Fréttablaðið - 24.02.2016, Qupperneq 18
Skjóðan
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd Stefán Karlsson
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Vikan sem leið
miðvikudagur 24. febrúar
HagStofa ÍSlandS - Vinnumarkaður í
janúar 2016
arion banKi - Ársuppgjör 2015,
Hb grandi - Fjórði ársfjórðungur 2015,
Vátryggingafélag ÍSlandS - Ársupp-
gjör 2015,
n1 - Ársreikningur 2015.
Fimmtudagur 25. febrúar
ÞJóðSKrá ÍSlandS - Fjöldi útgefinna
vegabréfa.
HagStofa ÍSlandS - Fiskiskipastóllinn
í árslok 2015.
HagStofa ÍSlandS - Kjötframleiðsla í
janúar 2016.
HagStofa ÍSlandS - Vísitala neyslu-
verðs í febrúar 2016.
Hb grandi - Ársreikningur 2015.
landSbanKinn - Ársuppgjör 2015,
EimSKip- Fjórði ársfjórðungur 2015,
Föstudagur 26. febrúar
nýHErJi - Aðalfundur ársins 2015.
HagStofa ÍSlandS - Nýskráningar og
gjaldþrot hlutafélaga og einkahluta-
félaga í janúar 2016.
Á döfinni dagatal viðskiptalífsins
allar markaðsupplýsingar
landbÚnaðarráðHErra og
fulltrúi bænda eru búnir að skrifa
undir búvörusamning til tíu ára.
Það er því ekki fyrr en á fjórða
kjörtímabili héðan í frá sem hann
fellur úr gildi. Samningurinn felur
í sér hækkun á beinum greiðslum
til bænda sem nema næstum 14
milljörðum á ári til að byrja með en
heildargreiðslur á tíu árum eiga að
nema 132 milljörðum. Þetta slagar
hátt í tvo Landspítala og er þá ekki
tekið tillit til verndartolla og inn-
flutningshindrana á landbúnaðar-
vörum, sem metnar eru á sama.
Það fara með öðrum orðum á
næstu tíu árum ígildi þriggja til
fjögurra Landspítala í að viðhalda
úreltu landbúnaðarkerfi, sem
viðheldur fátækt meðal bænda og
tryggir að Íslendingar greiða eitt-
hvert hæsta matarverð í heimi.
Enginn fulltrÚi neytenda,
verslunarinnar, verkalýðshreyf-
ingarinnar eða annarra matvæla-
framleiðenda fékk sæti við borðið.
Þar sátu aðeins ráðherrann og
fulltrúi bænda. Eitt stykki Icesave.
Starfslaun handa rúmlega þrjú
þúsund listamönnum í tólf mánuði
á hverju ári næstu tíu árin. Hvað er
það milli vina?
og Þarna voru svo sannarlega
vinir að útdeila fjármunum úr sam-
eiginlegum sjóðum þjóðarinnar.
Báðir núverandi stjórnarflokkar
eru þekktir fyrir sérstaka hags-
munavörslu fyrir landbúnaðar-
kerfið á kostnað neytenda. Sjálf-
stæðisflokkurinn vildi einhvern
tíma láta sem hann væri flokkur
frjáls framtaks og neytenda en það
er löngu liðin tíð. Nú eru tveir af
þremur turnum í stefnu flokksins
varðstaða um niðurgreiddan að-
gang örfárra að þjóðarauðlindum
og ölmusukerfi fyrir bændur á
kostnað neytenda. Þriðji turninn
er að tryggja mikilsverða hagsmuni
fyrir helstu bakhjarla flokksins
aðra en útgerðarmenn og bændur.
EKKi Var nóg með að 132 milljarða
útgjöld ríkisins væru ákveðin því
sem næst með tveggja manna tali
ráðherra og fulltrúa bænda heldur
ríkti fullkomin leynd yfir inni-
haldi samningsins þar til búið var
að skrifa undir hann. Er það svo
sem í takti við annað hjá þessari
ríkisstjórn og fyrirtækjum í eigu
ríkisins.
rEynt HEfur verið að færa þau rök
fyrir samningnum að honum sé
ætlað að spara gjaldeyri og tryggja
matvælaöryggi. Þessi rök eru fá-
ránleg. Matvælaframleiðsla í land-
búnaði reiðir sig á innflutt fóður,
áburð, eldsneyti, tæki og fleira sem
kostar meiri gjaldeyri en innfluttar
landbúnaðarafurðir. Ef aðföng til
landsins bresta brestur íslenskur
landbúnaður líka.
forSætiSráðHErra segir málið
frá þar sem búið sé að skrifa undir
samninginn. Fyrst þarf Alþingi þó
að leggja blessun sína yfir hann
því fjárveitingavaldið er í höndum
þess. Nú verður fylgst vel með því
hvernig fulltrúar þjóðarinnar greiða
atkvæði. Í landinu munu vera innan
við þrjú þúsund bændur en neyt-
endur eru rúmlega 330 þúsund.
Gæluverkefni fortíðar
kostar 3-4 Landspítala
HSBC, stærsti banki Evrópu, tapaði
858 miljónum dala, um 110 milljörð-
um króna, á síðasta fjórðungi 2015.
Tekjur bankans hafa dregist saman og
þá sérstaklega tekjur af lánum. Bank-
inn stóðst ekki væntingar og hefur
verið kallað eftir frekari sparnaðarað-
gerðum. Tilkynnt var um uppsögn 25
þúsund starfsmanna í fyrra.
110
milljarða tap
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, mun íhuga stöðu sína
hjá bankanum nú þegar hann er
kominn í ríkiseigu, ef kjör hennar
munu breytast. Þetta kom fram á
uppgjörsfundi Íslandsbanka í gær.
„Það á eftir að koma í ljós þegar hlut-
irnir skýrast betur og ég hef því ekki
tekið neina ákvörðun. Það á einnig
eftir að koma í ljós hvaða áherslur nýr
eigandi vill setja í rekstrinum,“ segir
Birna. Hún lét þess þó getið á fund-
inum að þrátt fyrir launalækkun yrði
hún þó með töluvert há laun miðað
við aðra starfsmenn.
Líkur eru á að laun bankastjórans
muni lækka töluvert nú þegar bank-
inn er í ríkiseigu og launin ákvörðuð
af kjararáði. Laun Birnu heyra ekki
undir kjararáð núna og voru 44 millj-
ónir, eða um 3,76 milljónir á mánuði í
fyrra samkvæmt upplýsingum úr árs-
reikningi. Auk þess fékk hún 7,2 millj-
ónir króna í árangurstengda greiðslu.
Til samanburðar eru núverandi
laun Steinþórs Pálssonar, banka-
stjóra Landsbankans, 1,64 milljónir
á mánuði og fær hann ekki árangurs-
tengdar greiðslur.
Fram kom einnig á fundinum að
framkvæmdastjórn bankans vonar
að bankinn verði ekki lengi í eigu
ríkisins. Starfsfólk bankans líti á
eignarhald ríkisins sem tímabundið.
Þetta sé meðal annars vegna þess
að bankinn hafi nánast alltaf verið
í einkaeigu og þannig hafi menning
bankans tekið mið af því.
Hagnaður Íslandsbanka eftir
skatta var 20,6 milljarðar á síðasta
ári, samanborið við 22,7 milljarða
króna árið 2014. Í tilkynningu segir
að munurinn liggi að stærstu leyti í
einskiptisliðum og styrkingu íslensku
krónunnar. Arðsemi eigin fjár var
10,8 prósent samanborið við 12,8
prósent árið 2014.
Grunnrekstur hefur haldið áfram
að styrkjast, en hagnaður af reglulegri
starfsemi var 16,2 milljarðar króna
samanborið við 14,8 milljarða króna
á sama tíma 2014. Útibúum Íslands-
banka hefur fækkað úr tuttugu og sex
í sautján milli áranna 2011 og 2015,
og stefnt er að því að þau verði fimm-
tán í árslok 2016.
Íslandsbanki skuldbatt sig til að
greiða 378 milljónir króna á síðasta
ári, eða 20 milljónum meira en árið
áður, vegna bónusa til starfsmanna
bankans og dótturfélaga þess. Þau
svör fengust frá Íslandsbanka um
þetta að Íslandsbanki hefur notast
við kaupaukakerfi frá árinu 2013 og
fylgir reglum Fjármálaeftirlitsins um
kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja.
saeunn@frettabladid.is
Birna íhugar stöðu sína
Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkis-
eign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt.
Hagnaður Landsvirkjunar nam jafn-
virði 10,8 milljarða króna eða 84,2
milljónum dollara, samanborið við
78,4 milljónir dollara árið áður. Nettó
skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 26
milljarða króna á síðasta ári. Þrátt fyrir
aukinn hagnað drógust rekstrartekjur
saman. Það gerði rekstrar- og viðhalds-
kostnaður einnig.
11
millJarða Hagnaður
3,67milljónir
mánaðarlaun Birnu
Einarsdóttur 2015
1,64 milljónir
núverandi mánaðarlaun
Steinþórs Pálssonar
Fram kom á fundinum í gær að útibúum Íslandsbanka hefur fækkað úr tuttugu og sex í sautján milli áranna 2011 og 2015.
Mynd/Stöð 2
2 4 . f E b r Ú a r 2 0 1 6 m i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn
2
4
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
1
-B
9
5
C
1
8
9
1
-B
8
2
0
1
8
9
1
-B
6
E
4
1
8
9
1
-B
5
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K