19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 44
Klámstjarnan Jenna Jameson gaf
út sjálfsævisögu sína, How to
Make Love Like a Porn Star fyrir
tveimur árum. Jenna hefur fram
að þessu iðulega verið nefnd sem
dæmi um konu sem grætt hefur
á klámiðnaðinum og komist
ósködduð frá þeirri vinnu. Bókin
leiðir hins vegar í ljós að Jenna
hefur greitt framann og ríkidæmið
dýru verði.
Bókin byrjar á frásögn af því
þegar Jenna skar vinkonu sína,
Vanessu, niður úr snörunni á
baðherberginu heima hjá henni.
Vanessa náði ekki tvítugsaldri og
þær stöllur störfuðu saman sem
fatafellur á búllu sem hét Crazy
Horse Too í Las Vegas. Þær áttu
annað sameiginlegt. Faðir Vanessu
hafði misnotað hana frá ungaaldri
og hann hélt áfram að nauðga
henni eftir að fullorðinsaldri var
náð. Þegar Jenna er sextán ára
gömul verður hún einnig fyrir
barðinu á honum. Maður þessi
var mikill ofbeldisseggur og fíkn
hans í smástelpur velþekkt en
enginn þorði að gera neitt til að
stöðva hann. Hann var kallaður
Preacher hversu viðeigandi sem
það viðurnefni var nú.
Líf Jennu hafði svo sem ekki
verið neinn dans á rósum fram
að þeirri stundu að ofbeldis
seggurinn nauðgar henni. Móðir
hennar dó úr krabbameini þegar
hún og bróðir hennar voru smá
börn. Faðir hennar virðist hafa
misst kjölfestuna í lífi sínu með
láti eiginkonunnar. Hann þvældist
með börnin stað úr stað og lét
þau mestanpart afskiptalaus.
Ýmsar vinkonur hans fluttu inn
og út á víxl og flestar reyndust
börnunum illa.
Nýtur klámdrottning ásta?
Nauðgað af fjórum drengjum
Jenna var fimmtán ára þegar faðir
hennar keypti búgarð rétt fyrir
utan Fromberg í Montana. Henni
gekk illa að aðlagast lífinu í sveit
inni eftir að hafa búið sína stuttu
ævi í borg. Stúlkurnar tóku henni
illa og lögðu hana í einelti. Jenna
reyndi þess vegna að vingast við
strákana í bekknum sínum. Dag
nokkurn fór hún til að horfa á
fótboltaleik og eftir leikinn settist
hún að spjalli ásamt fjórum drengj
um úr aðkomuliðinu. Þeir buðust
til að keyra hana heim og hún
þáði það. Í stað þess að keyra
hana heim óku þeir með hana á
afvikinn stað, slógu höfði hennar
utan í bíldyrnar þar til hún missti
meðvitund og nauðguðu henni
hver af öðrum.
Lengi vel reyndi Jenna að
þurrka þessa atburði úr minni
sínu. Hún staulaðist heim blóðug
og marin eftir árásina og laug að
föður sínum að stúlkur í skólan
um hefðu ráðist á sig. Viðbrögð
föður hennar voru dæmigerð fyrir
viðmót hans gagnvart börnum
sínum. Hann spurði einskis
frekar og lét málið kyrrt liggja.
Jenna fékk hins vegar útrás fyrir
reiði sína og vanlíðan með því að
ráðast á foringja stúlknahópsins
sem hafði lagt hana í einelti og
var rekin úr skólanum fyrir vikið.
Með þessa reynslu í farteskinu
flutti Jenna ásamt fjölskyldu sinni
aftur til Las Vegas. Þar kynntist
hún strák sem var þremur árum
eldri og föðurbróðir hans var áður
nefndur Preacher. Jack, kærasti
Jennu, hafði ekki nægilegt bein í
nefinu til að standa með henni í
eftir glæpinn svo Preacher var
aldrei kærður. Jenna var erfiður
unglingur sem barðist við margs
konar andleg sár og eftir rifrildi
við föður sinn flytur hún að
heiman. Auðvitað flutti hún inn til
Jacks og fór að vinna sem dansari
í spilavítum Las Vegas. Jenna
varð ein af stúlkunum í „the
chorus line“ en þær eru valdar
með tilliti til hæðar og útlits. Helst
eiga þær að vera sem líkastar
hver annarri.
Gafst upp á dansinum og fór að
snúast um súluna
Móðir Jennu hafði unnið sem
dansari áður en hún giftist og
dóttirin vildi feta í fótspor hennar.
Hún komst þó fljótt að því að
dansinn var erfið vinna og þar
sem hún var ekki nægilega há
þurfti hún að dansa á hærri hæl
um en hinar. Þetta gerði henni
erfiðara fyrir og eins var erfitt fyrir
hana að stunda skólann því
æfingaskylda er ströng í þessum
danshópum. Að lokum hætti
Jenna að dansa í spilavítunum og
fór að dansa nektardans.
Hún var aðeins sextán ára og
samkvæmt lögum Nevadafylkis
tveimur árum of ung til að mega
dansa slíkan dans. Umsjónar
maður staðarins hafði grun um
að hún væri of ung en þegar
Jenna fullyrti að hún hefði náð
aldri lét hann málið kyrrt liggja.
Með hjálp vinkonu sinnar,
Vanessu, varð Jenna fljótt vin
sælasta stúlkan á staðnum.
Vanessa kenndi henni hvernig
best væri að bera sig að við að
veiða sem allra mest af pening
um upp úr vösum viðskipta
vinanna. Að auki virtist það hafa
dregið ákveðinn hóp karlmanna
að henni að hún leit út fyrir að
vera mun yngri en sextán ára.
Við lestur frásagnar Jennu er
ekki hægt annað en að velta fyrir
sér hvernig þeim karlmönnum
sem komu til að horfa á hana
dansa hefði orðið við ef þeir hefðu
vitað hvað þessi sextán ára stúlka
var búin að ganga í gegnum. Það
er sömuleiðis vert að spyrja sig
hvort dollararnir sem hún fékk í
þjórfé hefðu orðið fleiri ef menn
irnir hefðu vitað að hún var ný
búin að skera bestu vinkonu sína
úr snörunni og bjó með kærasta
sem stal af henni peningum og
vandi hana á fíkniefni.
Jenna og ástin
Sjálf segir Jenna að hún hafi aldrei
kunnað að velja sér karlmenn. Í
bókinni eru rakin samskipti hennar
við kærasta og eiginmenn sem
allir nema sá síðasti (sem hún er
gift enn í dag) hafa sýnt henni
virðingarleysi, ofbeldi, yfirgang og
verið kvaldir af afbrýðisemi. Það
er heldur ekki hægt að verjast
þeirri hugsun að starfsval hennar
Texti: Steingerður Steinarsdóttir