Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 3

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 3
Að loknum úrskurði kjörbréfs voru fyrsti og annar vara- forseti. þingsins kosnir, þeir sr. Eiríkur J. Eiríksson,prófastur og sr. Gunnar Árnason. Ritarar þingsins voru kosnir þeir Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri, og Þórður Tómasson, safnvörður. Þá voru kjörnar þær tvær fastanefndir, sem þingsköp gera ráð fyrir. í löggjafarnefnd voru kosnir: Sr. Bjarni Sigurðsson, sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur, Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri, Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri, sr. Gunnar Árnason. sr. Eiríkur J. Eiríksson, prófastur, Gunnlaugur Finnsson, bóndi. í allsherjarnefnd hlutu sæti: Sr. Trausti Pétursson, prófastur, sr. Jóhann Hannesson, prófessor, frú Jósefína Helgadóttir, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, prófastur, sr. Sigurður Kristjánsson, prófastur, Þorkell Ellertsson, skólastjóri, Þórður Tómasson, safnvörður. Þegar lokið var kosningu í nefndir flutti biskup skýrslu um störf kirkjuráðs á milli þinga. Sem þingskjöl voru lagðar fram ályktanir ráðsins og reikningar Kristnisjóðs. Var skýrsl- unni ásamt fylgiskjölum vísað til allsherjarnefndar. Formaður löggjafarnefndar var kosinn sr. Bjarni Sigurðsson, ritari Ásgeir Magnússon. Nefndarfundir voru 9* Formaður allsherjarnefndar var kosinn sr. Trausti Pétursson, ritari Þórður Tómasson. Fundir nefndarinnar voru 12. Þingfundir og önnur þingstörf fóru fram í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Þeir hófust jafnan með því að sunginn var sálmur og flutt bæn. Þingfundir voru alls 14. Á 6. fundi var kosin þingfararkaupsnefnd.-í henni hluttusæti Ásgeir Magnússon, Gunnlaugur Finnsson, sr. Sigurður Kristjánsson.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.