19. júní - 19.06.2007, Side 36
um sinnum. Þorbjörg eggjaði
menn óspart til kistubrota og sú
saga gekk í bænum að hún hefði
klæðst karlmannsbúningi og farið
að næturþeli og brotið kisturnar
sjálf. Sé þetta rétt, sem ólíklegt
er, hefði Þorbjörg brotið lög bæði
með því að ganga í karlmanns
fötum og með því að reiða til
höggs í eignir kaupmannsins.
Þorbjörg var að lokum dæmd í
tólf daga varðhald vegna þessa
máls en hún sat þó aldrei inni því
Sigurður Jónsson fangavörður
neitaði að setja hana inn í hegn
ingarhúsið og vistaði hana í stofu
sinni í tæpan sólarhring eða þann
tíma sem það tók hann að ná í
landshöfðingjann og fá hann til
að láta málið gegn henni niður
falla. Viðbrögð Sigurðar sýna vel
hversu vinsæl Þorbjörg var meðal
bæjarbúa. Elliðaármálum lyktaði
þannig að Thomsen kaupmaður
fjarlægði kisturnar úr ánum.
Íslenska kvenfélagið
Kvenfrelsi og kvenréttindi voru
henni hugleikin alla ævi. Árið
1895 stofnar hún Íslenzka kven
félagið ásamt Ólafíu Jóhanns
dóttur fósturdóttur sinni. Það var
fjölmennt félag. Í Reykjavík einni
voru í byrjun nokkur hundruð
félagskonur sem verður að telja
allnokkuð í ekki stærri bæ. Auk
þess átti að stofna undirdeildir
víðsvegar um landið og áttu þær
allar að hafa sama aðalmarkmið
eins og Reykjavíkurdeildin, en
máttu þó starfa jafnframt fyrir
sínum eigin hagsmunum. Gjalda
áttu undirdeildirnar til aðaldeild
arinnar í Reykjavík, en jafnframt
var þá meðlimum þeirra heimilt
að koma á fundi þar og greiða
atkvæði.
Íslenska kvenfélagið varð þó
aldrei eins afkastamikið úti á
landi og í Reykjavík þótt um tíma
hafi verið blómleg starfsemi bæði
á Seyðisfirði og víðar. Konur sem
hðfðu áhuga á kvenréttindum
voru um allt land en verr gekk
þar að koma á fót skipulagðri
félagsstarfsemi. Í lögum félags
ins, sem samþykkt voru 26. jan.
1895, var fast á um það kveðið
að tilgangur félagsins væri fyrst
og fremst að efla réttindi kvenna.
Í fyrstu grein laganna stendur,
„að markmið þess sje að berjast
fyrir auknum réttindum íslenzkra
kvenna og með samvinnu að efla
þekkingu þeirra og fróðleik að
öllu leyti. Auk þess vill félagið
styrkja kvenfólkið í fjárhagslegu
tilliti og styðja öll þau mál, sem
efst eru á dagskrá þjóðarinnar.“
Árið 1895 sendi Íslenska
kvenfélagið áskorun til alþingis
um að taka kosningarétt kvenna
á stefnuskrá sína. Undir þessa
áskorun skrifuðu 3500 konur en
aðeins höfðu konurnar haft um
tvo mánuði til að safna
undirskriftum. Alþingi gaf
áskoruninni engan gaum en
íslenskar konur geta verið stoltar
af því að formæður þeirra urðu
fyrstar til þess af Norðurlanda
konum að senda löggjafarþingi
sínu svona áskorun.
Þegar Benedikt hóf baráttu
sína fyrir því að settur yrði á
stofn í Reykjavík lögfræðiskóli og
úr honum og hinum tveimur æðri
menntastofnunum landsins,
prestaskólanum og læknaskólan
um gerð sameiginleg mennta
stofnun eða háskóli studdi Þor
björg og kvenfélagið hann með
ráðum og dáð. Kvenfélagið
safnaði í sjóð dágóðri upphæð
sem fór rann til háskólans þegar
honum var komið á fót. Félagið
gaf 2000 kr. til háskólans. En í
gjafabréfinu var ákveðið, að
stofna skyldi með þessu sjóð til
styrktar fyrir konur, er stunduðu
nám við hinn fyrirhugaða háskóla.
Skörungur kveður
Áhugi Þorbjargar á háskólanum
bendir til að hún hafi látið mennt
un sig miklu varða. Ólafía Jóhanns
dóttir segir frá því í endurminn
ingum sínum að árið 1887 þegar
Einar frændi hennar Benediktsson
bjó hjá þeim í steinbænum hafi
hann hvatt hana til að nýta sér
nýfengna heimild til kvenna að
taka próf frá Lærða skólanum.
Þorbjörg samþykkti þetta en ætla
má að ekki hafi þurft að biðja
hana oft um leyfi því sjálf kaus
hún að menntast og slík kven
réttindakona hefur áreiðanlega
verið því fylgjandi að fósturdóttir
hennar menntaði sig. Ólafía
lauk þó aldrei stúdentsprófinu.
Ævi Þorbjargar Sveinsdóttur er
ekki hægt að gera tæmandi skil í
stuttri blaðagrein og ótalmargt
fleira mætti tína til og nefna til
marks um stórbrotinn persónu
leika hennar og ótrúlega elju.
Hún var sannur kvenskörungur
fullur af baráttugleði og kjarki.
Þorbjörg lést árið 1903 eftir sex
mánaða sjúkdómslegu. Fjöl
margir minntust hennar og
kannski enginn á fallegri hátt en
bróðursonur hennar, Einar
kveður frænku sína svona:
Heita eining huga og máls,
hjarta gulls og vilji stáls,
ljósið trúar, ljósið vona
lífs þíns minning yfir brenni.
Þú, sem unnir ei til hálfs
auðnu landsins dætra og sona,
blómsveig kærleiks bjart um enni
berðu hátt. Nú ertu frjáls.
Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni.
Dána! Þú varst íslensk kona.