Fréttablaðið - 24.02.2016, Side 28

Fréttablaðið - 24.02.2016, Side 28
Einar Þór Gústafsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Bókun. Einar hefur frá árinu 2010 gegnt stöðu framkvæmdastjóra vöruþró- unar hjá Meniga ehf. Áður starfaði Einar hjá Íslandsbanka og Glitni m.a. sem forstöðumaður vefdeildar og vörustjóri Netbanka. Einar var einnig meðal stofnanda SVEF, Samtaka vef- iðnaðarins, og formaður samtakanna frá 2009 til 2013. – sg Nýr fram- kvæmdastjóri vöruþróunar einar þór gústafsson Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin til einkabankaþjónustu Kviku. Hild- ur kemur til Kviku frá Nordea Bank í Lúxemborg, þar starfaði hún sem viðskiptastjóri í einkabankaþjón- ustu frá 2013. Áður starfaði Hildur um árabil hjá Íslandsbanka í eignastýringu og einkabankaþjónustu og síðar Íslandsbanka í Lúxemborg. Hún starfaði hjá Kaupþingi í Lúxemborg frá 2006 til ársins 2010. – sg  Ný í einka- bankaþjónustu hildur eiríksdóttir Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í áhættu- og fjárstýringu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Hann tekur við starfinu af Agli Skúla Þórólfssyni, sem fór til starfa hjá Íslandsbanka. Örvar er menntaður viðskiptafræð- ingur MBA frá Fairfield University í Connecticut í Bandaríkjunum auk þess að vera löggiltur verðbréfa- miðlari. Hann á mjög fjölbreytta starfsreynslu að baki. Örvar Þór er kvæntur Guðrúnu Árdísi Öss- urardóttur fatahönnuði og eiga þau fjögur börn. Örvar er mikill úti- vistarmaður en í frístundum rekur hann Fjallafélagið ásamt Haraldi Erni bróður sínum. – jhh Til starfa hjá Lánasjóðnum Örvar þór ólafsson Ef Bretar yfirgæfu Evrópusam- bandið myndi það stefna atvinnu- lífi og breskum efnahag í hættu. Þetta segja leiðtogar nokkurra af stærstu fyrirtækjum Bret- lands í bréfi sem þeir skrifuðu í breska blaðið Times. Þeir segja að útganga úr Evrópusambandinu myndi draga úr fjárfestingu í Bret- landi. Þeir sem aðhyllast útgöngu segja hins vegar að tveir þriðju af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru í FTSE 100 vísitöluna, þar á meðal Tesco og Sainsbury, hafi ekki léð bréfaskrifunum stuðning sinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands verður haldin 23. júní næstkomandi. David Cameron, forsætisráð- herra Breta, svaraði í gær spurning- um frá farsímaframleiðandanum O2 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Slough. Þetta var fyrsti dagur ferðar hans sem farin er til þess að skýra sjónarmið hans fyrir kjós- endum. Skiptar skoðanir eru um mál- efnið í flokki Camerons, Íhalds- flokknum. Eins og kunnugt er hefur borgarstjóri Lundúna og einn vinsælasti stjórnmálamaðurinn í landinu, Boris Johnson, hvatt fólk til þess að einbeita sér að málinu. Johnson hefur lýst sig fylgjandi útgöngu Bretlands í andstöðu við Cameron. Hefur verið litið svo á að Johnson sækist eftir forystusætið í Íhaldsflokknum en hann hefur neitað því og sagt „liðsandann“ í Íhaldsflokknum mjög góðan. – jhh Atvinnurekendur í Bretlandi óttast úrsögn úr ESB David Cameron, forsætisráðherra Breta, situr hér ásamt athafnakonunni Karren Brady og bíður eftir því að geta flutt ræðu í höfuðstöðvum O2 í Slough. FréttaBlaðið/EPa svipmynd Jürgen KudritzKi „Fyrirtæki sem vill selja skipafé- lögum vöru þarf að hafa þekkingu á skipaútgerð. Þetta var ekki til- fellið þegar ég kom hingað, því hér var enginn með reynslu af skipa- rekstri,“ segir Jürgen Kudritzki, sem nýlega tók við sem forstjóri Marorku. Hann er Þjóðverji, fæddur í hafnar- borginni Hamborg og hefur síðasta aldarfjórðunginn starfað í skipa- geiranum. Kudritzki segir Ole Skatka Jensen, fyrrverandi forstjóra, hafa skort reynslu af skipaútgerð, sem sé nauðsynleg Marorku. Marorka hefur hingað til sérhæft sig í að innleiða orkustjórnunar- kerfi í stór skip, sem spara, að sögn Kudritzki, 5-15 prósent af eldsneytis- notkun skipanna. Fyrirtækið hefur að undanförnu samið við mörg af stærstu skipafélögum heims. Kudritzki vill að Maroka færi sig á nýjar slóðir og geri viðskiptavinum kleift að nálgast á landi allar upp- lýsingar sem gagnist við að hámarka hagkvæmni við aðra þætti skipa- reksturs en eldsneytisnotkun. „Orku- stjórnun er góður grunnur en við viljum vinna að allri frammistöðu,“ segir hann. Fyrirtækið vilji til að mynda geta boðið þeim sem séu á landi að nálgast upplýsingar sem snúa að öryggismál- um, umsýslu eigna og frammistöðu áhafnarinnar á hafi úti. Að reka áhöfn á stóru flutningaskipi kosti á annað hundrað milljónir króna á ári. Stærstu skipafyrirtæki reki tugi eða hundruð skipa og því sé eftir miklu að slægjast við að auka hagkvæmni. Hin nýja vara muni því í grundvallaratriðum breyta því hvernig skipaiðnaðurinn sé rekinn. „Skipaiðnaðurinn byggir ákvarð- anir, sem teknar eru á landi, á upp- lýsingum sem fengnar eru með skrif- legum hætti frá þeim sem eru um borð í skipunum. Stundum hafa þeir ákveðnar hugmyndir um frá hverju eigi að segja og hverju ekki,“ bendir hann á. „Þú veist aldrei almennilega hvort verið sé að reka skipin á hagkvæmasta hátt,“ segir hann. Marorka stefni nú að því að vinna betur úr þeim upplýsingum sem bún- aður Marorku safni á skipum nú þegar og bæta við aðferðum til að vinna nýjar upplýsingar. Með hinum nýju vörum verði Mar- orka ekki eins háð sveiflum í olíu- verði, sem er mjög lágt um þessar mundir. Hins vegar sé nú mikil umfram- afkastageta í skipaflutningum í heim- inum sem hafi haft í för með sér að verð á farmflutningum hafi lækkað hratt. Fyrir ári hafi kostað tæplega 500 þúsund krónur að flytja 20 feta gám frá Sjanghæ til Rotterdam en það kosti í dag um 70 þúsund krónur. Þá kosti í dag 50 dollara, um 6.500 krónur, að flytja 20 feta gám frá Sjanghæ til vesturstrandar Bandaríkjanna. Þetta hafi í för með sér verri afkomu fyrir skipafyrirtæki sem valdi því að þau séu ólíklegri til að fjárfesta í nýjum búnaði, til að mynda þeim sem Marorka bjóði upp á. ingvar@frettabladid.is Skorti þekkingu á skipaútgerð Nýráðinn forstjóri Marorku segir þekkingu á skipaútgerð hjá fyrirtækinu hafa skort. Hann vill að hægt verði að nálgast upplýsingar um alla þætti í rekstri skipa frá landi. Verð í farmflutningum hafi hrunið. Jürgen Kudritzki, nýráðinn forstjóri Marorku, vill að Marorka aðstoði við alla mögulega þætti við rekstur skipa. FréttaBlaðið/antOn BrinK þú veist aldrei almennilega hvort verið sé að reka skipin á hagkvæmastan hátt. Jürgen Kudritzki, forstjóri Marorku 6.500 krónur kostar að flytja 20 feta gám frá sjanghæ til vesturstrandar Bandaríkj- anna að sögn kudritzki. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r8 markaðurinn 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 1 -A 5 9 C 1 8 9 1 -A 4 6 0 1 8 9 1 -A 3 2 4 1 8 9 1 -A 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.