Fréttablaðið - 24.02.2016, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —4 6 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
MarKaðurinn
Ár er liðið frá því að
Portúgalinn Carlos
Cruz kom til
Íslands til að taka
við stýrinu hjá
Vífilfelli.
sKoðun Björn B. Björnsson spyr
hvað Ísland þoli marga ferða-
menn. 12-13
sport Kvennalandsliðið fær til
sín ungverska risann í kvöld. 14
Menning Dómur um Illsku
hjá Óskabörnum ógæfunnar í
Borgarleikhúsinu. 24-26
lÍfið Leikarinn Albert Hall-
dórsson fer með aðalhlutverkið í
Gripahúsinu. 30
plús 1 sérblað l fólK
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
dóMsMál Hluti starfsmanna hug-
búnaðarfyrirtækisins LS Retail hefur
lagt húsnæði sitt að veði til tryggingar
kyrrsetningar á hluta söluandvirðis
fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum
blaðsins hafa tæpir tveir milljarðar
króna verið kyrrsettir.
Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er
tekist á um lögmæti sölunnar á LS
Retail í fyrra, en starfsmennirnir
ásamt fyrrverandi stjórnarformanni
telja söluandvirðið langt undir því
sem eðlilegt getur talist.
Heimildir blaðsins herma að starfs-
mennirnir hafi lagt fram eigið mat á
virði fyrirtækisins, sem endurskoð-
andi vann fyrir þá, þegar farið var
fram á kyrrsetningu hjá sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu. LS
Retail var selt á 17,6 milljónir evra,
eða rúma 2,5 milljarða króna. Sú
upphæð er fjórðungurinn af þeim 70
milljónum evra, tæpu 10 milljörðum
króna, sem endurskoðandinn segir
hafa verið virði fyrirtækisins þegar
það var selt.
Kaupréttarákvæði í samningum
starfsmannanna kveða á um að við
sölu hafi þeir átt að fá í sinn hlut 20
prósent af söluandvirðinu. Þeir telja
sig því hlunnfarna.
Kaupandi LS Retail á síðasta ári
var bandaríski fjárfestingasjóðurinn
Anchorage Capital Group og selj-
andi eignaumsýslufélagið ALMC, sem
fer með eignasafn Straums-Burðaráss.
Athygli vakti fyrr á árinu þegar spurð-
ist að ALMC hefði fyrir áramót innt
af hendi yfir þriggja milljarða króna
bónusgreiðslur til fyrrverandi og
núverandi starfsmanna félagsins.
– óká / sjá síðu 4
Leggja hús sín að veði
Sýslumaður hefur kyrrsett fimmtung af því sem lykilstarfsmenn LS Retail telja
að hefði verið eðlilegt verð fyrir fyrirtækið. Tekist er á um málið fyrir dómi.
70
milljónir evra telur endur-
skoðandi virði LS Retail, sem
selt var á 17,6
landbúnaður „Það er alls ekki hægt
að segja að þetta sé bull og kjaftæði
og engum til góða,“ segir Ragnhildur
Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Land-
búnaðarháskóla Íslands, um nýja
búvörusamninga. Hún segir að gert
sé ráð fyrir töluverðri nýsköpun í
samningunum.
„Það vantar lífrænar vörur á mark-
að, sérstaklega mjólk. Það er auka-
kostnaður að breyta úr hefðbund-
inni framleiðslu yfir í lífræna þannig
að það þarf aðlögunarstyrki eins og
viðgengst í öllum okkar nágranna-
löndum.“
Ragnhildur segir að horft sé til fleiri
og fjölbreyttari þátta í landbúnaði í
nýjum búvörusamningum en áður var.
„Það eru ýmsir angar og ýmsar hliðar
sem menn sjá kannski ekki alveg strax,
en auðvitað á eftir að útfæra þetta í
reglugerðum.“ – snæ/ sjá síðu 6
Nýsköpun studd
í samningnum
Vetraríþróttaiðkun á Tjörninni Gleðin var við völd hjá stúlkum úr fjórða bekk í Menntaskólanum í Reykjavík þegar þær nýttu kuldatíðina til hins ýtrasta og spiluðu fótbolta á frosinni
Tjörninni í íþróttatíma gærdagsins. Íþróttahús skólans er gamalt og lítið og stundum í gamni nefnt „þrælakistan“ af nemendum. Þeir fagna því útivistinni. Fréttablaðið/Vilhelm
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
1
-8
3
0
C
1
8
9
1
-8
1
D
0
1
8
9
1
-8
0
9
4
1
8
9
1
-7
F
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K