Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 35

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 35
1972 8. Kirkjuþing 22. mál T 1 1 1 a g a tll þingsályktunar um endurhæfingarstöð fyrir áfengis- og elturlyfjasjúklinga. Flutn.m. frú Jósefína Helgadóttir. Kirkjuþing haldið 1972 ályktar að ítreka beri þá tillögu, er lögð var fram á síðasta Kirkjuþingi um byggingu endurhæfingar- stöðvar fyrir áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Mikilvægt er, að samvinna verði höfð við þá, sem vinna að áfengisvarnarmálum. Vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. Þorkell St. Ellertsson). Nefndin lagði til, að málið væri afgreitt á þennan veg, og var það samþykkt: Kirkjuþing 1972 hvetur yfirvöld og almenning í landinu til fyllstu aðgæzlu í áfengis- og fíknilyfjamálum. Bendir þingið á það geigvæn- lega böl, sem margir eiga við að stríða, sakir þeirra drykkjusiða, sem nú eru ráðandi^ og aukinnar dreifingar fíknilyfja. Telur Kirkjuþing brýna nauðsyn á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við þessum vanda. Jafnframt fagnar Kirkjuþing áætlun heilbrigðismálaráðuneytisins um byggingu endurhæfingarstöðvar fyrir áfengissjúka.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.