Fréttablaðið - 24.02.2016, Qupperneq 4
náttúra Undirbúningur að friðlýs-
ingu Kerlingarfjalla er hafinn. Sigrún
Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlind-
aráðherra, hefur sett vinnuna af stað
og fundað hefur verið með heima-
mönnum í Hrunamannahreppi.
Í frétt ráðuneytisins kemur fram
að skýr vilji af hálfu heimamanna
hafi komið fram á undirbúnings-
fundinum og því virðist ekkert til
fyrirstöðu að friðlýsingin geti gengið
fljótt fyrir sig.
Kerlingarfjöll eru vel afmarkaður
fjallaklasi á hálendinu þar sem eru
jafnframt fjögur svæði í verndarflokki
rammaáætlunar.
Kerlingarfjallasvæðið nýtur
vaxandi vinsælda fyrir hvers
konar útivist. Áður var þar vinsælt
skíðasvæði en nú heimsækja gestir
svæðið fyrst og fremst til útivistar
þar sem víðerni og háhitasvæði
eru helsta aðdráttarafl svæðisins. Í
Kerlingarfjöllum er jafnframt vax-
andi ferðaþjónusta.
Við undirbúning að friðlýsingu
svæðisins er ætlunin að stuðla að
því að starfsemi innan þess verði
sem mest sjálfbær. Gert er ráð fyrir
að ferðamennska á svæðinu haldi
áfram að aukast á komandi árum,
en með friðlýsingunni er ætlunin
að setja tímanlega reglur og skipu-
lag fyrir svæðið og byggja upp
nauðsynlega innviði til verndar
náttúrunni, segir í frétt ráðuneyt-
isins.
Við undirbúning friðlýsingar-
innar verður haft samráð við
hagsmunaaðila, m.a. rekstraraðila
sem starfa innan þess svæðis sem
fyrirhugað er að friðlýsa. Hefur
Umhverfisstofnun skipað sam-
starfshóp með fulltrúum Hruna-
mannahrepps, Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps og Vina Kerlingarfjalla
og hefur verið boðað til fyrsta fund-
ar hópsins í vikunni. – shá
Friðlýsing Kerlingarfjalla komin á skrið í umhverfisráðuneytinu
Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar eru á svæðinu. Fréttablaðið/vilhelm
Dómsmál Lykilstarfsmenn hugbún-
aðarfyrirtækisins LS Retail telja að
fyrirtækið hafi á síðasta ári verið selt
á um fjórðung af raunverulegu virði.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fall-
ist á kyrrsetningu fjármuna sem nema
fimmtungi af verðmati sem endur-
skoðandi vann fyrir starfsmennina.
Heimildir blaðsins herma að sam-
kvæmt kaupréttarsamningum starfs-
mannanna hafi þeir átt að fá tuttugu
prósent af söluandvirði fyrirtækisins.
Tekist er á um málið fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur, en Viti ehf., félag í
eigu Aðalsteins Valdimarssonar, höfð-
aði á síðasta ári mál á hendur íslenska
eignaumsýslufélaginu ALMC (áður
Straumur-Burðarás) vegna sölunnar á
fyrirtækinu. Starfsmennirnir, sem eru
fimmtán talsins, hafa stefnt sér inn í
það mál. Þessa dagana er tekist á um
frávísunarkröfu ALMC og úrskurðar
að vænta í því eftir um hálfan mánuð.
Til að öðlast kaupréttinn skuld-
bundu starfsmennirnir sig til að starfa
hjá fyrirtækinu og vinna að uppgangi
þess og hafa samkvæmt heimildum
blaðsins haldið þann samning síðustu
fimm ár eða svo.
Samkvæmt heimildum blaðsins
var fyrirtækið selt á 17,6 milljónir
evra (rúma 2,5 milljarða króna), þrátt
fyrir að fyrir hafi legið samningur um
sölu annað upp á 37,5 milljónir evra
(rúma 5,3 milljarða króna). Það verð
hafi myndast á fyrri stigum en virði
félagsins aukist frá því vegna mikils
vaxtar og hagnaðar.
Endurskoðandi starfsmannanna
metur verðmæti LS Retail hins vegar
á 70 milljónir evra (tæpa 10 milljarða
króna), á þeim degi sem fyrirtækið var
selt. Starfsmennirnir hafa, samkvæmt
heimildum blaðsins, sjálfir lagt fram
tryggingar vegna kyrrsetningarinnar
sem sýslumaður féllst á, svo sem með
því að veðsetja heimili sín. Um er að
ræða verulegar upphæðir því fimmt-
ungur af metnu söluandvirði fyrir-
tækisins, 70 milljónir evra, er 14 millj-
ónir evra, eða sem svarar um 1.994
milljónum króna.
Tryggingin á að standa undir
hugsanlegu tjóni sem hlotist getur
vegna kyrrsetningarinnar tapi þeir
málinu. Sýslumaður féllst hins vegar
á að veruleg hætta væri á því að fjár-
munum sem til hefðu orðið vegna
sölunnar yrði komið í burtu þannig
að endurheimtur yrðu þeim torveldar.
Salan á LS Retail gekk í gegn á
síðasta ári, en fyrirtækið mun hafa
verið selt, ásamt fleiri innlendum og
erlendum eignum ALMC, til banda-
ríska fjárfestingasjóðsins Anchorage
Capital Group.
LS Retail komst í eigu Straums-
Burðaráss eftir að bankinn gekk að
veðum vegna láns til Baugs Group,
sem keypti fyrirtækið fyrir hrun. LS
Retail framleiðir hugbúnaðarlausnir
fyrir þjónustufyrirtæki, en það varð til
eftir samruna Strengs og Landsteina
árið 2007. olikr@frettabladid.is
höfuðstöðvar lS retail í reykjavík eru á höfðatorgi við Katrínartún. Fréttablaðið/Gva
Tæpir tveir milljarðar kyrrsettir
Lykilstarfsmenn með kauprétt í LS Retail telja sig hlunnfarna við söluna á fyrirtækinu. Sýslumaður hefur
fallist á kyrrsetningu 14 milljóna evra vegna sölu ALMC á fyrirtækinu til bandarísks fjárfestingarsjóðs.
Fimm hundruð milljónir
króna renna í hlut lykilstarfs-
manna LS Retail miðað við
söluandvirði fyrirtækisins í
fyrra. Þeir telja sig hins vegar
hlunnfarna um einn og
hálfan milljarð. Upphæðin
hefði að þeirra mati átt að
vera tæpir tveir milljarðar.
Vegna þurrka í Eþíópíu eru 10 milljónir manns á barmi hungursneyðar.
Bregðumst við NÚNA!
Söfnunarsími 907 2003 (2500 krónur)
Söfnunarreikningur 0334-26-886
kt. 450670-0499
leiðrétt
Rangt var farið með númer
styrktarreiknings í auglýsingu um
andlát Kára Arnar Hinrikssonar
blaðamanns í Fréttablaðinu í gær.
Rétt númer er 0549-14-401696, kt.
220991-2539.
Kjaramál Félagsdómur úrskurð-
aði í gærkvöldi að útflutningsbann
starfsmanna í álveri Rio Tinto
Alcan í Straumsvík væri löglegt og
hófst það því á miðnætti. Mun því
ekkert ál verða flutt út frá Straums-
víkurhöfn á næstunni. Dómurinn
kom saman í kjölfar þess að Sam-
tök atvinnulífsins kærðu bannið
fyrir hönd álversins.
Gylfi Ingvarsson, formaður
samninganefndar starfsmanna, var
ánægður með úrskurðinn í gær-
kvöldi. „Við hefðum þó viljað sjá
þau eyða þessum tíma í að ræða
við okkur í staðinn. Markmiðið
með aðgerðunum er að fá þau að
samningsborðinu en þegar við
höfnuðum því að fresta verkfallinu
ákváðu þau að fara í þessa vegferð,“
sagði Gylfi.
Gylfi sagði verkfallsverði mæta á
svæðið á miðnætti þar sem stjórn
álversins gæti hugsanlega farið að
setja aðra til starfa þá. „Það er alveg
ljóst að það verða menn á staðnum
til að fylgjast með því að ekki verði
framið verkfallsbrot.“
Kjaradeilan hefur nú staðið yfir
í hátt í ár og er næsti samninga-
fundur settur klukkan eitt í dag hjá
ríkissáttasemjara. – þea
Verkfall
hófst á
miðnætti
Gylfi ingvarsson,
formaður
samninganefndar
starfsmanna iSal
2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 m i ð V i K U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
1
-9
B
B
C
1
8
9
1
-9
A
8
0
1
8
9
1
-9
9
4
4
1
8
9
1
-9
8
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K