Gerðir kirkjuþings - 1972, Side 6

Gerðir kirkjuþings - 1972, Side 6
1972 8. Kirkjuþing 2. mál T 1 1 1 a g a til þingsályktunar um guðfræðinám. Flutt af kirkjuráði. Frsm. Þórarinn Þórarinsson. Kirkjuþingi er kunnugt um og það metur mikils viðleitni Guðfrœðideildar Háskóla íslands til þess að semja guðfræði- námið að breyttum þjóðfélagsháttum. Vegna vaxandi þarfar á sérhæfðri þjónustu meðal safnaða landsins telur þingið mjög brýnt^ að unnið sé áfram að frekari fjölbreytni í námi guðfræðinga og stefnt sé að því, að þeir geti fengið aukna fræðslu í ýmsum greinum, sem lúta að sálgæzlu í nútíma- þjóðfélagi. Skal í því sambandi nefna t.d. félagsráðgjöf, uppeldisfræði, sálarfræði og félagsfræði. Þingið telur æskilegt, að guðfræðingar fái slíka sérmenntun viðurkennda. Mál þetta var að tillögu Þórarins Þórarinssonar tekið upp á fundi kirkjuráðs* sem haldinn var á Akureyri 17. júlí í sumar. Samþykkti kirkjuráð að tilnefna 3 menn í nefnd til að athuga, hvort og hvernig mætti tengja nám í guðfræði og félagsráðgjöf. 1 nefndina voru kosnir: Þórarinn Þórarinsson, kirkjuráðsmaður, dr. Björn Björnsson, prófessor, og sr. Guðmundur Þorsteinsson. Nefndin skilaði áliti sínu til kirkjuráðs, er síðan flutti þessa tillögu á þinginu. Málinu var vísað til allsherjarnefndar, sem mælti með, að ályktunin væri samþykkt með tveimur viðaukum. Nefndarálitið var samþykkt og tillagan afgreidd svo hljóðandi: Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.