Gerðir kirkjuþings - 1972, Page 41

Gerðir kirkjuþings - 1972, Page 41
1972 8, Kirlcjuþing Skýrslu kirkjuráðs var, eins og áður segir, vísað til allsherjarnefndar, ásamt fylgiskjölum. Nefndin skilaði svofelldu áliti, sem var samþykkt samhljóða (Frsm. sr. Trausti Pétursson): Allsherjarnefnd hafði ályktanir kirkjuráðs til athugunar svo og reikninga Kristnisjóðs, en fann ekki neitt sem ástæða var til að gera athugasemd við, og mælir með að Kirkjuþingið sam- þykki framlögð fylgiskjöl. Þakkar nefndin kirkjuráði störf þess. Samið hefur verið frumvarp til laga um lýðháskólann í Skálholti og er þess vænzt, að það verði flutt á Alþingi áður en langt um líður. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að Kirkjuþing kjósi einn mann í skólaráð Skálholtsskóla. Kosning þessa manns fór fram á síðasta fundi þingsins. Kjörinn var Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri. Sr. Eiríkur J. Eiríksson beindi eftirfarandi spurningum til biskups: 1. Hefur þjóðhátíðarnefnd leitað til hinnar íslenzku þjóðkirkju um hátíðahöld 197^ ? Hefur kirkjuráð gert nokkra heildar- áætlun um hlutdeild kirkjunnar og safnaða landsins í þessu máli ? (Efnislega samhljóða fyrirspurn hafði sr. Gunnar Árnason áður flutt utan dagskrár). 2. Hvaða reglur eru í gildi um löggildingu Sálmabókar og Helgisiðabókar þjóðkirkjunnar og hvað er um framkvæmd þeirra ákvæða ? Hvað líður útgáfu Biblíu og Helgisiðabókar ? Biskup gerði grein fyrir þessum málum og fyrirspyrjandi þakkaði svörin. Frekari umræður urðu ekki.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.