Gerðir kirkjuþings - 1972, Page 5

Gerðir kirkjuþings - 1972, Page 5
1972 8. Kirkjuþing 1. mál Fyrsta mál Kirkjuþings að þessu sinni var frumvarp til breytinga á þingsköpum Kirkjuþings. Var það samið af milliþinganefnd, sem kosin var á þinginu 1970 (Gerðir Kirkjuþings 1970, 10. mál), en hún hafði skilað áliti sínu til kirkjuráðs, er ræddi það ýtarlega, og fól formanni milliþinganefndarinnar, sr. Bjarna Sigurðssyni, kirkjuráðsmanni, að hafa framsögu um það á þinginu. Milliþinganefndin hafði einnig samið frumvarp til samþykktar um fermingarundirbúning og fermingu (5. mál), og frumvarp til breyt. á lögum um utanfarar- styrk presta (6. mál). Frumvarpinu um þingsköpin var vísað til löggjafar- nefndar. Gerði hún lítilsháttar breytingar á frum- varpinu og var það samþykkt með þeim breytingum við 2. umræðu. Framsögum. nefndarinnar var sr. Bjarni Sigurðsson. Ekki þykir ástæða til að láta þingsköpin fylgja hér með, þótt þingið#hafi fjallað um þau að þessu sinni og gert á þeim nokkrar breytingar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.