðu það fyrirferðar
mesta við þær. Myndirnar voru
þá jafnvel teknar neðan frá og
upp, svo fæturnir urðu ennþá
meira áberandi. Með þessu
breyttist sú mynd að konur yrðu
að hafa litla fætur og máttu allt í
einu hafa stærri fætur, en algeng
ustu skóstærðir kvenna í dag eru
á bilinu 3941.
Að þessu skoðuðu ætti að vera
nokkuð ljóst að konur eru alltof
háðar tískustraumum um val á
fatnaði. Það er ekkert skárra að
eiga val um hverju maður klæðist
eða hvaða liti maður velur ef valið
er engu að síður fólgið í klæðnaði
sem hannaður og mótaður er af
aðilum sem eingöngu vilja gera
konurnar að augnakonfekti til
ánægju fyrir karlmenn að horfa á.
Ef við gerum svona mikið út á
kyn okkar þegar kemur að
klæðnaði og snyrtingu allri má
ekki búast við öðru en að karl
menn meti okkur á þann hátt og
líti á okkur fyrst og fremst sem
konur en ekki manneskjur.
Gömlu staðalímyndinni um konur
sem vel snyrtar og ávallt full
komnar þokkagyðjur sem hugsa
vel um sín heimili, karl og börn,
er viðhaldið enn í dag með
þessum hætti. Því er kannski
ekki skrítið að karlar telji okkur
síður til þess fallnar að stjórna
stórfyrirtækjum og hafa manna
og peningaforráð.
Vissulega stingur í stúf að sjá
myndir úr viðskiptalífinu af
fundum þar sem sitja tíu dökk
klæddir karlmenn sem gjarnan
húka hjassalegir í stólum sínum
og svo ein þráðbein kona í að
þrengdri, litskrúðugri dragt með
rauðan varalit og sést í bera fót
leggi hennar og támjóa skó undir
borðum. Einhvern veginn finnst
manni að verið sé að leggja fyrir
mann þraut, eins og gert er við
börn: Hvaða „hlutur“ á ekki heima
á þessari mynd? Kannski er þess
vegna ekki úr vegi að leggja til að
Fatnaður sem sniðinn er þröngt að líkamanum getur verið
mjög mótandi á framkomu og líðan kvenna sem
honum klæðist.
við klæðum af okkur kúgunina og
látum þægindin ráða ferðinni við
val á fatnaði svo við getum hjass
ast ef okkur sýnist með körlunum
og leyft persónu okkar að njóta
sín fremur en tilbúnum kven
leika.